Persónur eru hér margar þær sömu og í fyrri bókum. Pepító út Sjávargyðjunni, sem var gefin út á frönsku 1988 en 1989 á Íslandi kemur hér einnig fyrir. Nemó kafteinn úr bókinni 20.000 mílur neðansjávar eftir Jules Verne er fyrirmyndin að samnefndri persónu í þessari bók. Margt í þessari myndasögu er fengið að láni þaðan.
Stíllinn er sá sami og á öðrum bókum um Hin fjögur fræknu frá þessum áratug. Vönduð frásögn er ekki þarna heldur bjánaleg, barnaleg og þó spennandi atburðarás og hröð.
Teikningarnar eru nokkuð góðar eins og venjulega, en takmarkaðar vegna söguþráðarins, og einfeldningslegar að vissu leyti þar af leiðandi.
Það er engin framför í þessari bók frá fyrri bókum, eða frá því gæðunum fór að hnigna einhverntímann um 1975, ég myndi segja að bókaflokkurinn hafi verið í lægð á þessum tíma, eða fram til 1993, þegar Hin fjögur fræknu og geimverurnar komu út, sem var mun betri.
En sömu kosti hefur þessi bók og aðrar bækur um Hin fjögur fræknu. Atburðarásin er hröð og ævintýraleg, persónurnar eru litskrúðugar og skrýtnar á sinn hátt, en á sama tíma bjánalegar, enda stílað inná frekar ungan lesendahóp sennilega aðallega.
Persónusköpunin er með eindæmum grunn eins og í flestum öðrum bókum um Hin fjögur fræknu. Nokkuð er um grunna brandara einnig, sem fæstir held ég að kunni mikið að meta.
Fáránleikinn er þó svo mikill að bókin jaðrar við að vera hressileg fantasía, en það finnst mér einmitt aðalkosturinn við allar bækurnar um Hin fjögur fræknu. Þetta er alltaf gleðilesning, en boðskapurinn rýr og ristir mjög grunnt, því miður, langoftast, en ekki alveg alltaf. Einstaka sinnum hitta höfundarnir á eitthvað merkilegt og gott.
Þeir sem elska þessar bækur vilja lesa þessa einnig. Persónurnar verða viðkunnanlegar, ef maður safnar þessum bókum, en 43 bækur komu út á frönsku og 26 á íslenzku, þannig að Búffi, Dína, Lastík og Doksi verða góðir vinir og kunningjar ef maður verður háður þessum bókum, vegna kosta þeirra, sem eru allnokkrir.
Hin fjögur fræknu ferðast um heiminn vítt og breytt og lenda í sakleysislegum ævintýrum sem enda vel en fáránlega oft. Það má segja að þessar bækur auðgi ímyndunaraflið. Þær eru vantmetnar af þeim sem telja þær algjört rusl. Þær hafa nokkuð til síns ágætis.
Hér eru gamalkunnugleg stef. Loftur verður blautur og dettur í sjóinn, Lárus aðstoðarmaður hans hrósar honum og kemur varla neinu öðru í verk.
Léttir byssubardagar og átök, flugvélar sem hefja sig á loft og alltaf eitthvað að gerast, sem hefur engan tilgang annan en að skemmta lesandanum.
Þessar bækur hafa sinn sjarma. Þeir sem kjósa aðeins "vandaðar" teiknimyndasögur og alvarlegar missa af skemmtanagildinu við þessar bækur.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, ...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 83
- Sl. viku: 665
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 487
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.