Gamli og refsigjarni guðinn í Biblíunni, Jahve.

Sem svargrein við grein Guðjóns Hreinberg þar sem hann reynir að gera lítið úr guðum og gyðjum fjölgyðistrúarbragða skrifa ég hér grein þar sem ég bendi á nokkrar ástæður fyrir því að vera fjölgyðistrúar frekar en eingyðistrúar, og er af nógu að taka og væri hægt að iðka það vikulega að finna ástæður til að vera ekki eingyðistrúar.

Það vill nú þannig til að ég hef verið að blaða í bók sem ég fékk á bókasafni nýlega, en bókin heitir "Um Guð", og kom út 2010. Höfundur bókarinnar, Jonas Gardell var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við guðfræðideild háskóland í Lundi árið 2008, og það sýnir að þessi bók er kristnu fólki að skapi, innan háskólasamfélagsins að minnsta kosti, því svo samheldið er háskólasamfélagið á Vesturlöndum að það sem er viðurkennt í einu landi er það yfirleitt annarsstaðar líka.

Í þessari bók er oft og einatt mynd dregin upp af guði Biblíunnar sem skapvondu og refsingafíknu gamalmenni, en margar aðrar hliðar guðsins Jahve skoðaðar líka, og því er lýst hvernig hann er samsuða úr fjölmörgum heiðnum guðum í eldri menningarsamfélögum.

Í þessari bók er því vel og vandlega lýst hvernig guð Biblíunnar tekur yfir heiðna guði sem eru ofsóttir og níddir, og bannað að trúa á þá. Dæmigert fyrir stjórnmálamann sem vill komast til valda, og útmáir þá sem hann rænir völdum frá.

Þannig er ættbálkurinn eða þjóðin Ísra-el samsett orð, sem merkir: "Megi Guð vísa styrk sinn" eða "Sá sem berst með Guði".

El var nefnilega guð annarra þjóða, Kaanverja ekki sízt. Áður en þetta mótaðist og Abrahamstrúarbrögðin (eingyðistrúin) urðu til, var þetta hjörð fólks sem hélt sig við heiðin trúarbrögð nágrannaþjóðanna. Þannig var El um tíma máttugasti guðinn meðal hinna heiðnu Hebrea sem síðar varð ættbálkaguð, lagði sig niður við það að þjóna sem ættbálkaguð, eins og þetta er orðað í þessari bók Gardells.

Ekki nóg með það. Í bókinni er Jahve lýst sem klækjarefi eins og Loka Laufeyjarsyni, einhver sem lætur draga sig inn í smásmuguleg svik og pretti, en Jakobi er lýst sem svikara og algerlega siðblindum einstaklingi. Þetta eru nú sumar hetjur Biblíunnar, svona er þeim lýst af fræðimönnum í Guðfræðideildunum.

Guð Abrahams og guð Ísaks eru heldur ekki sömu guðirnir upphaflega heldur tveir.

"Jakobs volduga", (þýðing á einu guðsheiti í Gamla testamentinu) má einnig þýða og skilja sem "Naut Jakobs", en El og Baal, vinsælir guðir Kaanverja voru einmitt oft táknaðir sem naut.

Gardell telur sennilegt að fyrsta guðshugmynd Biblíunnar sé af sterku og þróttmiklu nauti, eins og El og Baal voru táknaðir oft.

Í annarri bók á ensku má lesa um það að ástæðan fyrir því að Jahve bannaði átrúendum sínum að gera af sér eftirmyndir að hann hafi verið eða sé geimvera sem líkist skriðdýri eða risastóru skordýri, og að trúin á hann hefði horfið ef hann hefði leyft fólki að sjá útlit sitt. Allavega reyna menn að skýra þetta út, og þetta er skýring sem virðist rökrétt.

Jahve er stríðsguð, og þessvegna viðurkenna ekki gyðingar Jesúm Krist sem frelsara, því hann kom ekki sem stríðsguð heldur blanda af verkalýðsleiðtoga, græðara, byltingarmanni, heimspekingi og ýmsu öðru.

Það er erfitt að trúa því að Jahve sé almáttugur og góður guð, þegar honum er lýst sem hefnigjörnum og afbrýðisömum í Biblíunni, vill sitja einn að völdum, ekki má tigna aðra guði, og veldur eyðileggingu þegar hann reiðist. Hann gæti einnig minnt á uppreisnargjarnan ungling eða skapstyggan einræðisherra og kúgara.

Í Saltaranum eru sálmar sem voru kaananískir og fjölluðu um þrumuguðinn Baal, en eru tileinkaðir Jahve. ("Guð dýrðarinnar lætur þrumur drynja...").

Að eigna sér fylgjendur heiðninnar og ræna menningararfi heiðinnar þjóðar og eigna sér hann, það er þetta sem Jahve hefur gert, eða fylgismenn hans. Auk þess að gera lítið úr heiðnum trúarbrögðum sem notuð eru sem efniviður, skrumskæld og afskræmd eftir hentugleikum, og púkar og djöflar sagðir þeir hverra Jahve tekur á sig mynd. Er hann þá ekki faðir lyginnar, Jahve sjálfur?

Í einum kafla bókarinnar er því lýst hvernig Jahve leyfir Móse að horfa á bak sitt, höfuð, herðar, axlir, handleggi, rass, fóttleggi, en ekki andlitið, það fékk enginn að sjá, jafnvel talað um að þá myndi fólk ekki halda lífi.

Þetta er nokkuð sem ekki fer hátt meðal þeirra sem telja fjölgyðistrúna syndsamlega en ekki eingyðistrúna. Þarna er Jahve, guði Biblíunnar lýst sem efniskenndum manni, með mögulega minnimáttarkennd útaf útliti sínu, ljótleika andlits síns kannski, miðað við að fólk mátti ekki sjá það. Eða taldi hann sig svo fallegan að fólk félli í stafi við að sjá andlit sitt? Eða vildi hann ekki þekkjast? Traustvekjandi?

Það er ekki hægt að samræma guðshugmyndir Biblíunnar stendur einnig í þessari bók, því þær koma úr ólíkum áttum.

Kristið fólk sem gerir lítið úr heiðnum trúarbrögðum er ekki samkvæmt sér sjálft, því efniviður Biblíunnar kemur næstum allur úr öðrum ritum, eða að langmestu leyti, úr heiðnum ritum fyrst, en úr heimspekiritum í Nýja testamentinu, til dæmis ritum Essena sem voru með svipaðar kenningar og Jesús Kristur.

Eins og lýst er í bókinni "Um Guð" er guð Biblíunnar sennilega ekki til, hann er samsuða úr heiðnum guðum. Það er ekki sagt með þessum orðum, en lesandinn hefur það á tilfinningunni. Heiðnir guðir hafa að minnsta kosti meiri trúverðugleika, því ekki er hægt að rekja það svona nákvæmlega að þeir séu skáldskapur. Ef menn vilja trúa því að guð Biblíunnar sé til, þá er erfitt að rökstyðja að hann sé sá sem hann þykist vera, skapari en ekki skaðvaldur og kúgari, einræðisherra.

En miðað við stjórnleysi nútímans er kristnin þó skárri, og islam og öll þessi eingyðistrúarbrögð, á meðan lög og reglur gilda sem farið er eftir. Nú er þó svo komið að jafnvel islömsku ríkin fara að liðast í sundur vegna kvenréttinda, og sumsstaðar hafa slíkar breytingar orðið.

Ég hafna alfarið því lýðskrumi sem sértrúarsöfnuðir flestir boða og jafnvel Þjóðkirkjan núorðið, að Guð Biblíunnar sé það sem Bob Dylan lýsti í "When You're Gonna Wake Up": "You think he's just an errand boy to satisfy your wandering desires".

Á okkar máli:"Þú heldur að Guð sé bara senditík fyrir þig til að snattast og láta undan öllum duttlungum þínum".

Þarna skýtur Bob Dylan ofdekurshugmyndirnar um Guð Biblíunnar í kaf með einni einfaldri setningu. Þetta gaf hann út 1979, og eftir þetta búið að búa til enn léttúðugri fígúrur úr Jahve og Jesú Kristi og öðrum í Biblíunni af þeim sem mest völdin hafa innan kirkjudeildanna í heiminum.

En ég veit meira. Menn geta búið til guð, stillt sig til sambands við mátt, guð eða púka eða djöful, með átrúnaði sínum. Þannig að jafnvel þótt Jahve gæti hafi verið skáldskapur upphaflega er hann það ekki endilega í raun, þegar slík trúarbrögð eru orðin til. Þetta lýtur að stillilögmálinu sem dr. Helgi Pjeturss uppgötvaði og er náttúruvísindi en ekki falsvísindi nútímans.

Þetta er nóg fyrir fólk að meðtaka í bili.

Ég vil bara enda pistilinn á því að ekki finnst mér skárra það sem nútíminn er, þar sem allir hafa gert sig að eigingjörnum guðum eða djöflum. "(Og að því stefnir öldin að auka höft og bann og eignast ótal fursta en engan frjálsan mann), orti Davíð Stefánsson og varð sannspár um þann nútíma sem við tilheyrum.

Hver einstaklingur vill verða eigingjarn fursti sem hlær að öllu sem áður var talið heilagt, og gerir grín að hefðum, siðum og boðorðum. Það finnst mér ekki gæfulegt.

Þrátt fyrir allt eru boðorðin tíu merkileg og margt annað í svona miklu riti frá svona löngum tíma eins og Biblían er, þannig að hvernig svo sem má efast um Jahve og Jesúm Krist, þá eru þetta miklar bókmenntir og eitthvað sem fólk hefur stutt sig við lengi.

En það er alveg vonlaust að ætla að gera lítið úr heiðnum guðum og gyðjum. Biblían sjálf varð til einmitt úr þannig efniviði, eins og fólk lærir um í Guðfræðideildum háskólanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 14
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 517
  • Frá upphafi: 132089

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 411
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband