Sölumennska Samfylkingarinnar hitti í mark hjá þjóðinni

Markaðssetning Kristrúnar Frostadóttur er eins og vel heppnuð sölubrella sem gekk fullkomlega upp, rétt eins og þau hafi haft almannatengla sér til aðstoðar, sem auðvitað er málið. Kristrún nær að tikka í réttu boxin sem svara til persónulegra vinsælda Katrínar forsætisráðherra, hún er kona í karlaheimi með skýra rökhugsun og þekkingu á fjármálakerfinu, hún vill vinna með fólki en ekki útiloka flokka, og hún er barnshafandi sem segir fólki ómeðvitað að hún sé ekki karlahatari. Stuðningur Katrínar forsætisráðherra við fóstureyðingar hefur gert hana umdeilda ásamt því að líta út fyrir að vera í Sjálfstæðisflokknum frekar en Vinstri grænum eftir þetta samstarf.

Nú er Samfylkingin stærsti flokkur landsins samkvæmt einhverri könnun sem sýnd var í kvöldfréttunum í gær að minnsta kosti, stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Þetta er einhvernveginn dæmigert fyrir okkar íslenzku þjóð, að þegar einn flokkur kemst á blússandi siglingu myndast enn sterkara trend og enn fleiri stökkva á vagninn, múgæsing myndast.

Stærsti hluti þjóðarinnar vill ekki ganga í ESB sennilega, og það að Kristrún hefur mildað ESB þráhyggju flokksins gerir hann enn fýsilegri kost fyrir marga.

En sá sigur í könnunum sem vinnst með klækjabrögðum og þekkingu á markaðslögmálum er heldur tæpur.

Með miklum vinsældum Samfylkingarinnar nú um þessar mundir opnast dyrnar aftur fyrir ESB-ríkisstjórn. Vonandi er stærstur hluti þjóðarinnar minnugur hrunsins 2008, og hvernig Mammonsdýrkunin lék þjóðina þá.

Þrátt fyrir allt hefur Bjarni staðið sig vel í fjármálaráðuneytinu og sjálfstæðið hefur hjálpað þjóðinni eins og krónan. Hvernig hefðum við annars komizt uppúr sveiflunum í hagkerfinu?

Föðurættin mín hefur sannfært mig um að jafnaðarmennskan sé sterkt afl sem ráði einna mestu í samtímanum. Kannski er Samfylkingin loksins orðinn þessi ósigrandi miðjuflokkur og vinstriflokkur sem stefnt var að.


mbl.is Viðskiptablaðið biður Kristrúnu afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 90
  • Sl. viku: 718
  • Frá upphafi: 133624

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 558
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband