Ég var í afmæli á föstudaginn og þar var rætt um woke fyrirbærið meðal annars og hrifningin takmörkuð, enda menn kristinnar trúar þar, og það fyrirbæri er tengt við vinstriflokka eins og demókrata frekar en hægrimenn, kristna menn og repúblikana.
Idol keppnin vekur athygli hjá þjóðinni. Upphaflega þýðir orðið skurðgoð, en í þessari merkingu er þetta poppstjörnuátrúnaðargoð.
En í afmælinu var einn snjall íslenzkumaður, ef ekki fleiri. Hann sagði að rétt væri að kalla wokara væklinga, og hreyfinguna væklunarhreyfinguna.
Ég sagði að það myndi minna á orðið væsklingar, eða væsklar, sem þýðir veiklaðir einstaklingar, en hann sagði að orðið væri búið til úr sögninni að vakna, með hljóðvörpun, og að sleppa einum staf breytti merkingunni. Eftir að hafa velt þessu svolítið fyrir mér sagði ég að mér litist prýðilega á orðið. Sérstaklega þegar mér var það ljóst að það minnti fólk á sögnina að veikla og nafnorðið væskill, sá sem er veiklulegur. Raunar veit ég ekki hvort nýyrðasmiðurinn góði hafi ætlað sér að búa til þessar hljóðlíkingar og þessi hugrenningatengsl, en röksemdir hans halda, nýyrði búið til úr sögninni að vekja, sem er samt nógu skrýtið og grípandi fyrir fólk á öllum aldri til að gilda yfir þetta woke-fyrirbæri, sem sumir telja alveg nýtt.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 17
- Sl. sólarhring: 113
- Sl. viku: 735
- Frá upphafi: 127615
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 517
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.