Forsætisráðherra Írlands vill nú skýrari löggjöf í útlendingamálum landsins, og fljótvirkari. Forsætisráðherra Írlands, Leo Varadkar, er nú kominn í hóp þeirra sem tala eins og Jón Gunnarsson, Jón Magnússon, þeir sem stjórna í Danmörku og sjá má að þessi hópur er sístækkandi. Úreltir kratar á Íslandi segja þetta fordóma, en í raun er þetta hluti af sjálfstæði og réttindum frjálsra ríkja og þjóða.
Hvað er það annað en lýðskrum hvernig Píratar tala og sumir í Samfylkingunni, um þessi mál? Þar er verið að höfða til barnaskaparins og einfeldninnar í fólki, og verið að hunza rökhyggju og skynsemi.
Margir hægrimenn láta hugfallast og hætta að nenna að reyna vera rödd skynseminnar vegna hatursáróðurs jafnaðarmanna, vinstrimanna og nú síðast yfirvaldsins í landinu. Þar með verður samfélagið stjórnlaust, enginn við stýrið og þjóðarskútan fer beint á næsta borgarísjaka.
Þessvegna er gott að fá svona fréttir utanúr heimi, að óskhyggjustjórnmálin láta undan síga og skynsemistjórnmálin komast þar aftur í tízku, annaðhvort vegna þess að það er nauðsynlegt eða að fólkið kýs þannig erlendis og vill aftur slíkar breytingar í rétta átt.
Vill að fólksflutningar verði teknir fastari tökum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, ...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 47
- Sl. sólarhring: 102
- Sl. viku: 706
- Frá upphafi: 127249
Annað
- Innlit í dag: 31
- Innlit sl. viku: 534
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 27
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki má gleyma því að einstaka þingmenn innan Viðreisnar hafa talað ákaft gegn því að gerðar verði nokkrar breytingar á útlendingalögunum svo stemma megi stigu við stjórnlausum innflutningi hælislitenda (við nefnum engin nöfn en fyrsti stafurinn er Sigmar Guðmundsson). En það virðist vera að skynsemisröddunum í þessum málum sé aðeins að fjölga enda eru þar síðustu forvöð ef ekki á illa að fara....................
Jóhann Elíasson, 19.2.2023 kl. 13:57
Já Jóhann. Kominn tími til að taka þetta úr flokkspólitískum farvegum og fara að ræða þetta í alvöru eins og Jón Gunnarsson reynir.
Takk fyrir gott innlegg, og þínir pistlar eru góðir sem fyrr.
Ingólfur Sigurðsson, 19.2.2023 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.