31.7.2023 | 02:58
Samkunduhús
"Biskupsmálið vekur furðu" er DV frétt frá 25. júlí síðastliðnum, - og nafn fréttarinnar er miklu lengra raunar. En ein athugasemdin undir fréttinni fannst mér svo fyndin - vegna viljandi eða óviljandi misritunar, að mér fannst ótækt að vekja ekki athygli á því orði sem þar kemur fram - nýyrði, sem á svo vel við nútímann og hans stofnanir.
Orðið er svo snjallt að það minnir á orðin sem Sverrir Stormsker hefur fundið upp, og gæti þetta orð reyndar orðið honum efni í nýjan pistil, sem vonandi verður, því þeir eru frábærir frá honum.
Orðið er sem sagt "samkuntuhús", en höfundurinn vitnar í Biblíuna og segir að konur eigi ekki að tala í samkuntuhúsum, og sá sem skrifaði athugasemdina í DV ritaði það til biskups og annarra kvenna, sem hann vill að haldi sig heima, þótt raunar sé orðið samkunduhús í Biblíunni, en það hefur nefnilega merkingu líka svona eins og það er þarna ritað.
Þessi tilvitnun í Biblíuna er með því frægasta sem í henni er og oft vitnað í þetta, sem er í Fyrstu Korintubók, eftir Pál postula, og er svona, talið til vitnis um karlrembu í Biblíunni:"Skulu konur þegja á safnaðarsamkomum, því að ekki er þeim leyft að tala, heldur skulu þær vera undirgefnar, eins og líka lögmálið segir. 35, En ef þær vilja fræðast um eitthvað, þá skulu þær spyrja eiginmenn sína heima. Því að það er ósæmilegt fyrir konu að tala á safnaðarsamkomu."
Þessi orð í Biblíunni staðfesta einnig að samkvæmt orði Guðs eiga konur ekki að læra í skólum, heldur af eiginmönnum sínum einungis.
Eru margir á því að fólk eigi að segja sig úr kirkjunni út af þessu.
En ég er enn í Þjóðkirkjunni. Enn á maður sína barnatrú þótt áhuginn vísi til margra átta. Þjóðkirkjan býr að ríkulegasta menningararfinum, og þar eru sterkari hefðir en annarsstaðar.
En allt okkar samfélag er orðið eins og eitt samkuntuhús þar sem karlar fá ekki að tjá sig, aðeins konur, og meira mark tekið á þeim. Þannig hefur þetta snúizt við. Hinn ágæti prestur, Guðmundur Örn skrifaði á þá leið að það væri uppreisn Evu, ég tek undir það, femínisminn er kominn frá Evu, fyrstu konunni í Biblíunni.
Fólk vill ró og frið, það vill reglur. Feðraveldið er góð leið til þess að upphefja slíkt siðmenntað þjóðfélag á ný og stefna að því. Með eða án kirkjunnar, kristninnar eða annarra trúarbragða.
Ráðning sögð lögleysa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Öfgar til vinstri kalla á öfga til hægri
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 6
- Sl. sólarhring: 85
- Sl. viku: 754
- Frá upphafi: 130039
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 586
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á þeim árum sem Ingibjörg Sólrún var að þursast fyrir hönd alþjóðakommúnisma Sameinuðu Þjóðanna, voru reglulega birtar fréttir af hversu dugleg hún væri, að bjarga Afgönskum konum. Ég eyddi smávegis vinnu í að fara framhjá algrímum GoggleTube til að finna út hvað Afganskar konur væru raunverulega að ræða; og viti menn, fann þó nokkuð af samræðumyndskeiðum þar sem Afganskar konur voru að ræða þjóðfélagsmál.
Voru þær allar einróma á eftirfarandi línu; ef við viljum losna við slæðuna og búrkuna þá er það okkar mál og við vinnum í því þegar hernám Nató/Usa er lokið eða þeim sparkað út.
Menn hefðu gott af að hafa í huga hvers kyns menn þessar konur ala upp, sem hafa jarðsungið sex til átta heimsveldi.
Guðjón E. Hreinberg, 31.7.2023 kl. 10:20
Einnig vildi ég bæta við öðru. Því ég hef talsverða reynslu af samskiptum við konur í öllum þrem abrahamísku trúarbrögðunum sem fylgja þeim tilmælum ritninga - biblíu og kórans - að konur tileinki sér hógværð (Modesty) og þá sérstaklega í trúarlegu starfi. Allar eru þær sáttar við þessi tilmæli og t.d. er mjög öflug hreyfing innan Kaþólska heimsins sem berst gegn reglum Vatíkan 2 sem afnumdi slæðureglur kvenna við messugjörð. Þá eru marxista-fjölmiðlar undanfarna áratugi iðnir að birta myndir og fyrirsagnir af uppdiktuðu karlaveldi, varðandi samkunduhús, moskur og kirkjur, en staðreyndin er sú að safnaðarstarf allra eingyðistrúar safnaða er skipulagt og borið uppi af trúræknum konum og innan þessara safnaða finnurðu fáa karla sem reyna að stjórna sínum heimilum.
Satt að segja hef ég aldrei hitt mann sem getur fullyrt að hann sé húsbóndi á eigin heimili.
Guðjón E. Hreinberg, 31.7.2023 kl. 10:25
"Konan ræður inni á heimilinu en karlinn ræður utan heimilsins,", er setning sem vinur minn hefur oft sagt, guðfræðingur, hann veit það vel, faðir hans var prestur.
Þessi setning meitlar feðraveldið í línur fyrir suma. Það er misjafnt hvaða skilning menn leggja í það orð.
Ég hef líka haldið því fram að meira jafnrétti hafi ríkt innan feðraveldisins - eins og á mínu æskuheimili, hjá ömmu og afa, kirkjurækið og trúað fólk. Þá á ég við að konur þekktu sjálfar sig, vilja sinn og takmörk. Nú eru þær að eltast við að vera karlmenn og hafa týnt sér. Jafn réttur er að hver og einn njóti sinnar sérstöðu, sé ekki allt og ekkert, sbr Bafómet.
Marga karlmenn og heimilsfeður hef ég þekkt sem hafa lifað samkvæmt því að þeir séu húsbændur á sínu heimili. Þeim hefur tekizt það misvel. Sumum hefur tekizt það, konurnar hlýða þeim í einu og öllu, og þær hafa ekki verið neitt óhamingjusamari en frekjurnar og kvenremburnar nema síður sé. Óhemjurnar sem stjórna sínum eiginmönnum hafa oft sýnt af sér taugaveiklun og skapbresti sem meira eiga skylt við ótta sem þær skilja ekki, þótt þær hafi ekki allar verið kristnar, þessar óhemjur sem ég þekki.
Hitt er annað mál að ég hef sjálfur einnig reynslu af því að safnaðarstarf er oft borið uppi af dugmiklum, kristnum konum. Þær konur eru samt ekkert endilega að hafa sig mest í frammi innan safnaðanna. Innra starfið er oft unnið af þeim. Amma mín var mjög virk í safnaðarstarfinu innan safnaðarheimilisins í hverfinu, og þær voru nokkrar sem báru mikla ábyrgð á því. Þær bökuðu kökur, og skipulögðu og mættu samvizkusamlega. Prestar voru þá af karlkyni alltaf, og gegndu líka miklu hlutverki, sem hógværir stjórnendur sem réðu ráðum sínum um ákvarðanir, en eins og þú segir, konur eins og amma gerðu kannski mest þar.
Já, uppdiktað er feðraveldið að vísu, en ég nota stundum orðfæri samfélagsins til að reyna að vekja athygli á því sem ég segi - femínistanna - nota orðfæri sem notað er af þeim.
Kommúnistar og jafnaðarfasistar hafa ekki hundsvit á feðraveldinu, fyrir þeim er það eins og þegar utanaðkomandi tala um meitlara eða sértrúarhópa sem hafa sitt læst fyrir utanaðkomandi.
En það er gott og fróðlegt að rifja upp það sem stendur í Biblíunni, sama hvernig menn skilja það.
Takk fyrir ágætar athugasemdir eins og áður.
Ingólfur Sigurðsson, 31.7.2023 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.