30.3.2023 | 00:02
Þegar hugvísindafólk Háskólans mótmælir Áslaugu Örnu má segja að hún sé á réttri braut og vinni gegn þjóðfélagsverkfræði menningarmarxista.
Ég er ánægður með Áslaugu Örnu iðnaðar og nýsköpunarráðherra núna. Það var frétt um það 28. þessa mánaðar á Stöð 2 að hún ætli að móta Háskólann meira að þörfum atvinnulífsins. Það sýnir að hún er sér meðvituð um að skólar eru uppeldisstofnanir fyrir marxista og að þjóðfélagsverkfræðin sem þar er ástunduð er búin að vinna mikinn skaða, í átt frá sjálfstæði í átt að sofandi alþjóðavæðingu.
Það sem sannfærði mig um að hún væri að gera rétt með þessu var að viðmælandinn kvartaði um að eðlilegt háskólastarf væri í hættu útaf þessu. Gott er að gleyma því ekki að neitandi forskeyti þarf framanvið ýmis svona orð vinstriaflanna.
Þegar vinstrimenn brjálast útí hægrimenn þá fyrst eru hægrimenn eitthvað að gera rétt. Það sést bezt á fjaðrafokinu í kringum Jón Gunnarsson.
Um áratugaskeið hefur allt skólakerfið frá fyrsta skólastigi til hins hæsta verið í gíslingu þjóðfélagsverkfræðinga kommúnismans, og hefndarhugur þeirra hefur verið miskunnarlaus eftir hrun kommúnismans 1991. Eftir það hefur verið stefna þeirra að láta reiða og beizka femínista leggja kapítalismann í rúst.
Þar hefur barninu verið fleygt út með baðvatninu, skemmst er frá því að segja.
Fréttin á Stöð 2 var byggð á háðsgrein sem Geir Sigurðsson forseti Mála og menningardeildar á Hugvísindasviði Háskóla Íslands skrifaði á Vísi, "Leggjum niður hugvísindi."
Fréttakonan tók viðtal við hann í fréttinni. Þar komu þessar setningar: "Óhugnanleg aðför að akademísku frelsi", "í anda nýfrjálshyggju", "útungunarvél fyrir atvinnulífið", "hygla tilteknum greinum sem eru góðar fyrir atvinnulífið en vanrækja greinar sem stuðla að heilbrigðri menningu". "Við megum aldrei láta Háskólann verða útungunarstöð fyrir atvinnulífið, þá held ég að við séum að fara í mjög varasama átt."
Allt sem þessi háskólamaður sagði var í andstöðu við skemmtilega og fróðlega pistla Guðjóns Hreinbergs þar sem hann hefur skrifað um marxískt skólakerfi sem er útungunarstöð fyrir öfgavinstrifólk sem vill stjórna öðrum og vinna við mannfjandsamlega þjóðfélagsverkfræði, sem réttast er að flokka sem kúgunarkerfi og ekkert annað, undir fínlegu yfirborði húmanisma og mannréttindastefnu.
Það er svo margt lýsandi og skemmtilegt við þessar setningar sem Geir sagði, sem er einu ári eldri en ég, fæddur 1969. Sérstaklega þegar hann lýsti heilbrigðri menningu í háskólunum að hans mati. Það eru víst firna margir ekki sammála þeirri skilgreiningu hans.
Það er nú svo að þetta akademíska frelsi er mjög umdeilt fyrirbæri, og margir sem halda því fram að það sé einmitt ekki frelsi, heldur niðurnjörvað kerfi sem fylgir klásúlum og kennisetningum erlendra fræðimanna, Woke mannkynsfrelsara einkum og sér í lagi.
Ég gæti trúað því að Áslaug Arna hafi lesið fræðandi og góða pistlana eftir Guðjón Hreinberg, eða þá svipað efni, enda eru auðvitað margir sammála, en taka bara efnið misjöfnum tökum og stíllinn er ekki sá sami hjá fólki.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma manni skemmtilega á óvart. Þrátt fyrir sundurleita ríkisstjórn gerólíkra afla er lífsmark með Sjálfstæðisflokknum. Flokkur fólksins veldur manni hinsvegar vonbrigðum, að taka þátt í aðförinni að Jóni Gunnarssyni. Það virðist manni vera hefnd gagnvart honum að standa sig vel og vinna gegn botnlausri skammsýninni í vinstriflokkunum.
Segir gagnrýni á fjármögnun misskilning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Gamanvísur, ljóð frá 14. apríl 1983 - æskuverk - dægurlagatexti
- Gróðahyggjan hefur náð til Kína og þar er hún komin á stera. ...
- Eitt glæsilegasta afrek Bjarna Benediktssonar var að leyfa hv...
- Finnst mér Rembrandt leynast víða, ljóð frá 8. febrúar 1988
- Umhverfisvernd VERÐUR að hafa meiri áhrif, stöðva hamfarahlýnun!
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 21
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 509
- Frá upphafi: 132459
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 396
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð grein og tek ég alveg undir það sem þú segir þarna. Vil ég sérstaklega benda þér á viðtal við Ragnar Árnason prófessor Emerítus við HÍ á Útvarpi Sögu, þar sem hann sagði að menntkerfið hér á landi væri í lamasessi. Og eins og fram kemur í blogginu þínu eru fleiri á þessari skoðun og menn eru síður en svo sáttir við það að Háskóli Íslands skuli vera LÆGRA SKRIFAÐU en "einkarekinn" borgarháskóli.......
Jóhann Elíasson, 31.3.2023 kl. 08:56
Menntakerfið er misnotað til að móta heimsýn fólks í þágu nýlenduherranna.
Helgi Viðar Hilmarsson, 31.3.2023 kl. 20:54
Þakka ykkur fyrir. Er algerlega sammála. En hægrimenn geta vaknað af dvalanum, sem er aðeins byrjað að gerast. Þá fá marxistarnir aðhald.
Þegar fólk fer að ráða menntun sinni meira sjálft með sjálfsmenntun á netinu, þá verða skólarnir meira óþarfir, eins og fjölmiðlarnir opinberu eru að verða.
Vandinn er þó að Google/Fésbók/Twitter eru miðstýrð fyrirtæki.
Lausnin er einhvernveginn að fólk fái völdin.
Ingólfur Sigurðsson, 31.3.2023 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.