20.2.2023 | 02:28
Pistill um ekki neitt. (Minnir á "Söngur um ekki neitt" eftir Megas sem var saminn 1985, kom út 1990).
Ég fæ enn hugmyndir að góðum pistlum, en ég nenni ekki lengur að skrifa þá vegna þess að viðtökurnar eru ekki nægilega góðar og ég fæ engin laun fyrir þetta né annað. Þetta er eins og með Fésbókina, ég nenni ekki lengur að vera þar. Eins og Gunnar Rögnvaldsson skrifaði: Maður er bara neyzluvara á samfélagsmiðlunum. Maður eignast þar enga vini eða vinkonur. Ekki hægt að ræða um neitt sem skiptir máli, ekkert nema helvítis dægurþras um ekkert sem skiptir máli.
Ég hef þó stundum gaman af því að setja inn gömul ljóð og söngtexta. Þeir eru eins og svipmyndir frá liðinni tíð, litlar kvikmyndir sem rifja upp minningar.
Kannski gefst maður upp á því eins og öðru líka.
Að birta gömul ljóð hvetur mig til að gefa þau út, eða reyna að fara með þau til útgefanda. Það þarf þó mikla hvatningu til að fara með ljóð til útgefenda, því ljóðabækur seljast ekki vel nú til dags.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.1.): 19
- Sl. sólarhring: 74
- Sl. viku: 844
- Frá upphafi: 131752
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 685
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vonandi ertu ekki að boða það að þú sért að hætta. Ég viðurkenni það alveg að ég hef ekki verið duglegur að setja inn athugasemdir hjá þér en á móti kemur að ég les þig á hverjum degi eins og flesta bloggvini mína. Ég ætlaði að hætta um daginn, það gekk nú ekki alveg en ég "trappaði" mig ansi mikið niður.......
Jóhann Elíasson, 20.2.2023 kl. 08:12
Sæll Ingólfur, -ég er ekki viss um að þú gerir þér grein fyrir hvað pistlarnir þinir eru góðir og það væri leiðinlegt ef þeir yrðu aldrei skrifaðir eða enduðu bara í skúffunni.
Þú ættir kannski að hugsa þessi skrif eins og nóbelsskáldið, á meðan einn hefur áhuga á því að lesa þá hef ég áhuga á því að skrifa.
Ég hef sjálfur hugsað mína bloggsíðu sem bók daganna og fletti oft upp í henni ef ég þarf að muna eitthvað, það er fljótlegra en að gramsa í skúffunni.
Magnús Sigurðsson, 20.2.2023 kl. 13:48
Iss, þú ert bara eitt skref frá því að gera Spennulosunarblogg.
;)
Guðjón E. Hreinberg, 20.2.2023 kl. 16:52
Sælir allir. Mér finnst mest þreytandi að það eru svo fáir sem skrifa um það sem skiptir máli. Það er jú hvatning að fá þumla (læk) eða marga gesti á síðuna en það skemmtilegasta er að vekja aðra til vitundar um þetta sem maður fjallar um, þannig að sem flestir bloggi um það sama og skriða þjóðfélagsbreytinga fari af stað.
Það er sjónarsviptir að ýmsum gömlum köppum sem lengi héldu uppi gæðabloggi, eins og Styrmir Gunnarsson, Jón Valur Jensson, Halldór Jónsson, sem eru komnir yfir móðuna miklu, og engir koma í staðinn sem fá álíka vinsældir og lestur, og það er deyfð yfir þessu.
Til dæmis eru fáir sem skrifa til stuðnings Rússum, þótt það sé augljóst að maðkur er í áróðursmysunni þar hjá Rúv.
Hjarðhegðunin útaf erfðabreytiefninu hefur ekki verið til bóta.
Ég er ekki eini bloggarinn sem fæ lítinn lestur á það sem skiptir máli.
Guðjón, félagi og snillingur, þegar fólk daufheyrist við snilldinni, þá setur maður ekki perlur fyrir svín.
Ingólfur Sigurðsson, 20.2.2023 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.