6.2.2023 | 01:27
Um væntanleg verkföll og annað
Silfrið var um verkalýðsmál. Sum viðhorf finnst mér vanta í það sem ég kannast við og man eftir frá mér eldra fólki. Sumt finnst mér algjörlega eins og það var þá, eins og tal um verkalýðsfélög.
Guðmundur Hagalín var bróðir ömmu minnar í föðurættinni og sá Alþýðuflokkur sem hann vann fyrir var flokkur verkalýðsins. Mér finnst verkalýðstalið núna minna meira á það sem maður þekkti frá æskunni, og minnkaði á tíma nýfrjálshyggjunnar.
Ég kynntist líka öðru viðhorfi sem mér finnst lítið áberandi á okkar tímum. Það var þjóðerniskennd íhaldsmanna og verkalýðsins til jafns. Pabbi skammaði mig fyrir að vilja frekar vera listamaður en verkamaður. Hann kenndi mér að það væri dyggð að leggja mikið á sig, og hjá enn eldra fólki lærði ég að það væri kristileg dyggð að stuðla að samstöðu og þjóðrækni, að ganga í störf og aðstoða án kröfu til launa. Þannig var mér kennt að fólki yrði boðið starf sem sýndi af sér þannig mannkosti. Ég var svo sem alltaf latur og hugsaði um listir, tónlist og slíkt, en þetta rifjast upp.
Ég heyrði sögur um fólk í sveitunum sem fékk borgað í mat eða vöruskiptum eða fór í reikning hjá kaupfélaginu. Kynslóð ömmu og afa vann að vísu fyrir sér sjálf að mestu, en það fólk mundi eftir því og vissu um þannig sögur.
Sólveig Anna hefur endurvakið gamla verkalýðsbaráttu. Það er nógu merkilegt fyrir sig. Nú er aftur farið að tala um grunnhugtök.
Fólk af minni kynslóð hefur lært í útlöndum og búið erlendis ekkert síður en á Íslandi. Horfin er sú hugsjón og hugsun þjóðernisstefnunnar að það sé skylda okkar að standa okkur vel á þessu landi í samanburði við önnur lönd, og að það sé skylda okkar að vinna láglaunastörfin, sem hluti af þjóðarímynd og þjóðarstolti. Nú þykir í lagi að bjóða útlendingum lág laun og að þeir gangi í þannig störf. Þá þekktist það einnig að börn láglaunafólksins hélt áfram í sömu stétt. Nú eru langflestir Íslendingar að hugsa um að hækka sig upp í stéttastiganum og fá eins hágt launuð störf og mögulegt er. Það þýðir samskipti við útlönd og að fá betur launaða vinnu í útlöndum oft.
Já ég held að Sólveig Anna sé mjög merkileg kona sem hristir upp í spilltum og stöðnuðum kerfum. Hún rifjar upp gömul handtök og baráttumál, meiri hörku í þessu.
Afi var með eigið fyrirtæki. Á því heimili var talað um að treysta á réttlæti og mannkosti ráðherra og svo á eigin dugnað.
Undir áhrifum frá kennurum fór ég að trúa á mannréttindi, umhverfismál, og að fólk ætti að berjast fyrir hærri launum. Með Stormskersguðspjöllum, sem Sverrir Stormsker gaf út 1987 sveigðist ég aftur til hægristefnu.
Ég heyrði svo oft að maður ætti að leita sér að vinnu fyrir þjóðfélagið og þjóðarhag. Ég var á móti þessu og í mikilli andstöðu við þetta og vildi verða frægur tónlistarmaður.
En þá heyrði ég oft þessar röksemdir um að maður ætti ekki að hugsa um hvað maður sjálfur vildi heldur hvað væri bezt fyrir þjóðfélagið, að allir ættu að standa saman og auka hagvöxtinn. Þá minntist enginn á að flytja inn útlendinga, heldur að við sem vorum ung yrðum að taka við öllu sem gamla fólkið vann við. Skrýtið hvernig þetta breytist og gömul viðhorf gleymast með breyttum aðstæðum.
Verðbólga og þensla eru fyrirbæri sem fylgja oft launahækkunum. Ég man eftir verðbólgunni á áttunda áratugnum og kennaraverkfallinu 1984. Þá bjó ég til stutta myndasögu um Albert Guðmundsson til að skemmta krökkunum í skólanum með henni þegar skólinn byrjaði aftur.
Sumir voru ekki óánægðir með verðbólguna undir lok áttunda áratugarins. Ég heyrði um marga sem eignuðust íbúðirnar sínar með hjálp verðbólgunnar. Þá unnu menn í törnum og fluttu inní ókláraðar íbúðir.
Það er ágætt að rifja upp gamla tíma, gott og slæmt, breytingar.
Fólkið sem ólst upp í torfbæjunum á seinni hluta 19. aldarinnar taldi að það að eignast eigin íbúð væri eitt helzta takmarkið sem ætti að stefna að. Sjálfstæðisflokkurinn hefur oft verið hlynntur þeirri stefnu.
Sigríður Hagalín í Silfrinu minnir á ömmu Fanney og hennar skoðanir. Já, mér fannst þetta nokkuð góður þáttur af Silfrinu.
Ég vil bara minna á göfugmennsku fyrri kynslóða.
Efling kúgi félagsmenn sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 143
- Sl. viku: 739
- Frá upphafi: 127435
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 530
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill Ingólfur, -þó svo að ég hafir ekki séð silfrið frekar en fyrri daginn.
Magnús Sigurðsson, 6.2.2023 kl. 16:38
Þakka ykkur báðum fyrir Guðmundur og Magnús. Innlegg ykkar eru góð og mikilvæg.
Þú skalt halda áfram að minna fólk á Biblíuna Guðmundur, það hefur áhrif.
Ingólfur Sigurðsson, 6.2.2023 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.