5.6.2023 | 00:29
Bókagagnrýni: Harðstjórinn Kodo, Svalur og Valur, óútgefin á íslenzku, kom út 1979 á frönsku, eftir Jean Claude Fournier.
Jean Claude Fournier var mjög pólitískur í verkum sínum, og er enn, ef hann er starfandi ennþá. Hann var í Svals og Vals bókum sínum eins og meistari Franquin umhverfisverndarsinni, dýravinur og mannúðarfrömuður.
Þessi bók er hörð ádeila á einræðisskipulagið, og áróður fyrir lýðræðinu. Það er merkilegt en satt að hún varð þess valdandi að hann var rekinn sem höfundur Svals og Vals bókanna, því ritstjórinn var ósamþykkur pólitík í þessum bókum. Þó hefur vinstripólitík einnig komið fram í nýjum bókum í þessum flokki eftir aðra höfunda, þar sem komið er inná femínisma og allskonar þannig nýsárleg pólitísk deilumál, og frjálslyndu stefnunni hampað, og er það nú útgefendunum að skapi. Því má segja að Jean Claude Fournier hafi verið mjög á undan sinni samtíð með þetta.
Sagan gerist í austrinu, í Catung, smáríki rétt hjá Burma. Vel má vera að Norður Kórea hafi þó verið fyrirmyndin, og Kim feðraveldið sem þar hefur ríkt lengi.
Skoðanir eru mjög skiptar um þessa sögu og um allar bækurnar sem Fournier gerði um Sval og Val. Ég hef þó lesið eftir Stefán Pálsson, sagnfræðing og herstöðvaandstæðing að hann haldi uppá þessar pólitísku bækur eftir Fournier, en telji sumar eftir hann samt í lélegri kantinum.
En það er víst almennt talið að Franquin sé meistari sagnabálksins, hinir minni spámenn. Þó er sumt talið gott sem Fournier gerði, eins og að koma með dulræn mál inní bókaflokkinn. Hann er þó talinn afleitur teiknari, því myndir hans eru sagðar líflausar og án allrar spennu.
Mér finnst bókin meðalgóð, miðað við myndasögur almennt, en þó í slakari kantinum. Sérstaklega vegna þess að fyrstu Svals og Vals bækurnar eftir Fournier eru í uppáhaldi hjá mér, og mér finnst þessi daufur endurómur af þeim bókum.
Hér vinna Svalur og Valur með alþjóðastofnuninni WHO, við að koma einræðisherranum Kodo frá völdum, sem tekst í seinna bindinu, en sagan kom út í tveimur hlutum, "Baunir út um allt" heitir seinni bókin, sú síðasta eftir Fournier.
Það er skrýtið að þessi bók hafi þótt of pólitísk 1979. Flestir eru á móti einræðisherrum nú til dags.
Hún mætti alveg koma út á íslenzku, hún er kannski barn síns tíma, en samt merkileg og býsna skemmtileg á köflum. Það er þó misjafnt hvað fólk sækist eftir í svona bókum, skemmtun, húmor, spennu eða boðskap. Ekki er hægt að gera öllum til hæfis, eins og sagt er.
Bókin "Eplavín til stjarnanna" frá 1976 finnst mér til dæmis fyrirtak, um geimverur og Sval og Val, en fæstum er hún að skapi. Hún er einnig eftir þennan höfund.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 31
- Sl. sólarhring: 54
- Sl. viku: 538
- Frá upphafi: 132976
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 406
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.