6.3.2023 | 05:22
Vorið, kapha, og ýmis forn fræði
Eiginlega finnst mér skemmtilegra að fjalla um jákvæð og uppbyggileg málefni en eitthvað sem veldur áhyggjum og lýtur að vandamálum. Nýr pistill Guðrúnar Kristjánsdóttur finnst mér áhugaverður, ég hef ekki nóg sökkt mér ofaní þetta, en eitthvað þó.
Kapha mun þýða slím á íslenzku, og sameining jarðar og vatns, og lífverur háðar því. Blótin til forna komu jafnvægi á orkustöðvar mannsins og einnig jafnvægi á alheiminn í víðara samhengi, en nútímamenningin er því miður lítið tengd þessari vizku, ef nokkuð.
Í bók Þorvalds Kristjánssonar um áhrif Keltanna á okkar land, eða eins og hann gizkar á að þau hafi verið, er minnzt á gyðjuna Brigid. Hún er verndari búfjár, mjólkurvöru, ölgerðar, helgra brunna og linda. Merkilegt að verkfallið ógnaði því að landsmenn fengju nóg af slíkri vöru til sín. Heimir Már Pétursson fréttamaður hefur gert meira gagn en margur stjórnvitringurinn með vandaðri þáttastjórn og að taka ábyrgð á vandanum á sig með gagnrýnum og góðum spurningum til deiluaðila, sem skiluðu árangri og neyddu þau til að komast að skilningi og samkomulagi.
Friggjarblótið mun hafa verið á sama tíma og Brigidarmessan, í kringum afmælisdag Katrínar forsætisráðherra, 1. febrúar, samkvæmt bók Þorvaldar.
Helgiathafnir heiðinna manna snúast allar um hringrásir af einhverju tagi, eða það eru flestir sammála um það. Friggjarblótið fjallar um hjónabandið og ástina í grunninn og söguna um það þegar Frigg gaf sig Óðni sem eiginkona, eftir stormasöm atvik þar á undan.
Um leið fjallar þessi goðsögn um endurnýjun og hringrás, því hún fjallar um fæðingu og dauða líka. Hún kemur úr tröllaheiminum og deyr sem tröllskessa en endurfæðist sem Ásynja með því að verða kona Óðins.
Um leið er ógnum heimsendist bægt frá, nokkuð sem verður sífellt erfiðara fyrir okkar jörð og okkar mannkyn. Náttúruöflin eru sefuð.
Vel gæti ég trúað að Brigid og Frigg séu sama gyðjan, og einnig er mögulegt að ekki sé um sömu gyðju að ræða, heldur hafi dýrkunin á Brigid meðal Kelta haft áhrif á forna norrænna menn og þeirra helgihald, að gyðjan Frigg hafi verið til en jafnvel fengið nýtt heiti í stíl við það keltneska, eða þá tekið á sig eiginleika frá henni, vegna áhrifa Kelta á norræna og germanska menningu.
Þegar allt kemur til alls má segja að Keltar séu hluti Germana, og Vanadýrkenda, og á tímum Sesars var þetta allt talið það sama meðal Rómverja oft, þótt sumir gerðu greinamun á þessum ættbálkum og þjóðum sem tilheyrðu Evrópu til forna og gengu undir ýmsum heitum.
Orðsifjafræðin segja okkur, hin hefðbundna orðsifjafræði, að Frigg merki einfaldlega Frú, eða Drottning, eða Eiginkona, en það hefur mér aldrei þótt mjög trúanlegt. Það er nefnilega þannig með orðin að þau geta komið úr ýmsum áttum og þýtt ýmislegt.
Ég tel að orðið frigid á ensku sé dregið af gyðjuheitinu Frigg, kynköld eða kynkaldur. Það er vegna þess að sumt í Friggjarblótinu bendir til þess að samskipti þeirra hjónanna Óðins og Friggjar séu stormasöm og að það skiptist á ástríkir og ástlausir kaflar í því með kerfisbundnum hætti, eins og gert er ráð fyrir árstíðum í náttúrunni sjálfri, jarðlífinu.
Eins þversagnakennt og það er held ég raunar líka að orðið frygð á íslenzku sé dregið af gyðjuheitinu Frigg, því Frigg er þetta tvennt og svo miklu meira.
Í bók Þorvaldar um Keltana eru mörg áhugaverð atriði. Þrátt fyrir að ekki sé hægt að vita með vissu um fortíðina er það víst að Keltar og norrænir menn áttu samskipti til forna. Útlitslegur munur á þeim vafalaust sáralítill, enda talið að rauða hárið komi frá Írum og Skotum, og þá ljósa hárið frá Noregi og Norðurlöndum.
Enda er talið að stór hluti landnámskvenna hafi komið frá Bretlandseyjum samkvæmt erfðarannsóknum, en meginhluti landnámskarla frá Noregi. Þær niðurstöður verða að teljast býsna traustar.
Eitt af því sem er áhugavert við heiðin trúarbrögð eru leyndardómarnir sem umlykja þau. Kristnir guðfræðingar hafa skrifað ósköpin öll um Biblíuna, en frumheimildir skortir, skráðar á þeim tíma þegar heiðnu trúarbrögðin voru í blóma.
Því verður fólk að nota innsæið til að upplifa þau trúarbrögð. Sumt er þó vitað með vissu.
Í pistli Guðrúnar skrifar hún að kapha fyrirgefi eins og jörðin. Það sama hef ég heyrt sagt um gyðjuna Frigg, og þá má segja að hún gegni svipuðu hlutverki og María mey, sem kom í staðinn fyrir heiðna gyðjudýrkun í kaþólsku trúnni og gerir enn.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, ...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 83
- Sl. viku: 665
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 487
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þorvaldur Friðriksson er höfundur bókarinnar "Keltar, áhrif á íslenska tungu og menningu", en hann er óvart rangfeðraður í pistlinum sem Kristjánsson.
Ingólfur Sigurðsson, 6.3.2023 kl. 05:27
Þetta er áhugaverður pistill Ingólfur, -Friggjarblót er samkvæmt þessu brúðkaupsafmæli.
Ég ætla að skilja eftir smá hugmynd handa þér að velta vöngum yfir.
Það fólk sem nam Ísland kom flest frá Noregi og Bretlandseyjum. Samkvæmt Snorra kom goðafræðin frá Svartahafi, sem var það stjórnkerfi sem þetta fólk kom upp á Íslandi í sínu þjóðveldi.
Hvað ef þetta fólk er allt upprunalega frá Svartahafi? -skjöldungar að stofni til Æsir og ynglingar að stofni til Vanir. Þetta má reyndar lesa út úr ættartölum. Þeir Íslendingar sem geta rakið ættir sínar á annað borð geta rakið þær til Óðins í gegnum skjöldunga og Njarðar í gegnu ynglinga.
Það sem kallað er goðafræði hafi þess vegna ekki verið það sem við köllum trúarbrögð s.s. Ásatrú, heldur hrein og klár ættfræði. Það var mikilvægt að geta rakið ættir sínar og á því byggðist kerfið, s.s. hefndarskyldan og framfærslan, ef þú komst til mín og við vorum skildir allt aftur að 5. lið bar okkur að aðstoða hvern annan.
Varðandi trúarbrögðin þá hallast ég að því að landnámsfólkið hafi mestallt verið heiðið kristið, þ.e. ekki Rómverskt kristið. Það trúði á hringrásina og móður jörð á kristinn hátt, eins og kemur oft fram hjá Keltum, sem voru þá í augum Rómarkirkjunnar jafn heiðnir og Norðmenn. Allavega er umhugsunarvert hvað fljótt gekk að kristna allt Ísland, og þá meina ég að viðurkenna Rómarkirkjuna.
Til eru meiningar um að fólkið sem nam Ísland hafi farið frá Svartahafi í tvær áttir þ.e. upp Garðaríki upp í Eystrasalt og vestur Miðjarðarhaf til Bretlandseyja. Í kringum stóru aldamótin og nýja heimsmynd, þau sem verða á ca 2000 ára fresti voru miklir þjóðflutningar ekkert síður en núna.
Sumir vilja meina að þetta fólk hafi upphaflega komið frá Egiptalandi og Landinu helga og hafi verið ein af 12 ættkvíslum Ísraels, ættkvísl Benjamíns og um þá þjóðflutninga má lesa í Gamla testamentinu. Þess vegna sé íslenski sagnaarfurinn svo merkilegur, hann hafi í raun komið frá Iona í Suðureyjum frá klaustri Kolumkilla eftir ferðalag um Miðjarðarhaf.
Svona datt í hug að skilja þessa hugmynd eftir hjá þér vegna þessa áhugaverða pistils.
Magnús Sigurðsson, 6.3.2023 kl. 15:06
Takk fyrir innlitið og ágætar pælingar eins og oft, Magnús.
Þú kemur inná svo mörg atriði að ég held að ég geti bara svarað nokkrum að þessu sinni, maður þarf að gera sér tíma í afganginn.
Merkilegt með Snorra Sturluson sem minnist á Asíu og Tyrkland sem staðinn sem æsir komu frá. Löngu seinna eða á 20. öldinni uppgötvaðist að Tokk-aríar bjuggu eitt sinn í Asíu, fyrir langa löngu, og gætu verið meðal fyrstu manna af germönskum ættstofni. Þetta vissi Snorri, áður en vísindamennirnir. Síðan hafa oft komið kenningar um upprunaland Indó-Evrópumanna í Anatólíu eða Tyrklandi eða þeim svæðum einhversstaðar. Þannig að eitthvað vissi Snorri Sturluson sem aðrir vissu ekki eða hafði aðgang að upplýsingum sem glötuðust síðar eða var haldið leyndum eða eytt.
Já, Svartahaf tengist þessu öllu, meðal annars hið mikla stríðssvæði í Úkraínu líka.
Ásatrúin er fullgild sem trú eða trúarbrögð og eins Vanatrúin, en hvort fornmenn hafi litið svo á er ekki eins víst, þar sem það hugtak var ekki til, að öllum líkindum þá.
Ég komst að þeirri niðurstöðu fyrir margt löngu að landnámsmenn hafi litið á trúarbrögð sín, Ásatrúna sem nokkurskonar vísindi. Almenningur um 800 lifði fyrir dagsins erfiði, og guðir og gyðjur nálægar fólki.
Ekki hrein og klár ættfræði getur Ásatrúin hafa verið ekki frekar en gyðingatrúin sem varð undirstaða kristninnar fyrir rúmlega 2000 árum, því ættfræðin er þarna í báðum tilfellum aðeins ríkur og ómissandi þáttur sem tvinnast inní heimssýnina og trúarbrögðin. Ættfræðin er notuð til að efla samheldni, þjóðerniskennd og ættbálkahyggju.
Ég hef lesið eftir þig pistla og Guðjón Hreinberg þar sem þið farið inná þessar hugmyndir um Herúlana. Að vísu eruð þið báðir að viðra margt annað og hafið vikið frá því stundum, finnst mér.
Ég tel Herúlakenninguna mögulega, en það er erfitt að samþykkja svo stóra kenningu í heild. Eins og með Keltakenninguna breytir hún ekki mjög miklu með upprunakenningu Íslendinga, Herúlar voru Austurgermanir frá Skandinavíu upphaflega, samkvæmt wikipediu.
En ég tek undir það að margt er öðruvísi við Íslendinga en aðra Norðurlandabúa, Íslendingasögurnar, Eddurnar okkar og þjóðareinkenni eins og þrjózka og einstæðingsskapur, að líkjast Bjarti í Sumarhúsum.
Samt er ekki hægt að vera viss út af því.
En það sem mér finnst galli á bók Þorvaldar Friðrikssonar er að hann gerir of lítið úr heiðinni trú og norrænni menningu. Hann telur hlut Kelta stærri en allir aðrir sem ég veit um. Stundum eruð þið Guðjón Hreinberg að fjalla um það og ég er ekki sammála því. Það er nokkuð sem ég kalla trúarsöguskoðun eða óskhyggjusöguskoðun, ef fólk er mjög kristinnar trúar að telja að Ásatrúin sé nú frekar ómerkileg og einhverskonar afkvæmi kristninnar eða gyðingdómsins.
Já þetta með hvort Aríar og Indóevrópumenn komu frá Egyptalandi eða Jerúsalem, þá hef ég eitthvað skipt um skoðun varðandi það og er orðinn mýkri á að viðurkenna að eitthvað geti verið til í því, en þá ekki varðandi 12 ættkvíslir Ísraels eða Egyptalands heldur eitthvað sem gerðist miklu fyrr, fyrir 300.000 árum í Afríku, sköpun Adams og Evu.
Ég rakst nefnilega á bók þar sem fjallað er um þessi mál, og þar er því lýst að Eva hafi verið ljóshærð og bláeyg og haft sama útlit og guðirnir, (súmersku guðirnir í þessu tilfelli, fyrirrennarar Semíta), og þessi tilvitnun hefur vakið mig til umhugsunar um nýlendustefnuna á jörðinni og hvað hún á sér djúpar rætur, allt aftur til sköpunar Adams og Evu.
Það væri spennandi ef Guðjón Hreinberg myndi koma með sitt álit. Mér finnst það ekki verra við hann að hann hefur skipt um skoðun oft og breytt sínum útskýringun, og ég nú reyndar gert það líka.
En allt er þetta mjög áhugavert, og maður þreifar sig áfram, er ekki viss.
Ingólfur Sigurðsson, 7.3.2023 kl. 03:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.