Raungreinaþvælurnar, eðlisins staða, ljóð 18. september 1988

Þegar maður þarf

að þjálfa sig ég kveð við: Nei!

Gleði mín er gengin frá

góðu borði, og þokan leitar inn.

Strax er sá þig stór var þörf.

Stærðfræði, vélritun, leiðindin byrja.

Ertu fáklædd, eða djörf?

Einhver hittir lofsins skarf...

Fagra, blíða friðarmey

farðu mig að sjá.

Ertu stúlka styrja?

Stefnu mína finn.

 

Tímar tala ei neitt,

töflur fræða, leitt og snautt!

Brautin, félagsfræði tóm...

finnst mér tómt hér, ekki líkt og þá...

Reyndar kunni að reikna víst,

raungreinaþvælurnar, eðlisins staða...

Ekki mér á líf það lítzt,

lostinn einn fær þessu breytt.

Þegar allt er rýrt og rautt

rambar þann á hljóm...

Vil þig gera glaða,

og geð þitt líka fá.

 

Sakna þín við þörf,

þref og skylda, fræðin mörg.

Herdís, þú ert þrýstin, mjúk,

þroskuð ást mín leitar til þín nú.

Hvessir úti? Hvötin sönn...

Hvar ertu núna, ó bekkurinn horfinn!

Gref mig því í geðsins fönn?

Ertu að vinna margvís störf?

Verða skaltu aldrei örg,

eða döpur, sjúk.

Sigur minn er sorfinn,

sálir þráir brú.

 

Málabraut, ei mæt,

mér ei stjórnað fæ ég nú.

Annað kerfið ýtir þræl,

aldrei get mig sætt við skort á þér.

Hér er fátt um harðleg ráð...

hitta þig? Yrða á þig? Tæplega þekki...

Kemst ei nær þér nymfa í bráð,

núna týndur, sál í græt...

Aðeins kannt að elska þú,

alveg rétt með stæl...

aðra vil ég ekki,

ástin burt ei fer.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 18
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 673
  • Frá upphafi: 108429

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 537
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband