31.12.2022 | 01:57
Helstefnan einkennir árið 2022, vonandi að bjartara verði yfir nýju ári
Eins og einn viðmælandinn sagði í þætti Gísla Marteins, þá var árið 2022 árið sem við lærðum að mannkynið hefur ekkert lært. Gamaldags stríð byrjaði í Evrópu, piltar og karlar láta slaufa sér, pólitíkusar verða óvinsælir, en Sóley Tómasdóttir, rauðsokkan mikla, sagðist hafa áhyggjur af því að hún yrði að finna sér nýtt starf, ef femínisminn myndi sigra endanlega á næsta ári. Marga hryllir við því.
Um áramót er rétt að minnast þess sem ekki má gleymast. Viðtalið á Útvarpi Sögu við lækninn Guðmund Karl Snæbjörnsson núna í síðustu viku er eitt af því sem ekki má gleymast, en hann er læknirinn sem hefur verið aðgerðasinni gegn bóluefnaherferðinni á þessu landi okkar, þegar aðrir hafa þagað hefur hann þorað.
Hann kallar þetta "tilraunastarfsemi í genameðferð", með 5 milljörðum sprauta með gríðarlegum dauðsföllum sem afleiðingu.
Eitt af því sem hann ræddi um fannst mér sérlega sláandi, dauðsföll ungs fólks, sem var stálhraust fyrir. Ungur maður sem ég þekkti dó á árinu og hafði verið fílhraustur áður, rétt rúmlega þrítugur. Ég þekkti hann úr tónlistarbransanum, en hafði ekki hitt hann í mörg ár, og hann var orðinn fjölskyldumaður. Eftir nokkrar sprautur fór hann að finna óþægindi fyrir hjarta, en ekki taldi hann það neitt alvarlegt. Það endaði þó með skyndidauða öllum að óvörum einn daginn, án undangenginna veikinda. Þetta andlát er ekki talið tengjast bólusetningum neitt, en lýsingarnar passa við það sem Guðmundur Karl talaði um í þessu viðtali.
Það er himinn og haf á milli opinberra skýringa og skýringa bóluefnaandstæðinga. Það er kannski skiljanlegt að þöggun ríki um þessi málefni, því sorgin er mikil hjá fólki eftir ástvinamissi, og hugsunun um að yfirvöldin ráðist gegn fólki með þessum hætti er einfaldlega of stór fyrir flesta til að hægt sé að sætta sig við hana eða meðtaka hana svo auðveldlega.
Framtíðin ein mun leiða það í ljós hvað er rétt og satt í þessu, en ótrúlega margt mun breytast ef Trump hafði rétt fyrir sér. Þá er tími jafnaðarmanna og vinstrimanna loksins búinn, og þeir verða úthrópaðir sem engu minni glæpamenn en nazistar Þriðja Ríkisins eða kommúnistar Moskvu, eða Maóistarnir.
Það er margt fleira sem mun koma í ljós á nýju ári. Verður saminn friður í Úkraínudeilunni eða stigmagnast þetta niður í heimsstyrjöld og heimsendi, kjarnorkustyrjöld, gereyðingarstyrjöld?
Kemst á eitthvað jafnvægi á milli femínista og fórnarlamba þeirra eins og Sóley Tómasdóttir talaði um, eða halda leiðindin áfram og mannorðsþjófnaðurinn?
Árið 2022 var engin sæla, og flestir á Vesturlöndum hljóta að geta tekið undir það. Verra ástand á fleiri sviðum er ríkjandi, hnignun í flutningskerfum orku, og margt fleira.
Ég vil þó vera bjartsýnn um það að hægt sé að sameina vinstrimenn og hægrimenn, að allir hafi eitthvað gott og rétt til málanna að leggja, ef hlustað er á rökræður og skynsemin látin ráða frekar en þrjózkan.
Við ættum að biðja, hvað sem við trúum á, ef eitthvað, að komandi ár verði skárra en þetta sem er að verða liðið.
Að sjálfsögðu gerðist þó margt jákvætt og gleðilegt á árinu 2022 einnig.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
- Eins og í Bandaríkjunum þarf stuðning þeirra sem ættaðir eru ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 69
- Sl. sólarhring: 188
- Sl. viku: 753
- Frá upphafi: 129868
Annað
- Innlit í dag: 63
- Innlit sl. viku: 574
- Gestir í dag: 59
- IP-tölur í dag: 59
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.