Skoðun er á skýi, ljóð frá 23. febrúar 2017

Sama er mér, skoðun er á skýi.

Hún skautar framhjá, talar fyrir aðra.

Ég þegninn hlýðni, þörf mín er í fríi,

og þó er tjáð mér: Hún er eiturnaðra!

Mig jarðar vani ef ég er þessi nýi,

á jörð er engin sem meir kann að blaðra!

 

Ei gengur þetta, fullnægð önd er ekki,

við eyðum fénu, nennum hér að slóra.

Mér finnst ég vera fífl að þola hlekki.

Við fyllum okkur, pöntum stöðugt bjóra.

Ef segi eitthvað rangt ég svannann svekki!

Ó svigrúm nauma, kvennaríki stóra!

 

En varla get ég orði inn nú stungið

utan dagskrár; leik nú smástrák hlýðinn,

og heldur get ei holdið dýrt um sungið,

því hér er keyptur aðall býsna stríðinn,

og þið í svörtu börnum út nú ungið,

en engladrós við barinn skelfur kvíðin.

 

Ég læri svo sem líka og það mér nægir,

því ljóskan kann svo margt sem ei ég þekki,

en hér á velli alls mér smá þó ægir,

því áfram þýtur tíminn, sýnir hrekki,

og okkur, þrælum andans lítt því vægir.

Við aðeins leikum hlutverk, dauða sekki.

 

Hún stjórnar okkur; dagskrá hennar hlýði,

þókt hér sé margt að læra vil ég annað.

Ég bjarga mér þókt bekk um vart upp skríði.

Æ böl er það að fá ei mýkt nú kannað!

Ég fíla þetta en á í innra stríði;

en ef ég reyndi, gerði margt þá bannað?

 

Að hösla núna held ég trauðla gengi,

því hún vill kenna okkur ritlist daman,

og þókt ég nótt að neðan snemma fengi

er nóg það ei ef byrjum þó ei saman.

Ég varla héngi á vínbar svona lengi,

ef væri hún ei snotur mjög að framan.

 

Ég mæti ennþá, bar og bjór í togar,

þókt brosi nú ég tel mig lúta gríði,

og snotur daman snemma eitrið sogar,

ég snati er í búri, margs þó kvíði.

Ó fögru línur, lífs míns ástarbogar!

Mig langar svo, á masið þögull hlýði!

 

Ég kann mitt fag en konu þessa lofa.

Ég kæmi ei hingað annars, fljóð mig seiðir,

því ymsir vilja enn meður meyjum sofa,

en mannskæð villan þjóð til kvala leiðir.

Ég missi losta; ýtt er enn á rofa.

Með ytra byrði hún mig stöðugt veiðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 136
  • Sl. viku: 611
  • Frá upphafi: 133082

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 469
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband