Að gera alþjóðleg fyrirtæki að þjóðlegum fyrirtækjum er rétt leið.

Ólíkt er ástandið í Rússlandi og á Íslandi. Ef maður ber saman Ísland sem er að missa sín sérkenni og sjálfstæði og Rússland sér maður hversu staðan er ólík. Þótt Rússar standi í miklu stríði er þar hagvöxtur og þeir gefast ekki upp, þjóðvæða alþjóðafyrirtæki, gera þau að sínum. Á Íslandi eru þjóðleg fyrirtæki hinsvegar alþjóðavædd og íslenzkan sjálf hverfur fyrir enskunni. Það er hægt að lesa útúr þessari frétt hversu sjálfstæðir Rússar eru og hvernig efnahagsþvinganir stöðugar gegn þeim hafa gert þá sjálfstæðari og sjálfstæðari en ekki veikari og veikari eins og fullyrt er af mörgum og víða.

Það er ekki laust við að manni finnist fullyrðingar Þórdísar Kolbrúnar utanríkisráðherra (eða það sem maður les út úr orðum hennar og fasi) lítils virði um að auðvelt sé að láta Rússa krjúpa fyrir Vesturlöndum. Og þó getur það auðvitað gerzt að Rússar tapi, og á leggist nótt hinna nýju og algeru miðalda á Vesturlöndum og heiminum, hinn fullkomni femínismi án nokkurs mótvægis neinsstaðar. Er það fyrirmyndarríkið, eða hvað?

Femínistum hefur verið enda kennt að allir karlar séu litlir menn, smámenni, smástrákar sem beri að kremja undir hælnum, hata og fyrirlíta.

Vesturlönd löðrandi í hroka og fyrirlitningu með femínista vaðandi uppi hvar sem er, í stafni á sjóræningjaskútunni miklu, beint á leiðinni til Heljar, og alþjóðasöngur þeirra er:"Highway to Hell!"

Aldrei að hræðast karlmenn. Þá er hægt að sigra með kvenvaldinu. Hvernig er það orðið? Önnur útgáfa af rembunni sem er gagnrýnd, bara með öfugum formerkjum? Nei, rök eru hunzuð í hinni hugrökku nýju veröld.


mbl.is „Misstu alla stjórn“ yfir til Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 94
  • Sl. viku: 657
  • Frá upphafi: 108413

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 522
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband