Þeir varnarlausu geta átt meiri innistæðu í guðsríkinu en þeir sem eru sigurvegarar í þessum heimi - sígildur boðskapur jólaguðspjallsins er þannig

Jólaguðspjallið geymir þá merkilegu sögu að frelsarinn fæddist í fjárhúsi. Það er finnst mér nóg til að gera kristnina öðruvísi en ýmis trúarbrögð sem leggja áherzlu á guði sem eru yfirmannlegir og ósigrandi að Jesús er samkvæmt sögunni ofsóttur af Heródesi strax þegar hann fæðist. Það vekur samúð með honum og sannleikanum einnig, segir okkur að sannleikurinn er ofsóttur, það er regla frekar en undantekning.

Á sama tíma og Jesús Kristur er sagður ósigrandi og almáttugur guð eins og faðirinn birtist hann okkur í líki varnarlauss barns á sama tíma, sérstaklega á jólunum, þegar hann er sagður hafa fæðzt, þótt sumir efist um þá tímasetningu fæðingu hans.

Þetta finnst mér vera heillandi við jólaguðspjallið og tala til mín, boðskapurinn er sá að við getum tekið feil á þeim sem eru varnarlausir og lítils megandi í okkar samtíma, þeir geta átt innistæðu í guðsríkinu sem er miklu meiri og merkilegri en fólkið sem er mest metið og ræður yfir öðrum í þessum heimi.

Inni á Stundinni er einn í athugasemdum sem kallar guð Biblíunnar "fjallaklifrara" sem "sagði að konan ætti að vera manninum undirgefin", og "Jesús boðaði allt annað en stendur í Gamla testamentinu".

Já það eru víst engar ýkjur að Nýja testamentið er vinsælla en Gamla testamentið í nútímanum, og þó sagði Kristur að ekki félli stafkrókur úr gildi úr lögmálinu á meðan himinn og jörð stæðu uppi.

Í Lúkasarguðspjalli er tilvitnunin fræga, "að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina" að boði Ágústusar keisara. Margir hafa fært þetta uppá nútímann, að þau boð komu frá Bill Gates að bólusetja skyldi alla heimsbyggðina.

Eftir því sem bókmenntatextar verða frægari og útbreiddari er meiri hættan á að menn efist um þá og vilji skýra þá á sinn hátt. Þannig er auðvitað um þessa texta, að margir telja sig vita betur um þá en fólk sem vill einfalda barnatrú.

Hvort sem þessir textar eru sagnfræðilega réttir eða ekki eru þetta fallegir textar að mörgu leyti og fullir af mannúð. Það eitt gefur þeim gildi, þeir gefa fólki von og góða trú sem hægt er að byggja á. Nema hvað að heimurinn er ekki algóður, og því er þörf að leggja út af öðru einnig.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár til allra!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Rétt, öfundin er ein af dauðasyndunum.

Þessi athugasemd gerir pistil minn nákvæmari. Takk fyrir það og þökk fyrir kveðjurnar.

Ingólfur Sigurðsson, 25.12.2022 kl. 04:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 64
  • Sl. viku: 613
  • Frá upphafi: 132066

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 507
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband