17.11.2022 | 14:48
Búsáhaldabyltingin til einskis, segir Bragi Halldórsson í DV grein.
Það er merkileg grein í DV þar sem einn baráttumaður úr Búsáhaldabyltingunni lýsir því yfir að hún hafi verið til einskis og engu skilað. Þessi boðskapur nær svo sem ekki til atvinnumótmælendanna sem eiga heima í Viðreisn, VG og Pírötum, en það má segja að hópurinn sem stóð að Búsáhaldabyltingunni sé orðinn dreifður og tvístraður og efi farinn að ásækja stóran hluta forkólfanna þar.
Þegar menn komast að þessari niðurstöðu er hin niðurstaðan skammt undan að of sterk öfl séu að verki, samsæriskenningar og rannsóknir á þjóðfélaginu sem sumar styðjast við viðurkennda félagsfræði en aðrar ekki.
Það nægir ekki að skipta um andlit, eðlið er það sama. Hörður Torfason lifir á þeirri frægð sem hann fékk þarna og predikar í útlöndum um þátttöku sína í þessu. Önnur búsáhaldabylting er ekki í kortunum og þó er fátæktin að vaxa í fátækustu hópum samfélagsins.
Almenningur missti áhugann, ekkert er breytt frá byltingunni. Það sem breyttist þó er að endurnýjun varð í spilltum flokkum og nýir spilltir smáflokkar voru stofnaðir.
"Búsáhaldabyltingin ól ekkert af sér annað en nokkra beyglaða potta og brotnar sleifar", er haft eftir honum í DV.
Virkir í athugasemdum benda á tvö atriði, að Búsáhaldabyltingin hafi leitt af sér meiri reiði og mannorðsmeiðingar í athugasemdakerfum DV, en einn segir að þjóðin hafi fattað að hún geti risið upp og tekið völdin. "Þjóðin?" Nei, örbrot frekustu kommúnista þjóðarinnar öllu heldur, sem hafa fattað að þeir geta sett valdhöfum afarkosti og kúgað þá til hlýðni.
Það dapurlega er að tilgangslausar kommabyltingar munu halda áfram, en ekki byltingar þar sem aðrir hópar samfélagsins rísa upp, til dæmis millistétt, eldri borgarar, öryrkjar.
Atvinnumótmælendur eru aktívistar sem læra fræðin í skólum og slípa og þjálfa í vinnubúðum og sérhópum með tengsl við alþjóðasamfélagið í slíkum fræðum. Venjulegt fólk nennir ekki að leggja sig eftir því og er fórnarlömb.
En hvað gera yfirvöldin? Þau ráðast á kjána sem röfla á kaffihúsum og láta vinstriöfgamenn eiga sig.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, ...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 90
- Sl. sólarhring: 96
- Sl. viku: 749
- Frá upphafi: 127292
Annað
- Innlit í dag: 57
- Innlit sl. viku: 560
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 47
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.