25.7.2023 | 00:15
Er þjóðernisbylgja allsstaðar í heiminum, nema á Íslandi, sem er alltaf talið 20 árum á eftir hinum Norðurlöndunum?
Ég var að horfa á kvöldfréttir RÚV. Svo virðist sem lýðræðið sé á undanhaldi mjög víða í heiminum. Nýjustu dæmin eru Spánn og Ísrael. Mótmælt hefur verið lengi og víða í Ísrael yfir lagabreytingum, en það er þó lýðræðislega kjörin stjórn sem hrindir þeim í gegn, þótt umdeild sé, og talin of mikið til hægri af vinstrisinnum þar í landi, og útum allan heim, ekki sízt á RÚV, það vita allir að þar eru vinstrimenn allsráðandi.
Vinstriblokkin vann þó varnarsigur á Spáni, en er þó á mjög greinilegu undanhaldi.
En maður er að pæla í þessu. Hvaða munur er á þróuninni í Rússlandi og Úkraínu og svo Ísrael og Palestínu hinsvegar? Þessi tvö svæði eru svo að segja samhliða, Ísrael sterkari aðilinn, kjarnorkuveldi eins og Rússland, og þó æsist ekki demókratísk stjórn Bandaríkjanna yfir þeim.
Í raun og veru er sama þróunin um alla jörð, nema auðvitað ekki á Íslandi, því Ísland er alltaf 20 árum á eftir hinum Norðurlöndunum að minnsta kosti. Við verðum fyrst að skapa vandamálin sem hinar þjóðirnar komu sér í, áður en við förum að læra af þeim!
Þversögnin í því að þjóðernisbylgja skuli ríða yfir heimsbyggðina felst í því að á sama tíma rotta ofurríkir sig saman í Nató og Evrópusambandinu, þétta raðirnar, koma fleiri ríkjum þar inn og hnykla stríðsvöðvana.
Ég held að stjórnmálaskýrendur verði að skilja að þjóðernisbylgja sú sem varð augljós og fræg með Boris Johnson í Bretlandi og Donald Trump í Bandaríkjunum er ekkert endilega að hníga, hún virðist þó hugsanlega vera að taka á sig fjölbreytilegri myndir eftir löndum.
Talað er um fullkomið tap kratismans, og aðeins menn eins og Jón Baldvin Hannibalsson afneita því, þar sem fyrir þeim er kratisminn trúaratriði. Fjallað hefur verið um það í fréttum að miðjuflokkar hafi hrunið í fylgi á Spáni og víðar. Það er svo merkilegt að það er ekkert ný þróun, það hefur átt sér stað lengi.
Á sama tíma hanga kratar í Bandaríkjunum eins og hundar á roði á völdum sínum með því að ríghalda sér í Wokeisma og Metooisma, þetta sem minnihlutahóparnir vilja. Þannig hyggja þeir bjarga sér, og það er þó naumt, eins og skoðanakannanir sýna.
Það var lærdómsríkt að taka eftir orðum fólksins á götum úti á Spáni sem útskýrði hversvegna það var að kjósa. Margir sögðust aldrei hafa kosið áður, og væru bara að kjósa til vinstri til að Vox kæmist ekki til valda. Þar er á ferðinni nákvæmlega sama trendið og þegar hinn aldurshrumi Joe Biden komst til valda í Bandaríkjunum. Örvæntingin var slík hjá vinstrafólkinu að það þusti á kjörstaðina allir sem vettlingi gátu valdið, svo Trump kæmist ekki aftur til valda.
Þó er það augljóst að Vox er á tryggri siglingu uppávið á Spáni, og þesskonar skoðanir ekki lengur jaðarskoðanir heldur að verða meginstraumsskoðanir. Góðir hlutir gerast hægt, segir fólk við þær aðstæður stundum.
Umdeild lög samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 27
- Sl. sólarhring: 61
- Sl. viku: 602
- Frá upphafi: 132933
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 437
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.