Vítahringir vinstrisins, Sigmundur Davíð kom inná það í Silfrinu

Sigmundur Davíð kom inná merkilegan punkt í Silfrinu í gær. Hann benti á það að skatttekjur ríkisins fást vegna vinnu á frjálsum markaði og skattlagningu á henni, og þessvegna ykist verðbólgan þegar ríkisafskipti eru mest eins og vinstrimenn stefna að.

Enn á ný sýnir þetta vítahring sem jafnaðarstefnan lendir í og vinstristefnan.

Það ætti því að vera eitt helzta takmark stjórnmálanna að auka frjálshyggjuna en halda bákninu í hóflegum skefjum. Þannig fer þetta þó ekki, því borgarmyndun leiðir til aukinnar vinstristefnu, sem leiðir af sér fækkun starfa á frjálsum markaði en fjölgun starfa innan ríkisins, enn á ný, vítahringur vinstrisins.

Þetta sést mjög greinilega á þeirri tilhneigingu að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa oft betra fylgi úti á landsbyggðinni en í þéttbýlinu. Þó eru kjördæmin í þéttbýlinu misjöfn eftir kosningum og hverfum með þetta.

Ef verkstæðið hans afa að Digranesheiði 8 hefði verið gert að safni hefði það ekki sízt haft þau áhrif að senda þau skilaboð til fólks að verkmenntir væri verið að virða eins og háskólagreinar. Þannig að þótt það kosti peninga að starfrækja slík söfn þá getur það haft jákvæð áhrif sem ekki verða metin til fjár, þannig að fólk frekar þar með sveigist til frjálshyggjuviðhorfa frekar en vinstriviðhorfa, sem kemur á jafnvægi í þjóðfélaginu á milli tilhneigingar til stækkunar báknsins og áhuga á eigin rekstri hinsvegar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 21
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 571
  • Frá upphafi: 108302

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 433
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband