16.12.2022 | 00:26
Útvarp Saga er mikilvægari en RÚV, og þarf að vera studd rækilega
Inni á steinsofandi fjölmiðlum vinstristefnunnar eru nokkrir sem beita athyglisgáfu sinni og sjá að ýmislegt má gagnrýna við samtímann. Snorri Másson á Stöð 2 er einn af þeim. Hann er ekki bara vel máli farinn heldur vel skynsamur og sýnir það. Á fimmtudaginn, í gær, var hann umsjónarmaður Íslands í dag, og þar fjallaði hann um óréttlæti sem Útvarp Saga verður fyrir.
N4 hneykslið er alfrægt orðið, en Ísland í dag fjallaði líka um að Útvarp Saga var einn af þremur fjölmiðlum sem fékk ekki styrk af 28 sem sóttu um. Eins og Snorri benti réttilega á var Útvarp Saga eini landsþekkti fjölmiðillinn af þessum þremur sem njóta talsverðra vinsælda og er ekki að þjónusta lítinn hóp.
Það er alveg augljóst að andúð á sannleikanum eða önnur spilling býr þar að baki. Hversvegna er ekki Lilja Alfreðsdóttir búin að gera eitthvað í þessu? Alltaf er hún kurteis við Arnþrúði þegar hún mætir þangað í viðtöl á stöðina og hljómar sannfæradi og alúðleg. Hvaða skuggalegu öfl eru þar að verki sem skemma fyrir Útvarpi Sögu?
Snorri Másson spurði Arnþrúði hvort Djúpríkið væri þarna að verki. Arnþrúður svaraði ekki spurningunni en vék sér að öðru, eins og til að forðast að vera stimpluð sem samsærlingur, loksins komin í viðtal á svona almennri stöð. Hún hefði alveg mátt svara játandi, því Djúpríkið teygir anga sína víða, það fyrirbæri spillingarinnar.
En spurningin sýndi þó að Snorri er einn af fjölmörgum sem laumast til að hlusta á Útvarp Sögu, sem af einhverjum pólitískum andstæðingum er talið vera útvarp fyrir eldra fólk með fordómafullar skoðanir, sem er alrangt.
Útvarp Saga gegnir mjög mikilvægu menningarlegu hlutverki, og kannski eða tvímælalaust stærra menningarlegu hlutverki en RÚV, sem hefur varpað frá sér menningarlegri ábyrgð og skyldu, fyrir fjölmenningu og lýðskrum.
100 milljónir eigi ekki að fara alfarið til N4 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Öfgar til vinstri kalla á öfga til hægri
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 23
- Sl. sólarhring: 98
- Sl. viku: 771
- Frá upphafi: 130056
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 602
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð grein Ingólfur!
Birgir Loftsson, 16.12.2022 kl. 17:49
Takk, augljóst mál sem flestir ættu að taka undir. Allar hinar stöðvarnar eru mjög svipaðar, því miður. Útvarp Saga sker sig úr, þorir einsog Arnþrúður segir.
Takk fyrir hrósið.
Ingólfur Sigurðsson, 17.12.2022 kl. 04:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.