Margt bendir til að loksins takist Sjálfstæðisflokknum að fá útlendingafrumvarp sitt samþykkt, að vísu útþynnt, eins og Sigmundur Davíð segir. Fréttir utanúr löndum benda í sömu átt, að Jón Gunnarsson sigli í takt við alþjóðlegan vind í þessu efni

Forsætisráðherra Írlands vill nú skýrari löggjöf í útlendingamálum landsins, og fljótvirkari. Forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar, er nú kominn í hóp þeirra sem tala eins og Jón Gunnarsson, Jón Magnússon, þeir sem stjórna í Danmörku og sjá má að þessi hópur er sístækkandi. Úreltir kratar á Íslandi segja þetta fordóma, en í raun er þetta hluti af sjálfstæði og réttindum frjálsra ríkja og þjóða.

Hvað er það annað en lýðskrum hvernig Píratar tala og sumir í Samfylkingunni, um þessi mál? Þar er verið að höfða til barnaskaparins og einfeldninnar í fólki, og verið að hunza rökhyggju og skynsemi.

Margir hægrimenn láta hugfallast og hætta að nenna að reyna vera rödd skynseminnar vegna hatursáróðurs jafnaðarmanna, vinstrimanna og nú síðast yfirvaldsins í landinu. Þar með verður samfélagið stjórnlaust, enginn við stýrið og þjóðarskútan fer beint á næsta borgarísjaka.

Þessvegna er gott að fá svona fréttir utanúr heimi, að óskhyggjustjórnmálin láta undan síga og skynsemistjórnmálin komast þar aftur í tízku, annaðhvort vegna þess að það er nauðsynlegt eða að fólkið kýs þannig erlendis og vill aftur slíkar breytingar í rétta átt.

 


mbl.is Vill að fólksflutningar verði teknir fastari tökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki má gleyma því að einstaka þingmenn innan Viðreisnar hafa talað ákaft gegn því að gerðar verði nokkrar breytingar á útlendingalögunum svo stemma megi stigu við stjórnlausum innflutningi hælislitenda (við nefnum engin nöfn en fyrsti stafurinn er Sigmar Guðmundsson).  En það virðist vera að skynsemisröddunum í þessum málum sé aðeins að fjölga enda eru þar síðustu forvöð ef ekki á illa að fara....................

Jóhann Elíasson, 19.2.2023 kl. 13:57

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Já Jóhann. Kominn tími til að taka þetta úr flokkspólitískum farvegum og fara að ræða þetta í alvöru eins og Jón Gunnarsson reynir. 

Takk fyrir gott innlegg, og þínir pistlar eru góðir sem fyrr. 

Ingólfur Sigurðsson, 19.2.2023 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 24
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 780
  • Frá upphafi: 125802

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 558
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband