Hagfræðingar og aðrir fjármálafræðingar eru hættir að tala um stórar lausnir, margir hverjir, allt er gert til þess að þóknast meðvirkum almenningi, sem er uppfullur af móðursýki, femínisma og jafnaðarfasisma.
Bloggarinn Gunnar Rögnvaldsson hefur oft fjallað vel um efnahagsmál og lýst Vesturlöndum sem vonlausu fyrirbæri sem komið er út af brautarteinum á mörgum sviðum. Þær lýsingar hans eru mjög réttar, en nú er það ekki lengur mjög í tízku að fjalla um málin þannig, heldur að taka undir það sem er mjög á skjön við rótgrónar hagfræðikenningar og allskyns fræði sem voru viðurkennd.
Hvað þýðir greiðslufall Bandaríkjanna?
Þýðir það ekki bara í raun að ofurrík elítan fær alræðisstjórn í heiminum með tímanum? Þessir fáeinu aðilar sem eiga 99% af öllum auðævum mannkynsins eignast Bandaríkin fullkomlega, og svo önnur lönd í tímans rás. Er það þetta sem fólk vill, og eru engin landslög, eða þá alþjóðalög sem hindra slíkt?
Hvar er þá jafnaðarstefnan, ef hún er komin í mótsögn við sjálfa sig í glóbalismanum, eða glópastefnunni, glópalismanum?
Gamlir jafnaðarmenn eins og Jón Baldvin Hannibalsson skilja þetta, en útskýra þetta þannig að jafnaðarmennirnir sjálfir hafi svikið hugsjónir sínar, en gamli góði kratisminn standi enn fyrir sínu og sé það eina rétta. Jú, þannig tala líka aðrir sem halda í kenningar sem margir telja úreltar.
Margir hér á blogginu hafa skrifað um að Joe Biden sé líklega versti forseti Bandaríkjanna frá upphafi. Taka þeir gjarnan mið af erfiðleikum í efnahagslífinu því til sönnunar.
Greiðslufall hefði mjög alvarlegar afleiðingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 6
- Sl. sólarhring: 88
- Sl. viku: 610
- Frá upphafi: 132063
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 504
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.