11.4.2023 | 00:40
Hvaða áhrif hefur Úkraínustríðið á aðrar deilur?
Okkar utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð, hefur oft sagt að stuðningur við Úkraínu sé fyrirbyggjandi til að aðrar stórþjóðir geri síður slíkar árásir. Rökstuðningur hennar er Copy/Paste eftir Biden Bandaríkjaforsetja, Selenskí Úkraínuforseta, Stoltenberg Natóherforingja og þesskonar stríðshaukum. Mér finnst bara eins og þessi rökstuðningur haldi ekki vatni. Nú sjáum við aukna spennu og stríðsátök á milli Palestínu og Ísraels, Kína og Taiwan, og Norður-Kóreu og Japans. Spurningin er: Hver eru tengslin þarna á milli?
Allir nema brjálaðir stríðsæsingamenn sjá að stigmögnunin eykst með því að senda Úkraínumönnum vopn en minnkar ekki. Það er grófasta móðgun við almenning að stjórnmálamenn landsins haldi öðru fram en að það stigmagni ástandið að senda vopn til Úkraínu. Fólk er annaðhvort hrætt við valdið eða þá meðvirkt í stríðsæsingnum, hvorugt er gott.
Ég held að Kínverjar skynji skilaboðin með gífurlegum vopnasendum til Úkraínu sem svo að Vesturlönd séu stríðsóð ekkert síður en Rússar. Þar með telja þeir góðan dag til að ögra Taiwan.
Donald Trump hinn kjaftfori og montni Bandaríkjaforseti sem var hæddur og níddur, dreginn sundur og saman í háði, var sá forseti sem dró Bandaríkin útúr stríðum og fór að takast á við vandamálin í Bandaríkjunum sem eru að eyða þeim innanfrá.
Þá er bent á eitt, að kynþáttaólga færðist í aukana í stjórnartíð hans og hann vill ekki banna vopn.
En vopn drepa ekki heldur fólkið sem notar þau. Kynþáttaólga er birtingarmynd á því vandamáli að neita að aðskilja fólk eftir skoðunum og útliti eins og kannski hentar því betur.
Donald Trump gaf heiminum von. Alrangt er af Joe Biden að Úkraína gefi heiminum von. Er von heimsins stríðsæsingur?
Með því að kjósa Joe Biden var farið beint aftur í fortíðina, í kalda stríðið, og í seinni heimsstyrjöldina jafnvel. Donald Trump er framtíðin, að þora að takast á við vandamál og vera kallaður rasisti fyrir vikið.
Pistill Arnars Sverrissonar sem Egill Helgason og fólk sem er sammála honum þolir ekki hefur fengið yfir 300 þumla lesenda hans, svo vissulega eru margir ósammála Agli Helgasyni og RÚVurum sem hneykslast. Það er stuðningsyfirlýsing til þeirra sem þora að ögra viðteknum skoðunum og kafa djúpt eins og Arnar hefur gert.
Það verður að þora að tala um hlutina til að komast að niðurstöðu, og það verður að þora að koma með lausnir eins og Donald Trump.
Þetta Úkraínustríð hefði aldrei átt að hefjast.
Sjálfstæði er ímyndun og ekkert annað í nútímanum. Selenskí lifir í ímyndun Vesturlanda ef hann trúir á slíkt. Klafi og ok Nató og ESB er þungur baggi ósjálfstæðis og reglugerðafargans og mannréttindabrota undir nafni mannréttinda.
Við Íslendingar erum ekki sjálfstæðir fyrir fimm aura. Við erum nýlenda Bandaríkjanna og ESB, hugmyndasnautt fólk erum við upp til hópa, sem alveg eins getum verið í ESB, því ráðherrar okkar dýrka að hlýða slíku valdi en ekki sækjast eftir frelsi og sjálfstæði.
Kínverjar hefja heræfingar í kringum Taívan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
- Dyrfjöllin að Hábraut 4 í Kópavogi - í bernskuupplifun minni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 197
- Sl. viku: 659
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 503
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan dag Ingólfur.
Þessi harðorði pistill þinn er sannarlega orð í tíma töluð.
Þessi ádeila þín á beljurnar hér í bandi NATO og aðra talsmenn þeirra er sorglega sannur, en eins og þú bendir líka á, þá eru stöðugt fleiri landsmenn að vakna til meðvitundar um ástandið - Tak fyrir þessa vatnsgusu.
Jónatan Karlsson, 11.4.2023 kl. 07:11
Mér fannst Trump ætíð kjáni í sínum gjörðum en núverandi forseti virðist lítið skárri ,einkennilegt að ekki skuli finnast í Bandaríkjunum forseti sem er andvígur helstefnu á jörðinni,því vopnavald er ekkert annað en helstefna og virðist Pútin æsa Kínverja til hernaðarumsvifa gagnvart Taivan og afsaka þannig eigin gjörðir gegn Úkraínu. Vopnaframleiðundir allsstaðar í heiminum kynda undir stríðsrekstri til þess að hagnast sem mest á óvildinni á milli þjóða,ráðamenn bíta á agnið og láta plata sig í stríð þó svo enginn vilji stríð af almenningi sem er undrandi á vilja ráðamanna.Helstefnan ræður ríkjum en ekki vilji almennings.Það vantar vitræna leiðtoga er vilja raunverulegan frið og láta ekki stjórnast af þeim er framleiða vopnin. Það vantar kærleikann á milli fólksins almennt og ekki síst á milli ráðamanna þjóðanna en ekki valdagræðgishugsun og helstefnu,sem nærir eingöngu öfl sundrungar og ósamstöðu.
Sigurgeir Árnason, 11.4.2023 kl. 08:51
Þakka ykkur innleggin og athugsemdirnar báðir. Trump er kannski með merkilegri pólitíkusum í mannkynssögunni, þrátt fyrir galla sína.
Ingólfur Sigurðsson, 11.4.2023 kl. 15:33
Frábær pistill hjá þér Ingólfur.
Gleymum því ekki að sonur Bidens startaði þessari geðveiki 2014 og NATO
tók þátt í því líka. Svo þegar Biden verður forset, þá var það eins og að reka löngutöng framan í Pútín.
Hann hefði aldrei farið í stríð ef Trump hefði setið sem forseti, enda eini froseti USA sem ekki hefur farið í stríð.
Demókratar hafa alltaf verið stríðsæsingamenn og aldrei friður þegar þeir eru við völd.
Svo má ekki gleyma að sumir fengu Nóbels verðlaun fyrir að vera í stríði, samanber Obama.
Þar með voru þessi virtu verðlaun gjaldfell í ruslið og ekkert mark takandi á þeirri akademíu aftur.
Sigurður Kristján Hjaltested, 11.4.2023 kl. 15:39
Þakka þér fyrir mjög góða athugasemd Sigurður, hún bætir fleiri upplýsingum við pistilinn. Já, ég hef lesið blogg þar sem menn telja Obama bera ábyrgð á þessu líka, og varla verri forsetar hafi stjórnað í Bandaríkjunum. Veit ekki með það með vissu, en um það leyti byrjaði þessi atburðarás, og staðgengilsstríðið 2014 segja sumir.
Ingólfur Sigurðsson, 11.4.2023 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.