Erum við sjálfstæð á yfirráðasvæði Hollywood? Núverandi stjórnvöld stunda allt annað en hlutleysisstefnu.

Þegar einhver rökstuddi það í fjölmiðlum nýlega að Ísland ætti að vera með eigin her orðaði hann það þannig að Nató eða aðrir erlendir herir gætu ekki brugðizt eins fljótt við og innlendir aðilar, og því væri nauðsynlegt að stofna innlendan her. Þetta er svo sem rétt, en þá krefst það líka að um góðan og þjálfaðan her sé að ræða sem stenzt samanburð við það sem erlendis gerist, þótt hann sé lítill.

Það er álitamál hvort yfirleitt sé hægt að verja landið með innlendum eða erlendum her. Þó er ég á því að það geti verið hollt til að efla samheldni og þjóðerniskennd að vera með íslenzkan her, þótt ekki sé nema lítinn.

Ég ólst upp við að Nató væri sterkt og gott bandalag, en þegar ég fékk áhuga á kommúnisma í Digranesskóla varð ég andvígur Nató og nú finnst mér að þjóðin hafi verið blekkt. Nató sér um að framfylgja heimsvaldastefnu sem er helstefna Vesturlanda, og Ísland missti sjálfstæði sitt um leið og brezki herinn gekk hér á land. Þannig að Ísland var ekki sjálfstætt nema frá 1918 til 1940, samkvæmt því.

Enn má sjá það í stjórnmálunum og hjá almenningi að við erum á áhrifasvæði Hollywood og sjálfstæði okkar fer þverrandi og finnst varla hjá ungu fólki. Tungumálinu fer hnignandi og allri menningunni. Ný sjálfstæðisbarátta þarf að hefjast, ekki máttlausari en sú sem Fjölnismenn stóðu fyrir.

Það þarf að gefa boðskap Arnórs Sigurjónssonar og annarra góðan gaum um íslenzkan her og nauðsyn hans. Ekki er ég svo sem sannfærður, því einnig er rétt að hlutleysið er oft bezta vörnin. En við erum ekki lengur hlutlaus þjóð, eftir að Katrín og Þórdís sleikja sig upp við Selenskí eins og enginn sé morgundagurinn.

Lönd ættu að stefna að því að fá sjálfstæði sitt með því að losna undan Nató og Hollywood, með því að losna undan engilsaxneskum áhrifum og ESB ofríkinu.

Innganga Svíþjóðar eða Finnlands í Nató tryggir ekki að ekkert hörmulegt gerist, hvorki á friðartímum né stríðstímum, ógnirnar verða aðrar, það er allt og sumt.

Jafnvel gæti verið þetta verið spor í ranga átt, og stækka gjána sem er nógu stór í heiminum á milli heimskerfanna.


mbl.is Erdogan greiðir leið Finnlands að NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 178
  • Sl. sólarhring: 197
  • Sl. viku: 747
  • Frá upphafi: 127183

Annað

  • Innlit í dag: 108
  • Innlit sl. viku: 558
  • Gestir í dag: 100
  • IP-tölur í dag: 100

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband