Er búið að finna Fensali, bústað gyðjunnar sem heitir Frigg?

Merkileg frétt á DV segir frá því að elzta þorp sem fundizt hefur í Evrópu var reist ofan á fornu vatni og á stólpum, nokkuð sem nútímafólk kannast minna við, þannig byggingarlag. (Fréttin heitir:"Elsta þekkta þorpið í Evrópu stóð á staurum fyrir 8000 árum"). Það er talið 8000 ára gamalt og svæðið er á Balkanskaga, á landamærum Albaníu og Norður Makedóníu.

Það sem mér finnst mjög merkilegt við þetta er gyðjudýrkunin sem þarna liggur til grundvallar. Í Eddum okkar Íslendinga, sem lýsa Ásatrú og Vanatrú er að minnsta kosti tvisvar lýst því hvernig gyðjudýrkun tengdist vatni til forna á hinum heiðna tíma.

Það eru bústaðir tveggja gyðja sem gefa þessar upplýsingar. Sága, sem talin er hafa verið ástkona Óðins, viðhaldið hans, eitt af mörgum, er talin hafa búið á stað sem heitir eða hét Sökkvabekkur. Hún er talin gyðja spádóma og vizku, og nafn hennar tengt sögninni að sjá. Tákn hennar eru bollar, fiskar og vatn.

Bústaður hennar heitir Sökkvabekkur. Orðsifjafræðilega má túlka það orð á margvíslegan hátt. Þannig merkir orðið sökkvir fjandmaður, og orðið gæti því þýtt óvinalækur eða eitthvað slíkt, en miklu fleiri merkingar koma til greina. Flestir hafa talið orðið þýða borg sem er sokkin eða djúpur lækur eða hylur, neðansjávarstaður í vatni eða djúpur dalur.

Ef orðið merkir bústaður eða borg á vatni eða í vatni þá passar það ótrúlega vel við þessa nýju frétt um að elzta borgin í Evrópu sem hefur fundizt hafi verið reist á staurum yfir vatni.

Fleira er merkilegt í þessu. Eiginkona Óðins á bústað þann sem heitir Fensalir samkvæmt heimildunum. Einkennisgripir hennar eru lyklar, mistilteinn, valshamur og rokkur sem hún notar til að spinna skýin.

Fensalir er talið merkja höll á vatni eða í vatni eða fenjum. Raunar er ég ósammála þessu, ég tel að orðið fen eða faen á latínu kunni að opna merkinguna, sem getur þýtt fé, gróði, auður. Því gæti bústaður hennar merkt: Hin ríkulega höll, eða peningahirzlan jafnvel, eða staður hinna efnislegu verðmæta.

Hvað sem öllum djúpum pælingum líður um merkingar þessara orða má telja sennilegt að bústaðir þessara gyðja séu tengdir vatni, þótt það sé einhverjum vafa undirorpið.

Sumir segja að mæðraveldið sé að verða allsráðandi í nútímanum. Verður þá Frigg í Fensölum aðalgoðmagnið í framtíðinni og verða hörgar og hof reist henni til heiðurs í stað kirknanna?

Ennfremur, ef tilgáta mín er rétt um að bústaður hennar merki "höll ríkidæmisins" verður þá Mammonsdýrkunin trú framtíðarinnar, eða er hún orðin trú nútímans, kannski öllu heldur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 665
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 487
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband