2.2.2023 | 09:05
Pöddustóð, ljóð frá 24. desember 2022.
Réttlátt raunar ekki,
rekjum tímans eiturslóð.
Sprautur eins og stálin stinn
stingast lengra inn.
Þókt ég svikin svekki
svakalegt er pöddustóð.
Vinur allra alda,
einnig þú sem Spánarfljóð.
Víst það ekki verður sagt,
(varla á konur lagt).
Hvers skal greyið gjalda?
Grimmilegt er pöddustóð.
Enginn öðru trúir,
aðeins tattú, fyrrum góð.
Eigin vilji, eins og skot,
ekki valdapot.
Að því eina hlúir,
ótrúlegt er pöddustóð.
Menntuð mauraþúfa,
mun svo græða, horfin fróð.
Saklaus drepinn, dæmdur enn,
deyja allir menn.
Mun svo greyið grúfa
gjarnan niður, pöddustóð.
Próf og menntun meyja,
mun það duga, hlýðin, móð?
Geðsjúkt er það grey og því
get ei trúað, ský.
Sjá hve dæmdir deyja
Drottinn eflist, pöddustóð.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.2.): 102
- Sl. sólarhring: 112
- Sl. viku: 630
- Frá upphafi: 135611
Annað
- Innlit í dag: 86
- Innlit sl. viku: 543
- Gestir í dag: 80
- IP-tölur í dag: 79
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.