Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan, ljóð frá 23. ágúst 2019, af hljómdisknum "Kata rokkar" frá 2019.

Kristnir menn eru almennt á móti fóstureyðingum. Árið 2019 var mjög umdeilt mál sem var afgreitt á þingi, femínistum til gleði, kristnum mönnum mörgum til reiði og þeim fannst vansæmd í því, og mörgum öðrum. Reglur voru rýmkaðar um fóstureyðingar, eða þungunarrof eins og veigrunarorðið er sem notað er líka.

Ég er mjög stoltur af þessu ljóði og þessu lagi. Það nær að ramma vel inn stemmninguna á þessum tíma.

Þetta á við um alla sem eru samsekir í þessu máli, núverandi heilbrigðisráðherra og aðra sem ekki láta þessi ólög ganga til baka eins og þau voru.

Það er mjög merkilegt að í þessu ljóði eða þessum söngtexta nota ég orðið "gríma", áður en Covid-19 hófst, ári áður en þó ósköp byrjuðu. Gríma merkir í þessu tilfelli að þykjast sammála almenningsálitinu, að bæla eigin skoðun og réttlætiskennd. Heldur betur kom það á daginn að fólk setti á sig alvöru grímur þegar kófið byrjaði, þannig að þetta er stórmerkilegt ljóð með forspárgildi að auki sem sannaðist og kom í ljós.

Ég hef komizt á þá skoðun núna að Svandís Svavarsdóttir sé ekkert verri en aðrir sem hafa ánetjazt femínismanum, nema hún var fylgin sér og ákveðin að koma þessu í gegn, sem aðrir höfðu ekki gert. Það er ranga hugmyndafræðin sem er aðallega vandamálið.

Ég vil útskýra hvernig ég bjó til nýyrðið helbrigðaráðherfa. Það er andheiti við heilbrigðisráðherra og auk þess kvenkennt.

Í fyrsta lagi lýsir orðið því þegar sá sem gegnir embættinu vinnur gegn markmiðum þess, það er fyrri hluti orðsins, heilbrigði breytt í helbrigði. Það er ekki kynbundið orð og á við um karla og konur jafnt.

Seinni hluti þessa nýyrðis er ráðherfa, en það er sjálfur Sverris Stormsker sem bjó til það nýyrði yfir kvenkynsráðherra, ef ég man rétt. Þannig að þetta er að hálfu mitt nýyrði, að hálfu hans nýyrði.

Ýmislegt annað er merkilegt í þessu ljóði.

"Löngun þína landsins móðir bannar".

Þetta hefur einnig komið á daginn. Landsins móðir, Katrín Jakobsdóttir (sem forsætisráðherra, landsmóðir í stað landsföður sem notað er yfir þá sem gegna þessu embætti stundum) augljóslega, sem hefur reynt að herða löggjöf og banna hitt og þetta eins og harðlínuvinstrimönnum er því miður eðlislægt.

Þessi söngtexti eða ljóð á því eins vel við og 2019, jafnvel mun betur við en þá.

 

(Forspil og riff á milli erinda samkvæmt þessum hljómum).

 

Dm7    Em7  Gbm7

 

D6

Femínisminn felldi trúna;

Em7

feigar kirkjur deyja.

H7

Greyin mörgu, gamlir karlar

G6

í götuna sér fleygja.

 

Viðlag:

 

Abm                             Gbm

Heilbrigðisráðherran, helbrigðaráðherfan

Abm

hentar betzt niður að skera.

Db                                  Abm

Varnarlaust kerfið er, vill ekki heyra í þér,

Am                         D6

verður þó sökina að bera.

 

Heljar brigði henta mörgum,

hundrað litir skína.

Kerfið rétta, flokkar fínir

fyrir konu mína.

 

Viðlag.

 

Loforð eitt en annað framkvæmd,

eins og reyndin sannar.

Lýðskrumið og löngun þína

landsins móðir bannar.

 

Viðlag.

 

Settu á þig góða grímu,

gefðu fleiri loforð.

Hræsnin virkar, hrós og brosin,

heilög Vítis roforð.

 

Viðlag.

 

Enginn flokkur efnir loforð;

allir fólkið svíkja.

Eigingirni og eðalhræsni

yfir fólki ríkja.

 

Viðlag þrisvar sinnum eða oftar eftir smekk og stemmningu.

 

Orðskýringar:

 

Roforð: Orð sem rjúfa eiða eða kosningaloforð, svikmæli.

 

Þarna er verið að fjalla um þetta sígilda sem allir stjórnmálamenn eru sakaðir um, að svíkja kosningaloforð.

Nema þetta ljóð fjallar um margt fleira en það hefðbundna sem stjórnmálamenn eru gagnrýndir fyrir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

"heilög Vítis roforð."

Guðjón E. Hreinberg, 12.2.2023 kl. 22:40

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Já, mér finnst þetta vera gamanmál þótt ég sé að fjalla um dapurleg mál. En fólk vill frekar Bubba Morthens sem er með innihaldið alveg í anda VG og Samfylkingar. Mér finnst mér takast betur upp þegar ég líkist Sverri Stormsker, get verið svolítið fyndinn. 

Ingólfur Sigurðsson, 13.2.2023 kl. 07:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 18
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 622
  • Frá upphafi: 132075

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 515
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband