Nú stendur heimsbyggðin frammi fyrir kreppu, sem væri hægt að afstýra með friðarsamningum við Rússa.

Íslenzk stjórnvöld veita 400 milljónum til Úkraínu í vetraraðstoð. Bandaríkjastjórn ætlar að senda háþróaðasta og bezta loftvarnarkerfi í heimi til Úkraínu. Heimsbyggðin stendur á öndinni og hrúgar fé í Úkraínu.

Því var haldið fram í upphafi stríðsins að Rússar væru gjaldþrota, máttlausir, úreltir, óskipulagðir, en þó held ég að sífelldur fréttaflutningur af gríðarmiklum vopnasendingum til Úkraínu með hátæknivopn og hvaðeina, þjálfaða hermenn jafnvel, sýni og sanni að sá fréttaflutningur er bullið eitt og froðan.

Firnaháum fjárhæðum hefur verið rænt af Rússum og þeir fara í gjaldþrota Vesturlönd og stríðsreksturinn, sem kallaður er uppbygging Úkraínu.

Þetta Úkraínustríð er hræðilega sorglegt. Þetta eru nágrannaþjóðir sem báðar eiga sér stórmerkilega sögu og ættu að vinna saman og lifa í sátt og samlyndi.

Margir hafa lýst því að Rússar hafi farið með Úkraínumenn eins og olnbogabörn lengi. Hið sama má segja um Vesturlönd. Þau hafa notað Úkraínu sem veikan blett á Rússlandi, þar sem stuðningur við Vesturlönd hefur verið mikill þar lengi, og jafnvel meira áberandi en í Rússlandi sjálfu. Þannig var það með úkraínsku byltinguna 2014, eða Virðuleikabyltinguna, þar voru tveir hópar Úkraínumanna sem börðust, þeir sem vildu styrkja tengslin við Vesturlönd og þeir sem vildu styrkja tengslin við Rússland. Þetta hafa pólitíkusar á Vesturlöndum notfært sér blygðunarlaust og miskunnarlaust. Sagan sýnir að þegar stórþjóðir notfæra sér svona viðkvæma punkta sýður uppúr með skelfilegum hætti.

Já, 400 milljónir fara til Úkraínu í vetrarhjálp og stríðið er áhugamál demókrata útum allan heim, sem núverandi Sjálfstæðisflokkur tilheyrir að mestu leyti, því miður. Það er bláköld áróðurslygi femínistans Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur að allt sé þetta gert af mannúð og miskunnsemd í garð Úkraínumanna. Nei, allt er þetta gert í hroka og monti yfir því að Vesturlönd beri af öðrum og að rússneska hálfeinræðið megi ekki skyggja á þá glansmynd af stjórnkerfi.

Þetta stríð hefur kostað óheyrilega mikið af náttúruauðlindum, mannslífum og fjármunum. Það hefur sýnt fram á ótrúlegan styrk Rússlands gegn næstum allri heimsbyggðinni. Það hefur sýnt fram á örvæntingu Vesturlanda ekki síður.

Íslenzk stjórnvöld gætu veitt 400 milljónum í íslenzka vetrarhjálp í staðinn, til að byggja gistiskýli fyrir alla sem þurfa á því að halda.

Við tilheyrum hinum viljugu þjóðum eins og í Íraksstríðinu. Við erum viljug að leggja útí stríð.

Hvað myndi gerast ef íslenzk stjórnvöld myndu gagnrýna Bandaríkin og Vesturlönd og fara að standa með Rússlandi? Myndum við lenda í viðskiptaþvingunum? Er það allt vestræna lýðræðið og frelsið?

Hvað ef við hættum að taka við öllum flóttamönnum nema þeim úkraínsku á meðan stríðið stendur yfir, í stað þess að senda þeim þessa fjármuni?

Af hverju eru ekki allir kostir ræddir í stöðunni? Af hverju þessi einstefna? Vegna áróðurs frá demókrötum, áróðri frá gerspilltum auðrónum sem hafa skilið eftir sig sviðna jörð víðast hvar?


mbl.is Úkraína þarf tvo milljarða rúmmetra af gasi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það segja sumir að aðstoðin við Úkraínu fari í hring, eins og hver önnur hjálparaðstoð. Henni sé nú mokað úr sameiginlegum sjóðum þjóðanna til að koma þjóðríkjunum á hausinn, og endi svo í reynd að mestu heima aftur, bara í "réttum vösum".

Magnús Sigurðsson, 14.12.2022 kl. 06:16

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Á sama tíma geta Íslendingar bara "étið það sem úti frýs"................ undecided

Jóhann Elíasson, 14.12.2022 kl. 13:20

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta var mjög gott innlegg hjá þér Magnús. Já vegir stjórnmálanna eru órannsakanlegir eins og guðs. Ég hef heyrt þetta með hringstreymið í fjármagninu sem ætlað er til góðra verka.

Svo eigum við að trúa leikritunum.

Ingólfur Sigurðsson, 14.12.2022 kl. 16:40

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ástandið á Íslandi er auðvitað skárra en víða, Jóhann. Samt er það svo að eins og einhver sagði í Frjálslynda flokknum, að sömu peningum verður ekki farið í hjálp bæði innanlands og utanlands. Vinstri grænir eru í ríkisstjórn, þeir ættu að beita sér meira fyrir að hjálpa fátækum á Íslandi, þeir gefa sig út fyrir að vera vinstriflokkur og hafa enga afsökun.

Ingólfur Sigurðsson, 14.12.2022 kl. 16:44

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það var nú ríkisstjórn Heilagrar Jóhönnu með stuðningi VG, sem byrjaði skerðingarnar á eldri borgurum og öryrkjum sem áttu aðeins að vera í TVÖ ÁR, á meðan það versta væri að gang yfir, þetta hefur ekki verið leiðrétt enn þann dag í dag ÞAÐ ERU 12 ÁR SÍÐAN AÐ LEIÐRÉTTINGIN HEFÐI VERIÐ GERÐ EINS OG RÁÐ VAR FYRIR GERT.  Kjör eldri borgara og öryrkja hafa sjaldan verið eins slæm og þau eru í dag.  Ég veit ekki  til að neinn hælisleitandi sé á götunni eða sofi í bílum.......

Jóhann Elíasson, 14.12.2022 kl. 17:02

6 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Skelfilegt en satt Jóhann. Já, þetta ættu vinstrimennirnir að lesa sem mótmæla útaf hælisleitendum og eyða orku í það. Já, þetta ættu sem flestir að lesa. Takk fyrir að minna á afbrot vinstrimanna.

Ingólfur Sigurðsson, 14.12.2022 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 82
  • Sl. sólarhring: 106
  • Sl. viku: 754
  • Frá upphafi: 133434

Annað

  • Innlit í dag: 68
  • Innlit sl. viku: 577
  • Gestir í dag: 65
  • IP-tölur í dag: 63

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband