Loftlagsráðstefna VG

Umhverfisverndaáherzlur Vinstri grænna hafa ýtt mér útí að kjósa þá stundum. Áherzlur þeirra í að hjálpa minnimáttar eru líka góðar. Loftslagsráðstefna VG var vel sótt nýlega, ekki vantar það.

Ég er bara róttækari en Vinstri grænir. Þarna á ráðstefnunni töluðu sprenglærðir sérfræðingar eins og búast mátti við. Sumir halda því fram að Vinstri grænir hafi eitthvað bremstað af kapítalistana í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum í þessari ríkisstjórn, en þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson var umhverfisráðherra fannst manni meira gert í umhverfismálum, eins og í sambandi við hálendisþjóðgarðinn sem er mjög metnaðarfullt mál.

Allir flokkar hafa ömurlega galla. Í þessari ríkisstjórn finnst mér allir gallarnir uppi á yfirborðinu en kostirnir komast síður til framkvæmda eða birtast síður. Sjálfstæðismenn hamla umhverfisverndinni sem Vinstri grænir vilja stuðla að og sjálfstæðismenn stöðva ekki alltaf femínísku hryðjuverkin eða öfgavinstrivitleysuna í Vinstri grænum.

Vinstri grænir hefðu ekki átt að selja samvizku sína og baráttumál fyrir völd.

En þegar ég les svona fréttir finnst mér allt fallegt og gott sem þar er sagt og reynt er að stefna að, og þá finnst mér ég eiga heima í Vinstri grænum.

Jafnrétti og kvenréttindi eru fallegar hugsjónir, en raunveruleikinn hefur ekki verið jafn fallegur í þeim efnum. Enda er sagt að þegar fólk reynir að koma á útópísku kerfi sem er of gott til að vera satt snúist það í andhverfu sína. Þannig að eins og margir hafa ritað og sagt, kommúnisminn endurvakinn, og gallar hans ekki sízt.

Nú er svo komið að Samfylkingin, Vinstri grænir og Píratar hafa komið í gegn miklu af mannúðarmálum sínum. Stór hluti landsmanna er ættaður frá öðrum löndum, transfólk hefur hér réttindi, samkynhneigðir, og fjölmargir aðrir sem eiga undir högg að sækja erlendis.

Þannig að ég væri til í hreina vinstristjórn eða að þjóðin fari í Evrópusambandið. Ég er nefnilega mjög þreyttur á hálfkáki Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

Nú þegar Vinstri grænir hafa komið í gegn fóstureyðingafrumvarpi sínu og fleiri mannréttindamálum væri gott að þeir kæmu í gegn hærri almannabótum, virðingu fyrir minnihlutahópum, meiri og harðari umhverfisvernd og slíku.

Evrópusambandið er þrátt fyrir allt félagsskapur Evrópuþjóða, og menningarlega eigum við þar heima.

Smátt og smátt ýtumst við lengra inní þeirra regluverk og stjórnmálamenn okkar verða kerfisbundnari og ófrjálsari. Ekkert virðist hægt að gera gegn þeirri þróun.

Er ekki kapítalisminn á Íslandi búinn að vinna nægan skaða?

Átti ekki nýfrjálshyggjan stóran þátt í Hruninu 2008?

Er úr mjög háum söðli að detta núna með að missa sjálfstæðið enn frekar og klára umsóknarferlið inní Evrópusambandið?


mbl.is Fullt út að dyrum á loftslagsráðstefnu VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 47
  • Sl. sólarhring: 113
  • Sl. viku: 706
  • Frá upphafi: 127249

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 534
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband