3.3.2023 | 00:18
Hundadagskvendi númer 12 og 35 eftir Bob Dylan, þýðing og túlkun.
Eitt sinn hélt ég að þetta væri bara eintómur dóptexti hjá Bob Dylan, því ég vissi að hann hélt sér gangandi með hassi og amfetamíni á þessum árum, ljóðið er frá 1966, plötunni Ljóska á ljósku, Blonde on blonde. Stoned á ensku þýðir skakkur, uppdópaður, en einnig grýttur, í Biblíulegu tilliti, eins og þegar Kristur notaði það og sagði að þeir syndlausu ættu að varpa fyrsta steininum á hórseku konuna.
Þegar fólk fer að tala um fyrirgefninguna verður það ljóst að dýpri merking var í huga Bob Dylans þegar hann samdi þetta og orti.
Einnig verður manni það ljóst að fólk þroskast ekki nema það verði grýtt, þoli erfiðleika í lífinu.
Þeir sem eru í andstöðu við yfirvöldin út af misjafnlega viðurkenndum skoðunum geta einnig tekið undir þetta, og varpar þetta ljósi á óréttlæti nútímans með margvíslegum hætti.
Þetta talar jafnvel inní það sem kristnir menn segja um tvíhyggjuna, heiminn sataníska og guðdómleika trúarinnar hinsvegar.
Það þýðir ekki alltaf að búast við réttlæti.
Jæja, þau munu grýta þig þegar þú reynir að vera svo góður.
Þau munu grýta þig bara rétt eins og þau sögðust mundu gera.
Þau munu grýta þig þegar þú reynir að fara heim til þín,
og þau munu grýta þig þegar þú ert þar aleinn.
En ég myndi ekki tala um einsemd...
allir þurfa að verða grýttir!
Jæja, þau munu grýta þig þegar þú gengur eftir götunni.
Þau munu grýta þig þegar þú reynir að halda þínu sæti.
Þau munu grýta þig þegar þú gengur eftir gólfinu,
þau munu grýta þig þegar þú nálgast hurðina.
En ég myndi ekki tala um einsemd...
allir þurfa að verða grýttir!
Þau munu grýta þig þegar þú ert við morgunverðarborðið.
Þau munu grýta þig þegar þú ert í blóma lífsins.
Þau munu grýta þig þegar þú reynir að vinna þér inn peninga,
næst munu þau grýta þig segja næst á eftir:"Gangi þér vel!"
En ég myndi ekki tala um einsemd...
allir þurfa að verða grýttir!
Jæja, þau munu grýta þig og segja að heimsendir sé kominn.
Næst munu þau grýta þig og síðan koma aftur.
Þau munu grýta þig þar sem þú ekur um í bílnum þínum.
Þau munu grýta þig þar sem þú spilar á gítarinn þinn.
En ég myndi ekki tala um einsemd...
allir þurfa að verða grýttir!
Jæja, þau munu grýta þig þegar þú gengur einn.
Þau munu grýta þig þegar þú gengur heim.
Þau munu grýta þig og síðan segja að þú sért hugrakkur.
Þau munu grýta þig þegar þú ert kominn í gröfina þína.
En ég myndi ekki tala um einsemd...
allir þurfa að verða grýttir!
Þarf fyrir utan talar þetta inní samtímann um lögleiðingu fíkniefna, ef menn vilja taka orðið grýttur sem enn eitt slanguryrði yfir að vera í vímu.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 28
- Sl. sólarhring: 151
- Sl. viku: 740
- Frá upphafi: 125331
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 585
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er gaman að sjá almennilega þýðingu á þessum texta Bob Dylan, ég verð nú eiginlega að viðurkenna að ég fór nú ekki út í það að "kafa" djúpt í hann. Kannski var það og er misskilningur af minni hálfu að ég tók hann ávallt þannig að verið væri að segja það að sá sem "siglir á móti straumnum" og fylgir ekki viðteknum skoðunum, fái að GJALDA fyrir mótþróann.........
Jóhann Elíasson, 3.3.2023 kl. 10:28
Sæll Jóhann. Já við fyrstu hlustun er líka hægt að draga þessa ályktun sem þú fjallar um. En flest sem hann minnist á eru gjörðir sem maður fremur ekki til að fara á móti straumnum. Þannig að hann er í raun að segja að maður verður alltaf dæmdur af einhverjum, sama hversu sakleysislegt það er sem maður gerir. Aldrei hægt að gera öllum til hæfis, er það ekki líka máltæki?
En gaman að heyra að fleiri hafa pælt í þessum texta og eru aðdáendur Dylans. Að minnsta kosti eru textar Bubba ekki svona margræðir. Textar Megas eru það aftur á móti.
En þetta er bein þýðing. Dylan er meistari.
Ingólfur Sigurðsson, 3.3.2023 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.