25.1.2023 | 01:36
Úr Drómu, ljóð 5. september 2007.
Stríða þau stanzlaust á velli?
Styrjöld ei skilja þau tómu?
Stökk ei stúlka mín,
stendur hvötin fín?
Augljóst það er ekki,
aldrei velur þrællinn hlekki.
Hverfur líf með hvelli?
Hvenær losnum öll úr Drómu?
Heilögu, ósæju hofin
hafa þó allramest völdin.
Ástin milda, mey,
mun því bregðast ei!
Tjá mér óskir allar,
annars nálgast margir kallar.
Ekki alveg sofin?
Aðeins reiði, sjáðu gjöldin!
Misjafnan heyrði ég muninn
margvís þar snuðraði Huginn.
Rún mín, ríki þitt,
reyndar varð það mitt.
Hrædd í faðm þíns fjanda,
fyrr en reynir þú að anda.
Getur orðað gruninn?
gegnumskjótum ekki duginn!
Allt heyra almáttkir hrafnar,
Óðni þeir vísdóminn segja.
Sjáðu sorg í mey,
senn er horfið fley.
Augljós birting bendir,
bölið ætíð nærri lendir.
Oft hinn klári kafnar,
konur slíkar vilja þegja.
Örurnar enn til þín heyra,
einnig það sjá er menn fela.
Önnur tegund á,
allt sem hinir fá.
Kjarkur brostinn kona?
Kanntu nú að berjast, vona?
Öll er óskin veira?
Æ hve þurfa margir pela!
Kom þú nú Óðinn minn eini,
einatt í mannanna veiki.
Gef mér fljóðið fínt,
finndu, það er brýnt!
Starf mitt bíður stranda,
stríðu tröllin heimum granda.
Ógnin ytri í leyni
er nú líkt og fyrr á kreiki.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Ég ber hæfilegt traust til beggja kvennanna en efast líka tal...
- Leikritið heldur áfram, þar til blekkingin fellur til fulls
- Sköpunarsaga Biblíunnar, Genesis kemur frá norrænu fólki sem ...
- Fáein orð í keltnesku, gaulversku. Kennsluþáttur í útdauðu má...
- Jafnaðarfasismanum var komið á með því að neyða fólk til að f...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.2.): 94
- Sl. sólarhring: 139
- Sl. viku: 757
- Frá upphafi: 136957
Annað
- Innlit í dag: 75
- Innlit sl. viku: 594
- Gestir í dag: 73
- IP-tölur í dag: 72
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.