Upphefð fékkstu ekki næga, ljóð 18. júní 1996.

Hefnd er næg í hófum þínum,

horrim ein í fjöldans gengi.

Upphefð fékkstu ekki næga,

aðrir töldu flaug þó dræga.

Allt sem gafstu ekki þiggja tröll.

Egó blindar,

skort á mætti myndar.

Mun það jafna sviðið snautt?

Skaðar flesta minnimáttarkenndin,

mun því holdið vera dautt.

Sorg í söfnum mínum?

Sofa allir tindar?

Þókt ég frið þinn fengi

fljóðin hyrfu öll.

Glepur marga grenndin,

gerist skap þitt rautt.

 

Mátti verða af guði gerður

gleðidjöfull væddur mætti.

Þekking lítil, raun þó reynir,

rekkur betri ei því leynir.

Gat ég veitt þér sigur? - Féll ég flatt,

fyrst ég hrelldi...

spurði ekki á speldi?

Spariklæddur vill ei lýð.

Kraup ég? - Var ég aðeins eins og hinir?

alla hunds míns tíð?

Aðeins einskisverður?

Æskumáttinn felldi?

Böl mitt ekki bætti?

Bara dómsorð satt?

Djúpið dýrka vinir,

dýrð, og fánýt stríð.

 

Hamur fylgi nauðsyn náðar,

neðar ekki framar gangi.

Frúrnar ekki hlusta hýrar,

hinar bíða snotrar, dýrar.

Komstu uppí Óðins miklu höll?

Aðrir skilja?

Finn ég Vana vilja?

Varstu komin alheimssök?

Atvik hafa gildi, neikvæð nefna

nútíð, fall og rök.

Gefa geð sitt báðar,

gyðju ekki hylja.

Var hinn virki fangi?

Verður tíðin öll?

Góða, gamla hrefna,

gilda fávís tök?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 89
  • Sl. viku: 716
  • Frá upphafi: 133622

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 557
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband