Wokebyltingin nær nýjum hæðum/lægðum, Bretar banna snertingu og faðmlög í tveimur skólum. Lesendur DV ekki sáttir.

DV var með merkilega frétt þann 13. janúar síðastliðinn með fyrirsögninni:"Unglingum bannað að snertast í skólum til að tryggja öryggi þeirra."

Fréttin fjallar um löggjöf í tveimur skólum í Essex í Englandi, sem er á þá leið að nemendum er bannað að snertast og faðmast og þetta er kallað aggressíf snerting, eða árásargjörn snerting á betri íslenzku.

Aðstoðarskólastjóri í öðrum skólanum sagði í viðtali við BBC þessi orð: "Við munum ekki líða neina snertingu innan okkar samfélags. Þar með talið árásargjarna snertingu á borð við að faðmast, haldast í hendur, slá einhvern og svo framvegis. Þetta er til þess að tryggja öryggi barnanna."

Hann bætti við að skólinn vildi gjarnan að unglingarnir þróuðu með sér vináttu, en skólinn heimilaði ekki rómantísk sambönd innan skólans. Ennfremur kemur fram í bréfi til foreldra að refsingar verði við því ef slíkt gerist. Báðir skólar segja að viðbrögðin við þessu séu jákvæð.

Lesendur DV sem gera athugasemdir við þessa grein eru næstum allir sammála um að þetta sé forkastanlegt og skelfileg þróun. Einn lesandi DV virðist þó þessu fylgjandi og segir:"Kristlingarnir að missa sig núna!"

En eins og aðrir gefa til kynna í athugasemdum er þetta óhollt fyrir börnin, því rannsóknir hafa sýnt að enginn þrífst án snertingar, þar sem hún sýnir ást og umhyggju.

Það má spyrja sig hversu langt er hægt að ganga í öfgafræðum áður en venjulegt fólk gerir uppreisn og mótmælir?

Það er tízka í dag að finna eitthvað gegn þeim sem maður er ósammála sem talið er minna á aðferðir eða skoðanir nazistanna í Þýzkalandi í seinni heimsstyrjöldinni. Það þykir sanna að sá sem maður er ósammála sé bæði órökvís og heimskur, eða vondur að minnsta kosti og skoðanir viðkomandi léttvægar, ekki marktækar. Þó hefur lengi verið sagt með réttu að þegar umræður enda í þeim farvegi sé rökþrotið augljóst. Ég mun gera svona samanburð hér, aðeins vegna þess að greinin í DV er sláandi lík einu af því sem var fordæmt hjá Þriðja ríkinu.

Eitt af því sem tilheyrði menningu fylgismanna Hitlers í Þriðja ríkinu voru svokölluð mæðraheimili. Það er að segja að konur voru notaðar sem útungunarvélar inni á stofnunum, en þær máttu ekki snerta börnin sem þær fæddu, þau áttu að alast upp við vélrænt umhverfi.

Síðar kom í ljós að börn sem ekki eru snert og fá faðmlög og umhyggju verða eftirá í þroska, í tilfinningaþroska að minnsta kosti, og jafnvel á fleiri sviðum.

Woke menningin er þannig komin í fullkominn hring, hún er farin að verða nauðalík þeirri menningu sem hún reynir að berjast gegn, eða stór hluti fylgjenda hennar þykist berjast gegn, að minnsta kosti, á yfirborðinu.

Annað sem gerir femínista líka þjóðernisverkamannajafnaðarmönnum er bannið við gagnrýninni, akademísk krafa frá háskólum og menningarelítu um að neyða breytingum uppá þjóðfélagið sama hvað það kostar.

Við Íslendingar erum eins og aðrar vestrænar þjóðir á bullandi siglingu inní þessa dystópísku framtíð. Aðeins einn maður varð virkilega umdeildur fyrir að sýna valdhöfum Þriðja ríkisins óvirðingu á Íslandi, Steinn Steinarr skáld.

Í dag er það svo að mjög margir eru ósáttir við woke-kröfur, en á fáa er hlustað. Eins og valtari halda ráðherrarnir áfram að troða þessu í gegnum þingið, og flestir kannski með óbragð í munninum og beizkjusvip á andlitinu.

Þannig er Katrín Jakobsdóttir óvenjulega raunamædd á svipinn þessa dagana þegar hún lofar framgang Nató í stríðinu við Rússa og vopnasendingar til Úkraínu. Einnig er hún mjög þreytuleg þegar hún reynir að segja fólki hvað það sé gott þegar erlend voðaöfl neyða hana til að þrengja að réttindum Íslendinga, og svipur hennar segir allt sem segja þarf, að hún er andvíg þessu í hjarta sínu, hefur enga sannfæringu fyrir þessu, en tekur þátt í darraðadansinum til að þóknast Nató eða öðrum öflum.

Ótalmargir börðust gegn bóluefnaherferðinni á Íslandi og annarsstaðar. Eitt sinn skrifaði ég pistil sem var unninn upp úr því sem Guðrún Bergmann skrifaði um Endurræsinguna miklu.

Er þetta ekki framhald á þeim aðgerðum? Erum við ekki enn að verða vitni að því að það sem Guðrún Bergmann þýddi um Endurræsinguna miklu er að rætast enn, og í gegnum woke-byltinguna fjölþættu að þessu sinni?

Ef þörf var á að mótmæla bólusetningum/genasprautum, þá er þörf á að mótmæla þessu einnig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ingólfur, ágætur pistill að vanda.

En af því að þú minnist á það að fólk sýni hjarta sitt með öfugum formerkjum í svipbrigðum sínum, þá er það oft blekkingin ein. Úr huga þeirra sem þannig gepla sig hefur verið skóluð öll viska, þeir hafa verið hvítskrúbbaðir á milli eyrnanna í fávisku fabrikkum ríkisins. Hafa oft þar að auki selt sálu sína og hjarta til Mammons með landráðum.

Magnús Sigurðsson, 26.1.2023 kl. 07:49

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þakka þér fyrir Magnús. Ja við erum víst öll gölluð, en þegar leiðtogarnir vinna með hernaðarbandalögum eins og Nató sem grasrót flokkanna er andvíg, (Katrín Jakobsdóttir), þá er langt gengið.

Ég hef bæði kosið Sjálfstæðisflokkinn og Vinstri græna um ævina, en í þessu samstarfi finnst mér hvorugur flokkurinn standa almennilega undir væntingum mínum. Þó komu þeir okkur útúr kófinu sæmilega, en jafnvel er fólk ekki sammála um hvernig það var gert.

Alltaf gott að fá þínar athugasemdir.

Ingólfur Sigurðsson, 27.1.2023 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 615
  • Frá upphafi: 107038

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 474
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband