13.11.2022 | 15:33
Eilíf er baráttan fyrir verndun náttúrunnar, þótt Kárahnjúkavirkjun hafi komizt til framkvæmda
Íslendingar voru mjög virkir í mótmælunum gegn Kárahnjúkavirkjun. Án efa eru þar rætur kvikmyndarinnar sem Jodie Foster hefur tekið uppá sína arma, "Kona fer í stríð".
Svona mynd er hægt að endurgera á margvíslegan hátt. Ef sögusviðið verður Ísland er hægt að tengja myndina við baráttuna gegn Kárahnjúkavirkjun fyrir hrunið 2008. Það myndi vera ágætis sviðsetning og trúverðug, held ég.
Ef sögusviðið er Bandaríkin eða önnur lönd þarf að finna annarskonar sögu til að tengja við.
Ég tengi mikið við myndina "Kona fer í stríð". Mér finnst þetta snilldarlegt að tengja svona saman umhverfisvernd og femínisma, búa til kvenhetjuhlutverk sem vakið hefur athygli Jodie Foster og fleiri, sem er vel fær um að leikstýra myndum.
Þegar ég söng lagið "Náttúran" á Myrkramessunni í MK árið 1991 var það lag aðeins 3 ára gamalt, en það er tímamótaverk þetta lag og það er tímalaust, gildir um alla áratugi og aldir. Margir hafa misskilið það, en þannig eru hin stóru verk, það er erfitt fyrir hið takmarkaða að meðtaka þau. Eins og ég hef áður sagt merkir þetta orð margt, náttúra, meðal annars andi, eða skapandi andi, fyrirætlun, og margt fleira.
Það fjallar þó um umhverfisvernd ekki sízt.
Næg eru tækifærin til að endurreisa menninguna og spurning hvort Jodie Foster muni leika þar hlutverk, eða hvort það tækifæri muni renna þeim úr greipum sem fóru villigötur. Kæmi ekki á óvart. Áhuginn á endurreisn er þó til staðar, einnig hjá konum eins og Jodie Foster. Myndin "Kona fer í stríð" hefur í sér örlagaþræði og tengingar víðar en margir hyggja.
Benedikt Erlingsson hefur komið að mörgum skemmtilegum og merkilegum verkefnum. Vonandi að fleiri myndir komi frá honum sem vekja athygli.
Benedikt fundar með Foster | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 8
- Sl. sólarhring: 159
- Sl. viku: 720
- Frá upphafi: 125311
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 572
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.