11.9.2023 | 13:23
Okkar vestrænu samfélög eru æ meira að líkjast þeim fasísku
Það vakti athygli mína frétt á Stöð 2 um helgina. Nokkrir hér á blogginu hafa vakið athygli á mismunandi nálgun samtakanna 78 og 22, þau síðarnefndu hafna því að til séu fleiri en tvö kyn. En málið snýst um atburð í Langholtsskóla á fimmtudaginn, Samtökin 22 voru tilkynnt til lögreglu af Reykjavíkurborg vegna þess að þau vildu fá svör hversvegna einhver spjöld væru þar á veggjum. Mjög er deilt um þetta á samfélagsmiðlum.
En það voru orð Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sem vöktu þó athygli mína frekar en þessar deilur samtakanna 78 og 22 sem maður hefur heyrt um nokkuð lengi.
Þetta sagði hann:
"Við erum að fylgja því sem segir í lögum um grunnskóla, aðalnámskrá, alþjóðlegum samþykktum sem við höfum undirgengist. Það skiptir miklu máli að starfsfólk okkar sé öruggt í því umhverfi og fylgi þeim viðmiðum sem menntamálaráðnuneytið og sveitarfélagið er að boða."
Í kjölfarið var varað við þessum samtökum hjá skólum og frístundamiðstöðvum.
Hér er merkilegt menningarstríð í gangi, er það ekki orðið sem er notað?
Síðan er það frétt á DV sem tengist þessu svo sannarlega líka, en hún hefur fengið mikinn lestur og flestir sem skrifa athugasemdir standa með Frosta Logasyni en ekki Youtube stjórnendunum sem ritskoða Brotkastið hans og banna þættina þar.
DV fréttin á laugardaginn fjallar um það að Youtube-rás hlaðvarpsveitu Frosta var lokað endanlega eftir að þau gúggluðu BDSM og fengu ævilangt Youtube-bann í kjölfarið.
Margt er stórlega athugavert við þetta allt í lýðræðisþjóðfélagi svokölluðu sem við eigum að tilheyra samkvæmt orðanna hljóðan.
Plakatið umdeilda fjallar meðal annars um BDSM, og því hafa sumir í athugasemdakerfunum bent á að fleiri en Frosti fara að gúggla það, skólabörnin meðal annarra.
Er ekki ritskoðun og þöggun andstæð hagsmunabaráttu homma og lesbía og alls hinseginfólks? Er ekki hugtak þeirra, "að koma útúr skápnum" einmitt lýsandi fyrir að hafna þöggun og ritskoðun? Er þetta allt komið í hringi? Af hverju eru opinberir aðilar að standa að þöggun og ritskoðun í þessu efni?
Af þeim fjölmörgu athugasemdum sem eru undir DV greininni má sjá að fólk er sammála Frosta, þar er almenningsálitið, en ekki með þöggun og ritskoðun.
Þessi mál eru mjög mikið í mótun og manni finnst sem utanaðkomandi aðila ekki rétt að tjá sig of mikið um þetta.
Þó er það sumt í þessu sem manni finnst mjög sláandi og rétt að hafa skoðanir á, en það er frelsið til að tjá sig, (sem ætti að gilda um Samtökin 22 eins og aðra) og spurningamerki við fasisma af öllum tegundum, af opinberum aðilum eða ekki.
Ég segi nú bara eins og endurómar um samfélagið: Hvað er verið að kenna börnum?
Gagnrýnir samstarf RÚV og aktivistamiðla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, ...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 67
- Sl. sólarhring: 100
- Sl. viku: 726
- Frá upphafi: 127269
Annað
- Innlit í dag: 44
- Innlit sl. viku: 547
- Gestir í dag: 38
- IP-tölur í dag: 38
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.