Vestrænt lýðræði er ekki gallalaust

Fleiri en ein fjöldaskotárás á dag í Bandaríkjunum. Það segir sína sögu og er svo sláandi að rétt er að vekja athygli á því. "Meira en" í þessu sambandi er orðið viðurkennt orðalag, en er enskusletta samt, það er þýðing á "more than", en eðlilegra er í íslenzku að segja fleiri en, þar sem fjöldaskotárásir er hægt að telja.

Þetta er hið vestræna "lýðræði" sem reynt er að verja með vopnavaldi gegn Pútín og slíkum svonefndum einræðisherrum, sem víkja útfrá því á einhvern hátt.

Fréttirnar af þessu sorglega máli hafa verið lýsandi fyrir hvað fréttamenn eru ráðvilltir þegar kemur að afbrotafólki úr vel skilgreindum minnihlutahópi. Fyrst var sagt að kona hefði verið að verki, síðan að gerandinn hafi verið transmaður, og nú er farið að segja að karlmaður hafi verið að verki, eða bara árásarmaður. Í fréttinni "Keypti sjö skotvopn í aðdraganda árásarinnar" má lesa:"Hale sem var 28 ára gamall"... "að hann ætti skotvopn", "She was armed with these 3 guns" í meðfylgjandi mynd. Hvað er rétt og hvað er í samræmi við það sem transfólk vill láta segja um sig?

Helga Dögg Sverrisdóttir vakti fyrst athygli á þessu, en hún hefur fjallað um þetta efni og sýnt hliðar sem sjaldan er fjallað um.

Í sumum löndum er nú farið að efast um hvað sé rétt að gera í þessum málum eins og hún hefur skrifað um. Er þetta einn eitt dæmið um það þegar Íslendingar verða fyrstir í breytingum sem reynast síðan eitthvað varhugaverðar eða tízkufyrirbæri? Við áttum fyrsta samkynhneigða forsætisráðherrann, Jóhönnu Sigurðardóttir.

Hollywood er miklu meira en afþreyingarframleiðslustöð. Það er trúboðsmiðstöð gilda sem eru að renna sitt skeið og gallarnir á þeim gildum eru allsstaðar að koma í ljós. Jafnaðarfasismi er rétta orðið yfir ástandið í okkar heimshluta, og jafnaðarmennirnir á Alþingi Íslandinga ekki lengur að tala úr hásæti heilagleikans eða einhvers sem er gagnrýnilaust viðurkennt heldur hnignandi heimsveldi.

Menningin er hrunin, skrifaði ágætur bloggari. Eftirminnileg orð og rétt.

 


mbl.is Meira en ein fjöldaskotárás á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 21
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 602
  • Frá upphafi: 105417

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 474
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband