Algilt réttlæti á undanhaldi?

Þessi maður fór í mál við konu sem hafnaði honum. Þetta sýnir nokkuð vel það sem ég hef fjallað um, að í okkar nútíma er varla neitt rétt eða rangt lengur, heldur hver er sterkari fjárhagslega og félagslega til að hafa rétt fyrir sér, vinna dómsmál og slíkt. Fyrra máli hans var vísað frá, en þetta er tímanna tákn, dómsmál af þessu tagi, sem áður þótti óhugsandi, sem byggjast á tilfinningum, mati og einhliða túlkun. Hitt dómsmálið hans verður tekið fyrir eftir nokkra daga.

Ekki skiptir öllu hvort svona dómsmál vinnast eða tapast. Þetta er andsvar karlmanns í Singapúr við gríðarlegum sigri kvenöfgastjórnmála og þau verða fleiri á heimsvísu. Þau sýna breytingu frá reglum um rétt og rangt yfir í persónulegra mat á þeim fyrirbærum.

Sagan sýnir að þegar öfgar koma í eina áttina, eins og femínisminn, þá rísa einatt öfgar í hina áttina, það er að segja í karlréttindaáttina og feðraveldisáttina. Svona dómsmál eru ný, að karlar heimti rétt sinn er nýtt í tilfinningamálum og samskiptamálum kynjanna. Bakslag í Metoobaráttunni myndu kannski sumir femínistar segja. Kemur það á óvart? Tæplega. Ef fólk er almennt ekki sátt við breytingar ganga þær til baka, og enn lengra í öfuga átt jafnvel, í hina íhaldssömu átt, til feðraveldisins, fortíðarinnar.

Frumskógarlögmálið gildir að miklu leyti. Kristin gildi eru að hverfa, eftir því sem jafnaðarmenn fá meiri völd.

Vissulega er það svo að fólk fær misjafnlega mikið áfall þegar það fær ekki sínu framgengt, nær ekki í aðilann sem það elskar eða girnist. Þessvegna er þetta ekki eins fráleitt og gæti virzt. En dómstóll götunnar, sem stendur með mismunandi kynjum eftir tímabilum og tízkustraumum ræður líka miklu um niðurstöður hefðbundinna dómstóla núorðið, eins og Jón Steinar Gunnlaugsson hefur lýst.

Á okkar landi ríkir kvennaveldi og mæðraveldi, frekar en feðraveldi. Þannig hefur þetta verið frá 1980, þegar Vigdís var kjörin forseti og femínistinn Bubbi Morthens varð vinsælasti tónlistarmaður landsins. Fyrir þann tíma var ríkjandi feðraveldi, og frá kristnitökunni árið 1000, og kannski frá landnámi.

Orðspor, heiður, mannorð, orðstír, allt er þetta hægt að meta til fjár, og hamingju þar að auki. Þessvegna finnst mér þetta ekki undrunarefni að úr því að femínistar sinni kvennavaldabaráttu fari hlutirnir í aðra átt.

En er tilfinningalíf okkar lögverndað? Yfirleitt ekki, en breytingar gætu orðið á því. En hvernig á að skylda makann eða aðra til að reynast manni alltaf vel? Enn eitt dæmið um regluvæðingu í anda sögunnar 1984 eftir George Orwell eða raunverulegar framfarir?


mbl.is Fór í mál við konu sem hafnaði honum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þarna er að mestu um byltingu löglærðra að ræða, svona rugli hefði náttúrulega átt að vísa frá í eitt skipti fyrir öll og benda manninum á að leita sér andlegrar aðstoðar, jafnvel aðstoða hann við það hann virðist allavega hafa efni á því.

En eins og þú bendir á þá er reglugerðasamfélagið sífellt að sveigja lögin í kringum réttlætið. Enda hældi núverandi forsætisráðherra alþingi fyrir afköstin þegar hvað mest af innflutta reglugerðafarganinu var stimplað um árið. Menntastofnanirnar æla svo út lögfræðingum sem aldrei fyrr.

Sennileg endar þetta með því að einhver verður dregin fyrir dóm fyrir að hafa ekki boðið góðan daginn, -eða kannski frekar fyrir að hafa boðið góðan daginn. -en er grunaður um að hafa gert það í annarlegum tilgangi.

Magnús Sigurðsson, 5.2.2023 kl. 08:12

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Takk fyrir athugasemdina. Núverandi forsætisráðherra hefur komið á óvart og minnir meira á Samfylkingarráðherra en maður hélt. 

Já, þeir sem eru hlynntir þessari breytingu segja þetta réttlætismál og framför. En þetta flækir veruleikann svo mikið, og kostar svo mikið, að þetta minnir jafnvel á snjóskriðu, eða menningarhrun, eins og Guðjón Hreinberg hefur orðað það, hvort sem hann átti við þetta eða eitthvað annað sérstaklega. Ég hef notað það orðalag yfir svona þjóðfélagsbreytingar líka.

Ég tel líklegt að svona breytingar geti gengið til baka.

Takk fyrir innlitið og athugasemdina.

Ingólfur Sigurðsson, 6.2.2023 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.2.): 82
  • Sl. sólarhring: 133
  • Sl. viku: 610
  • Frá upphafi: 135591

Annað

  • Innlit í dag: 70
  • Innlit sl. viku: 527
  • Gestir í dag: 68
  • IP-tölur í dag: 67

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband