30.1.2023 | 00:21
Eitthvað jákvætt kemur útúr þessu stjórnarsamstarfi. Jódís í Vinstri grænum tekur undir með sjálfstæðismönnum, gott Silfur í gær.
Einstaka sinnum er lífsmark með Silfrinu á Rúv. Þannig var það í gær, 29. janúar. Af gamalli venju horfi ég á þennan þátt, en býst alltaf við innihaldslausu jarmi um það sama núorðið. En Egill Helgason er óvitlaus maður eins og hann sýndi fyrstu árin með þáttinn, með nef fyrir umræðum á hægrikantinum í pólitíkinni en ekki bara á vinstrikantinum eða miðjunni, eins og maður fór að trúa eftir að hann fór að hleypa kvenkyns þáttastjórnendum inní þáttinn sinn, sem sveigðu hann beint inná helfemínískar brautir sem drepur yfirleitt niður alla skynsamlega umræðu.
Þátturinn byrjaði með kröftugri og innihaldsríkri umræðu um flóttamannamál án þess að fara útí skotgrafir persónuníðs og sandfleyginga aldrei þessu vant. Í sandkassahernaði eru sandfleygingar einatt á ferðinni.
Að minnsta kosti tvennt fannst mér vinnast með þessum þætti, ef ekki fleira.
Með málflutningi Jódísar Skúladóttur úr Vinstri grænum eru loksins konur og karlar úr vinstriflokki farnar að taka undir með Jóni Magnússyni lögmanni og sjálfstæðismanni og fleirum um að opin landamæri séu ekki lausnin.
Í öðru lagi talaði Diljá Mist Einarsdóttir svo vel um þessi mál fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins að maður þarf ekki að vera alltof svartsýnn í garð ungu kynslóðarinnar.
Í þriðja lagi kom Eyjólfur Ármannsson úr Flokki fólksins einnig vel út, þannig að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður ekki framar lagður í einelti fyrir að vera eins og einhver hrópandi í eyðimörk um það sem aðrir hafi ekki áhuga eða neinn skilning á.
Í fjórða lagi var þetta í fyrsta skipti sem ég heyrði Arndísi Önnu K. Gunnarsdóttur fara mikið halloka fyrir framan sjónvarpsvélarnar og fá öflugri andstæðinga en hún ræður við. Það var skynsamlegt af Pírötum að láta hana taka við af Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og öðrum um að tala um þessi mál, því hún er yfirvegaðri og rökvísari, og ekki svo auðvelt að tala hana í kaf, sem tókst þó að þessu sinni, aldrei þessu vant.
Þessi þáttur minnti á gamla Silfur Egils, frá 2000 til 2010, áður en eftirhrunstíminn kom þaggandi allt niður. Beztu þættirnir eru þegar fólk fer að rífast og skemmtilegar persónur reyna sitt ýtrasta til að sannfæra andstæðinginn.
Þrjú ungar konur í Sjálfstæðisflokknum hafa vakið athygli, Diljá Mist, Þórdís Kolbrún og Áslaug Arna. Það er vonandi að Diljá Mist haldi áfram að feta sig á hefðbundnum slóðum, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn vann sína stærstu sigra og vann þjóðinni mest gagn.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 19
- Sl. sólarhring: 104
- Sl. viku: 897
- Frá upphafi: 131591
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 703
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fólk gerir ennþá greinarmu á deildunum átta í Íslenska Kommúnistaflokknum. Það er gildislaus Efnishyggja þegar fólk ber saman heitin en ekki gildamengin.
Guðjón E. Hreinberg, 2.2.2023 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.