Ár til ađ breyta heiminum, ţćttir í RÚV um Grétu Thunberg.

RÚV hefur sýnt heimildamynd í ţremur hlutum um Grétu Thunberg. Dýrđlingsblćr er yfir ţeim, ţar sem hetjan tók sér ársfrí frá skólanum til ađ bjarga heiminum og mannkyninu međ. Ég er ánćgđur međ ţessa ţćtti frá RÚV. Ţađ má vel vera ađ andstćđingar hennar geri grín ađ henni, en hún er nú einusinni einn áhrifaríkasti baráttumađurinn gegn loftslagsbreytingum. (Konur eru líka menn).

Sláandi líkindi eru međ Grétu Thunberg sem bjargvćtti jarđarinnar og Selenskí sem bjargvćtti mannréttindanna. Ţessir sérlegu sendiherrar hitta ţjóđaleiđtoga og breiđa út fagnađarbođskapinn.

Ţegar Gréta talađi fyrir Evrópuráđinu og mađur fylgdist međ dćsi og andvörpum ţeirra sem á hlýddu minnti ţađ óneitanlega á öldungana fyrir senatinu í Róm í Ástríksbókunum, sem höfđu međ spillingunni komiđ sér áfram.

Fjölmiđlar hafa ţarna búiđ til hetjur. Ég er sammála Grétu Thunberg, en samt eins og hún bendir á eykst mengunin sama ţótt alţjóđasamningar séu gerđir. Hvađ er ţá ađ marka ţetta?

Mér fannst býsna gott af Páli Vilhjálmssyni bloggara ađ benda á líkindin á milli Jóhönnu af Örk og Grétu Thunberg í pistli fyrir nokkrum mánuđum. Ţćr líkjast, sem helgimyndir alţýđunnar. Ţađ rýrir ţó ekki bođskap Grétu Thunberg.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Viđar Hilmarsson

Losun koltvísýrings og mengun er ekki ţađ sama. Mannskepnan stjórnar ekki loftslagi jarđar, a.m.k. ekki athafnir almennings. Rétt er hins vegar ađ draga úr mengun svo lengi sem ţađ er skynsamlegt. Í Svíţjóđ er fólk sem hefur raunverulega ţekkingu á loftlagsmálum sniđgengiđ í fjölmiđlum og almenningi svo gert ađ taka mark á krakka ţegar ţađ mál er til umfjöllunar.

Helgi Viđar Hilmarsson, 20.6.2023 kl. 12:58

2 Smámynd: Ingólfur Sigurđsson

Jú, vel athugađ Helgi. Enda er pistillinn skrifađur í háđskum tón, ţótt ég telji mig umhverfisverndarsinna. Leikrit er sett á sviđ og Gréta er ađalleikandi. Ć já, Páll Vilhjálmsson hafđi rétt fyrir sér, ekki er allt sem sýnist í ţví leikriti.

Ingólfur Sigurđsson, 20.6.2023 kl. 15:07

3 Smámynd: Guđjón E. Hreinberg

Ţađ er engin mengun lengur, og Gréta er ekki ađgerđakona heldur tákngervingur sem er markađssettur af mjög efnuđum áhrifavöldum og yfirtökumafíu. Ekkert okkar fyrirlítur hana sjálfa, ţvert á móti finnur mađur til međ barninu, ţví hún fékk aldrei ađ vera barn heldur var hún sett í ógeđfellda heilaţvotta og útungunarvél áđur en hún varđ ađ fulltíđa konu og síđan gerđ ađ gervidýrlingi davos kommúnismans.

Guđjón E. Hreinberg, 20.6.2023 kl. 16:10

4 Smámynd: Guđjón E. Hreinberg

... jú ég fattađi háđiđ, en ég hef Borgfirskan húmor og hann er dáldiđ sérsniđinn.

Guđjón E. Hreinberg, 20.6.2023 kl. 16:12

5 Smámynd: Ingólfur Sigurđsson

Viđ ţetta er ađ bćta ađ Gréta Thunberg ţjáist auk ţess af einhverfu og lystarstoli frá unglingsárum til dagsins í dag, og ţađ gerir hana sennilega enn viđkvćmari fyrir messíasarkomplex af ţessu tagi - til ađ bćta fyrir annmarka. Ekki ţar fyrir ađ ég sé á móti messíasarkomplex, ég er haldinn honum sjálfur - og fleiri - getur gert gagn - en ţegar manneskja eins og Gréta Thunberg verđur almenningseign og skrásett vörumerki Elítunnar ţá er betra ađ útskýra hvađ er í bođi og í hvers ţágu.

Takk fyrir innlitin og athugasemdirnar allir.

Ingólfur Sigurđsson, 20.6.2023 kl. 20:05

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Fćrsluflokkar

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 663
  • Frá upphafi: 108419

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 528
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband