29.12.2022 | 16:46
Yfirborðsstjórnmál, eins og Sigmundur Davíð sagði í viðtali
Grunnkerfum hefur ekki verið sinnt á Íslandi sem skyldi. Þessi frétt fjallar um bilanir í orkukerfum, raforkukerfi og í flutningi vatns munum við eftir bilunum frá þessu ári líka.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var í viðtali á Útvarpi Sögu og hann kom með mjög góða setningu. Hann sagði að nú væri áherzlan á Alþingi sú að "fylgjast með afleiðingum" frekar en að vera með fyrirbyggjandi aðgerðir eða sjá fyrir hvaða áhrif ýmislegt hefur, eins og lagabreytingar á Alþingi, og slíkt.
Þannig stefna er nokkurskonar uppgjafarstefna. Hlutum er leyft að fara til fjandans og í staðinn er reynt að bregðast við gagnrýni, ekki vandanum sjálfum.
Þegar stjórnmál eru orðin fegurðarsamkeppni skoðananna þá verða skoðanirnar grunnar og snúast um tízkumálefni og tildur. Þegar kjósendur snúast eftir vindi tíðarandans og tízkumálefna þá verða slíkir flokkar stærstir sem snúast um lýðskrum, vinstrilýðskrum, því hægrilýðskrum snýst um athafnir og lausnir, en það er greinilega á útleið í heiminum, miðað við þróunina síðastliðin ár að minnsta kosti.
Það þarf ekki að efast um það að ástandið á Vesturlöndum er eins og í Róm, þegar rómverska heimsveldið var að falli komið. Stjórnmálamenn sem eru með lausnir fá ekki nægilegt fylgi, eins og Sigmundur Davíð og Guðmundur Franklín, sem hefði gert mikið gagn, hefði hann komizt að.
Alvarleg staða sem við höfum áhyggjur af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 7
- Sl. sólarhring: 77
- Sl. viku: 611
- Frá upphafi: 132064
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 505
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.