22.7.2023 | 11:42
Óku risaeðlurnar um á reykspúandi tryllitækjum?
Svitabylgjur og hitabylgjur eru engum til fagnaðar en mörgum til bana. Það er hægt að spá í það hvort risaeðlurnar hafi ekið um á áttagata tryllitækjum úr því að veðurfar var heitara í fortíðinni stundum. Veit það ekki, það er ekki vitlausara en margar samsæriskenningar elítunnar og hinnar opinberu umræðu. Gleymum því ekki að til eru fjölmargar samsæriskenningar um eðlufólk, og ef það á að vera til í dag gæti það alveg eins hafa verið til á tímum risaeðlanna þótt gáfnaljósin viti ekki af því sem afneita öllu nema því sem elítan vill halda fram.
Það eru nokkur atriði í þessu sem jafnvel afneitunarsinnar hamfarahlýnunar verða að taka undir, burtséð frá hvað eða hver veldur hlýnuninni. Vísindamenn segja að hlýnunin munu halda áfram og að það verði óbærilegt sumsstaðar á jörðinni og að ofsaveður verði tíðari, miklu tíðari raunar. Þetta þýðir líka á mannamáli (barnamáli sem allir skilja sem ekki vilja heimspekilegar setningar) að flóttamannaiðnaðurinn nýtur góðs af því, en ekki kvartandi almenningur í löndunum.
Þannig að ergo sum, viss um að hægrimenn sem eru mest á móti flóttamönnum ættu að hafa áhyggjur af þessu líka.
Ég las frétt á Vísi nýlega, en þar var íslenzk kona á Spáni sem sagði ofsahitann ekkert mál og að henni liði bara vel, vissi ekkert af þessum ofsahita. Þá kom hrúga af athugasemdum að hún væri veruleikafirrt, í afneitun, osfv. Verð að taka undir það.
Mér finnst það svo fróðlegt að lesa slíkar athugasemdir, því í öllum samtímanum sjáum við hvernig veruleikinn er misjafn eftir því hver túlkar hann og skynjar.
Hitinn þyngir heilbrigðiskerfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 28
- Sl. sólarhring: 62
- Sl. viku: 603
- Frá upphafi: 132934
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 438
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Margir ræða á erlenda netinu að fólk í héruðum Evrópu sé að uppljóstra um lægri hitatölur en veðurstofunnar. Hérlendis vill enginn rifja upp þegar ábyrgur verkfræðingur sannaði að Veðurstofan hérlendis falsar hitatölur.
En; ekki er enn ólöglegt að ræða um ofninn sem hitar jörðina 24 tíma sólarhrings, allan hringinn, eða ellefu ára bíóróf á hita þessa ónefnanlega ofns.
Guðjón E. Hreinberg, 22.7.2023 kl. 19:11
Já, takk fyrir að bæta einhverju við þetta. Eins og þú sérð í þessum pistli er allavega helmingurinn af honum í gamansömum tón þannig að ég er ekki handviss um þetta. Væri ekki hissa á því að þeir sem koma úr fögum þeirra háskóla sem geta af sér aðrar eins vitleysur og við þekkjum geti gert það á þessu sviði einnig.
Þó treysti ég veðurfræðingum betur en flestum öðrum háskólamönnum, og nokkrum öðrum.
Ingólfur Sigurðsson, 22.7.2023 kl. 19:27
Sæll Ingólfur, -góður pistill.
Það er þetta með veruleikann hann er alltaf manns eigin, því maður lifir hann í eigin skinni. Við fjölskyldan áttum góða sólskinsdaga á Spáni seint á síðustu öld, bjuggum þar a hóteli við ströndina og notuðum aldrei loftkælingu né horfðum á sjónvarp eða hlustuðum á fréttir, dagarnir liðu í sælu við sundlaugina eða á ströndinni.
Eitt kvöldið ákváðum við að fara í Tívolí sem var ofan við bæinn. Tókum leigubíl í miðbænum. Þegar við settumst inn var hrollkalt í bílnum og ég spurði leigubílstjórann hverju sætti. Hann benti mér á hitamælinn inn í bílnum sem var um um 20°C og sagði að það væri yfir 40°C úti.
Við fórum hríðskjálfandi í leigubílnum í Tívolíið og krakkarnir báðu um meiri hita. Þegar við komum út var stórt upplýst auglýsingaskilti við Tívolíið og á því hitamælir sem á stóð 41°C.
Eftir að við komum út úr leigubílnum og vissum hvað hitastigið var þá vorum við hjónin bæði máttfarin og að leka niður úr hita, krakkarnir áttu frábært kvöld í Tívolíinu þangað til það lokaði undir miðnættið. Þegar við fórum var hitinn á skiltinu ennþá 41°C.
Daginn eftir var enn heitt og við spurðum fólk hvort það vissi hvað hitinn hefði farið í daginn áður, það sagði að í fréttum hefði verið sagt að hann hefði farið í 43°C.
Veruleikinn var allt annar hjá okkur hjónunum fyrir leigubílsferðina en eftir, og held ég að það hafi verið af því að við sáum hitastigið á skiltinu. Hitinn hafði ekki svona mikil áhrif á krakkana því þau voru með hugann við Tívolíið.
Þetta var held ég talin hitabylgja á Spáni, en ekkert sem þá var farið að setja í samband við hamfarir.
Ef maður fylgist með íslensku veðurfari án þess að hlusta mikið á fréttir, sem ég geri reyndar aldrei hvorki í útvarpi né sjónvarpi, þá er hitinn á Íslandi frá ári til árs ekki það ósvipaður að árin renni ekki út í eitt.
Ég man þó mjög vel sumrin 1979, 1993 og 2015 sem voru skítköld, eins man ég vel sumrin 1976 og 2021 sem voru hlý, sólrík og suðræn hér á Austurlandi.
Svona getur nú veruleikinn verið misjafn í eigin skinni, þó svo ég geti verið sammála öllum sem vilja koma í veg fyrir hamfarasóun, -hvort sem hún tengist jarðefnaeldsneyti eða hinu svokallaða umhverfisvæna rafmagni.
Magnús Sigurðsson, 22.7.2023 kl. 19:36
https://www.youtube.com/watch?v=tHJUNueFjr8
Ásgrímur Hartmannsson, 22.7.2023 kl. 22:43
Þakka þér Magnús, þessi fróðlega og sanna athugasemd gleður mig þegar fáir heimsækja síðuna hér og þumlar fáir (lækir, læk), enda þeir á Fésbókinni sem eiga það kerfi að hindra að hjörð sem fer eigin leiðir njóti slíks.
Já, þér að segja verður maður fyrir áhrifum af RÚV þar sem daglega eru fréttir af hitametum sem eru slegin og fólki að deyja úr hita.
Persónulega finnst mér þetta hlýrra sumar en núna í nokkur ár, en ég man þó eftir heitari sumrum, til dæmis 1991.
Þetta er mjög góð og sönn saga frá þér. Þetta hefur eitthvað með rakann að gera að fólk skynjar hitann öðruvísi á Spáni og þar um slóðir.
En RÚV handvelur þá fólk sem kvartar sáran. Nýlega var viðtal við íslenzkt fólk þarna á Spáni sem sagðist ekki fara út fyrir hússins dyr og loftkælingin sé þeim nauðsynleg. Þetta hefur áhrif á þá sem fylgjast með fréttum og óttinn um heimsendi og hamfarahlýnun gerir manni órótt.
Ég kann vel við ykkur Guðjón sem eruð gott mótefni, og margir fleiri. Enda ólst ég upp við það á mínu heimili að ekki var öllum fréttum trúað, "bölvað bull er þetta" heyrði maður stundum sagt út af fréttunum.
Maður verður já að reyna að vera bjartsýnn þrátt fyrir þessar fréttir sem létta ekki lund.
Ingólfur Sigurðsson, 22.7.2023 kl. 23:49
Takk fyrir þennan hlekk Ásgrímur. Ég vissi ekki um að svona teiknimyndir hefðu verið gerðar, en það sýnir og sannar að fleiri hafa slíkt hugmyndaflug og ég að láta mér detta þetta í hug og búa til titil á pistilinn um þetta, en þessar teiknimyndir vissi ég ekkert um.
Horfði reyndar ekki á þetta allt, en maður getur alveg skemmt sér af teiknimyndum.
Ingólfur Sigurðsson, 22.7.2023 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.