Menningin veltur áfram, eins og steinar sem velta niður hlíð, þannig breytast kynslóðir og allir lita samtíma sinn eitthvað

Ég lít svo á að ég hafi verið frumkvöðull með laginu mínu, "Náttúran", sem var þekkt í hópi jafnaldra minna margra, og boðskapurinn hafði áhrif. Þótt það hafi aðeins verið flutt á tónleikum en ekki komið út á hljómdiski barst boðskapur þess útum allt.

Í þessu lagi boðaði ég nefnilega að maður ætti að fara eigin leiðir og trúa á sjálfan sig frekar en kenningar annarra eða viðtekinn boðskap. Þetta er nákvæmlega það sem er svo áberandi í nútímanum í dag, boðskapur þessa lags hefur raungertzt, og bæði má sjá kosti þess og galla, jákvæðar og neikvæðar hliðar. Hver listamaður er svo sem aðeins lítil steinvala, hvort sem maður verður eins frægur og Bubbi Morthens eða ekki, en margar steinvölur breyta einhverju.

Ég veit að ég hafði áhrif á marga sem fóru margar ólíkar leiðir og túlkuðu þetta lag á sinn persónulega hátt.

Mér finnst ég bera ábyrgð á því að koma með andkristilegan boðskap í þessu lagi, og hef stundum reynt að bæta fyrir það með því að vera ábyrgur og íhaldssamur í seinni tíð.

Ég hafði áhrif á fleiri vegu en það. Árið 1985 þegar ég kom fyrst fram með gítarinn á jólaskemmtun í 9. bekk þá sagði umsjónarkennarinn mér, hann Skafti að ég væri fyrsti nemandinn til að spila sem trúbador á svona nemendaskemmtun. Í dag hafa krakkar miklu meiri kjark til þess og gera það jafnvel flestir. Þó var ég feiminn nemandi og ófélagslyndur. Svolítið merkileg saga.

En það sem ég söng um í fyrstu persónu í laginu "Náttúran" er ekki endilega persónuleg skoðun skáldsins. Þetta lag var samið á 5 mínútum og spunnið upp fyrir framan hljóðnemann, og allt kom það fullskapað, og þó er það sígilt og ég hef aldrei breytt einu einasta orði, en munað textann og ljóðið alltaf óvenju vel. Rétt eins og þegar Bob Dylan samdi "Blowing In The Wind", hann var að tjá eitthvað sem hans kynslóð var sammála um, hann var málsvari tímans.

Allan desembermánuð 1987 hafði ég samið lög innblásin af Stormskersguðspjöllum Sverris Stormsker. Lagið "Náttúran" var samið á nýársdag 1988, ég fyllti spólu af nýjum lögum sem ég samdi þann dag og meira til, og þetta var eitt af þeim lögum. Stundum páraði ég niður texta fyrst, ekki alltaf.

Þegar ég var að semja þessi lög og kom fyrst fram þá var allt fastara í skorðum. Ég var með lög sem fjölluðu um meira en ást á milli stráks og stelpu, eilífar klisjur í dægurlögum.

Ef maður er spámaður þá ber manni skylda til að hlusta á fleiri raddir en þær sem birtast manni á æskuskeiðum og boða mótþróa og uppreisn.

Til dæmis getur maður einnig heyrt kristilegar raddir frá öðrum heimum sem boða eitthvað slíkt, og sem manni finnst skylda manns að túlka og vera sammála síðar á ævinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ingólfur, -skemmtileg frásögn

Ég les pistlana þína og finnst þeir oft einlægir. En ef það er eitthvað sem fólk ætti almennt að gera þá er það að hlusta á það sem innri röddin sagði barninu því það skiptir máli þegar á líður.

Ég tek undir með þér; allir steinar velta niður hlíðina og fjöldin breytir henni mest, en ekki stóru björgin þó þau séu fyrirferða mikil í samtímanum. Mér hefur stundum fundist kynslóðin þeirra íslendinga, í upphafi 20. aldar, -sú sem stökk inn í nútímann, sanna þetta best. 

Magnús Sigurðsson, 18.2.2023 kl. 08:16

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þakka þér fyrir Magnús. Þetta er vel mælt, nákvæmlega málið. Aldamótakynslóðin ætti að vera öllum fyrirmynd. Sjaldan eða aldrei í mannkynssögunni voru eins miklar framfarir á öllum sviðum og um 1900.

Það er einnig svo rétt að mikilvægt er að halda í barnið í sér, hlusta á innri röddina, láta ekki úrtölufólk telja mann á að selja sálina.

Mér hefur fundizt gott að lesa pistla þína um andleg málefni. Sumir veigra sér við slíkt núorðið, en tíðarandinn getur nú vonandi farið aftur í þá átt meira.

Ingólfur Sigurðsson, 19.2.2023 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 85
  • Sl. sólarhring: 97
  • Sl. viku: 744
  • Frá upphafi: 127287

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 556
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband