Samkomulagið um verndun hafsvistkerfa sem náðist í Nýju Jórvík loksins góðar fréttir fyrir okkar mannkyn - en betur má ef duga skal

Samkomulagið um verndun hafsins sem náðist í Nýju Jórvík um helgina er stór og mikill áfangi fyrir björgun jarðarinnar. Þó er helstefnan enn ríkjandi og heimsendir nálgast sem aldrei fyrr.

Miðað við hvernig spilling og græðgi hafa ráðið meiru en skynsemi hvað varðar skógareyðingu og útrýmingu tegunda finnst mér samt ekki ástæða til bjartsýni fyrr en hægt er að þreifa á árangri.

Loksins þegar allt er komið í hönk og á síðasta snúning er reynt að gera eitthvað. Ég á oft mjög í basli með að ákveða mig hvort ég á að styðja hægriflokka eða vinstriflokka. Ég er umhverfisverndarsinni, og vinstriflokkarnir eru mun harðari í þeim málum, en mér geðjast ekki að jafnaðarfasismanum í vinstriflokkunum og jafnaðarflokkunum, Woke-fræðum og slíku, sem er fullkomin klikkun.

Húmanisminn er hræðileg stefna, að miða allt út frá manninum og hagsmunum mannsins. Heiðin trúarbrögð kenna að allt lífið er heilagt á jörðinni, ekki bara maðurinn, og að við erum hluti af heild, vistkerfi.

Þetta lærði ég líka hjá Árna Waag líffræðikennara snemma á unglingsárunum í Digranesskóla um og eftir 1980. Þetta er boðskapur sem aldrei virðist missa gildi sitt, en ætíð verða mikilvægari.


mbl.is Sögulegu samkomulagi náð í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Nei, mjög slæmar kommúnistafréttir.

Guðjón E. Hreinberg, 8.3.2023 kl. 00:06

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég var að vona að þú kæmir með athugasemdir við pistlana mína á undan þessum þar sem ég fjalla meira um efni sem þú hefur fjallað um, eins og Herúlana, en Magnús kom með slíka athugasemd við einn pistilinn hjá mér.

Satt að segja... maður tekur mark á þér í sumum málum, en ég get ekki verið sammála um að efast um hamfarahlýnunina.

Ingólfur Sigurðsson, 8.3.2023 kl. 06:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 28
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 583
  • Frá upphafi: 105452

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 457
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband