21.1.2023 | 03:59
Þekk, ljóð frá 19. maí 1995.
Gleymdu þínum göllum nú,
girndin kennir,
vinskap efldu fyrst og fremst,
frú við ólík viðbrögð gremst.
Elskar aðeins þú,
einnig nennir?
Hika ég og hræðist fljóð,
hitt er kynið...
Var ég særður, vakin skelfd,
varla lifir eftir helfd.
Inn sú alda tróð,
efldist skynið?
Einhver sem vill elska þig
ef þú treystir...
Hún er fín og fullkomin,
finnur hún í mér sinn vin?
Bætir báknið sig?
Bjarmann reistir?
Einhver sem vill annast mann,
ástúð sýna...
Hún er þannig, þekk og góð,
það er líkt og finni sjóð...
Blíða brúðan ann,
brátt mun hlýna.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 39
- Sl. sólarhring: 44
- Sl. viku: 635
- Frá upphafi: 141233
Annað
- Innlit í dag: 36
- Innlit sl. viku: 478
- Gestir í dag: 32
- IP-tölur í dag: 32
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.