Eðlufólkið

Þegar maður verður vitni að því að fólk kemur sér ekki saman og er algjörlega klofið í afstöðu sinni til margra mála fer maður að velta því fyrir sér af alvöru hvort samsæriskenningarnar um eðlufólkið séu sannar. Það eru til margar útgáfur af svona kenningum, en oft ganga þær útá að eðlufólkið tilheyri elítunni og sé að reyna að endurmanna jörðina, ná henni á sitt vald.

Bóluefnaumræðan fær á sig þennan blæ. Fyrst verið er að breyta erfðaefni mannkynsins með þessum mjög svo undarlegu og tilgangslitlu ef ekki skaðlegu breytiefnum, hverjir væru líklegri til þess en geimverur eins og eðlufólkið, mitt á meðal okkar, hamskiptar og lítandi út sem annað fólk?

Maður þreytist á rökræðum. Maður kemst að því að fólk hlustar ekki á röksemdir og gagnaðilann nema einstaka sinnum. Fólk er búið að æfa sig í mælskulist með því að læra af samherjunum réttu frasana, og ákveðnir frasar eru lærðir sem andsvör við þekktum skoðunum andstæðinganna.

Allt þetta verður mjög þreytandi til lengdar, því þetta verður þrátefli, eins og stríðið í Úkraínu.

Ég hef áður fjallað um að mér finnist sem geimverur séu að ná undir sig jörðinni með femínisma. Það er kenning, samsæriskenning, en hljómar sannfærandi og passar við staðreyndirnar, hvernig lífmagnið fjarar úr fólki sem berst innbyrðis.

Síðan er það kynslóðabilið sem mér finnst ákaflega heimskulegt. Af hverju getum við ekki virt eldri kynslóðir, og jafnvel yngri kynslóðir, þó án þess að missa dómgreindina fyrir gamalli speki annarsvegar og svo nýjungum hinsvegar yngri einstaklinga?

En það fyndnasta og skemmtilegasta við samsæriskenningarnar um eðlufólkið er að flestir eru eitthvað pirraðir útí pólitíkusa, bæði vinstrimenn og hægrimenn, og þá er svo auðvelt að grípa til þessara líkinda og kenninga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 47
  • Sl. sólarhring: 114
  • Sl. viku: 706
  • Frá upphafi: 127249

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 534
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband