11.11.2022 | 15:11
Upptökulisti úr hljóðveri Fellahellis þann 26. febrúar 1998, þegar Kanadamaðurinn Adam Wright var hljóðmaður.
Ég hafði ekki tíma til að mæta í Dómkirkjuna á þriðjudagskvöldið til að hlusta á fræðslufund um Bob Dylan og flutning á nokkrum lögum hans, en þó var ég að spá í að mæta þangað.
Hljóðmaðurinn og Kanadamaðurinn Adam Wright hvatti mig mjög til dáða og var einn af þeim sem hjálpuðu mér að fá réttan hljóm þegar ég gaf út fyrsta hljómdiskinn minn árið 1998, í mjög litlu upplagi. Hér á eftir er lagalistinn úr hljóðverinu þennan dag, þann 26. febrúar árið 1998, en flest lögin á disknum voru tekin upp þennan dag, eða þessa kvöldstund, frá klukkan sex um kvöld til miðnættis um það bil. Adam Wright hrósaði mér fyrir dugnaðinn, að spila stöðugt í marga klukkutíma án þess að slá af. Hann sagðist aldrei hafa tekið upp svona mikið á svona skömmum tíma. Það fannst mér gott hrós. Þetta voru bara mínar vinnuaðferðir, að reyna að koma hlutunum í verk.
Ástæðan fyrir því að ég valdi ábreiðurnar eftir Dylan og Bítlana til útgáfu var sú að ég hafði ekki efni á að eyða miklum hljóðverstíma í að velja eigin lög, þegar kom að hljóðblöndun. Ástæðan var raunar margþætt, ég vildi herma eftir Bob Dylan, en fyrsta hljómplatan hans var einnig mestmegnis með ábreiðum eftir aðra.
Ástæðan var einnig sú að þessar upptökur voru fullkomnar, spilamennskan óaðfinnanleg og flutningurinn, en það sem heillaði mig mest var hljómurinn sem Adam Wright fékk með mixernum, nokkuð sem hinum hafði mistekizt á undan honum. Hann kenndi mér almennilega hvernig ætti að vinna í hljóðveri, rétt fjarlægð þegar hljóðnemar eru notaðir og annað slíkt. Einnig kenndi hann mér að syngja undir eða yfir hljóðnema, ekki beint í þá.
Ég kynnti marga nýja blúsa þennan dag eftir mig, sem voru flestir samdir árin 1996 og 1997, en styttir 1998, beztu erindin valin úr. Jafnréttisdiskarnir þrír - eða sex - eða níu - (það var óákveðið) voru þarna í vinnslu, en ekki þó komnir í fasta mynd og endanlega.
Adad spólur voru notaðar, myndbandsspólur með stafrænni tækni. Þar sem ég notaði aðeins tvær rásir notaði hann hverja spólu fjórum sinnum, átta rásir á einni spólu. Þannig fann ég mig knúinn til að vinna þetta mikið í hvert sinn sem ég fór í hljóðverið.
Síðar komst ég að því að upptökurnar sem ég gerði heima, demó eða ekki demó voru fullgóðar, en ég hafði ekki sjálfstraust til að meta þær að verðleikum þá.
Stundum eru fyrstu tökurnar nothæfar. Upphaflega voru þetta lögin sem ég hitaði upp með 1996 í Fellahelli, en þá voru tökurnar ónothæfar, bæði flutningslega og upptökulega. Enda voru þessi lög ekki ætluð til útgáfu, en ég vildi fá almennilegar upptökur 1998, og tók lögin aftur upp eftir Bob Dylan til að athuga hvort ég yrði sáttur við útkomuna.
Eitthvað óútskýranlegt fylgir þeim tökum sem eru nothæfar. Þær eru afslappaðar en vel spilaðar um leið. Ég var auðvitað búinn að æfa lögin eftir Bob Dylan mjög lengi, frá 1983 eða fyrr, þannig að eðlilegt er að þau hafi komið auðveldlegar fram á þessum degi hljóðritana, en frumsamda efnið hafi verið útsett á óljósari hátt.
Ég átti þó eftir að gefa út blúsana um jafnréttið og karlrembuna árin 2001 til 2003, á diskunum "Jafnréttið er eina svarið", 2001, (Einnig um kvenhatur og allskonar kynhneigðir), "Við viljum jafnrétti", 2002, (Einnig um sársauka í samskiptum, lagið Varúð er þar), "Jafnréttið er framtíðin", 2003, (Einnig um ádeilu á nútímamenninguna).
Ég átti mér fyrirmyndir að jafnréttisblúsunum og karlrembublúsunum sem voru samdir 1996 og 1997, en styttir 1998, það var hljómplatan "Í góðri trú", með Megasi. Ég var 16 ára þegar hún kom út og hún hafði mikil áhrif á mig. Grunnur þeirrar hljómplötu er ryþmablús frekar en hefðbundinn blús, svipaður og fyrstu rokkararnir komu með. Ég reyndi að herma eftir þeirri plötu í þessum blúsum mínum.
1. Blowing In The Wind (Bob Dylan) (Fyrsta taka notuð í útgáfu 1998).
2. Only A Pawn In Their Game (Bob Dylan) (Fyrsta taka notuð í útgáfu 1998).
3. Gotta Serve Somebody (Bob Dylan) (Fyrsta taka notuð í útgáfu 1998).
4. I Threw It All Away (Bob Dylan) (Fyrsta taka notuð í útgáfu 1998).
5. I Believe In You (Bob Dylan ) (Þessi taka ekki notuð).
6. I Believe In You (Bob Dylan) (Taka númer tvö, notuð í útgáfu 1998).
7. Oh Sister (Bob Dylan/Jacques Levy) (Þessi taka ekki notuð).
8. Oh Sister (Bob Dylan/Jacques Levy) (Taka númer tvö, notuð í útgáfu 1998).
9. Like A Rolling Stone (Bob Dylan) (Þessi taka var ekki notuð í útgáfunni heldur sú sem er frá 4. marz 1998, nokkrum dögum síðar).
10. She Loves You (John Lennon/Paul McCartney) (Þessi taka var ekki notuð í útgáfunni heldur sú sem er frá 2. martz 1998, nokkrum dögum síðar).
11. Jafnréttið er framtíðin (Blús/Taktur og tregi) (Fyrsta taka, ekki notuð).
12. Jafnréttið er framtíðin (Blús/Taktur og tregi) (Önnur taka, ekki notuð).
13. Jafnréttið er framtíðin (Blús/Taktur og tregi) (Þriðja taka, ekki notuð).
14. Jafnréttið á að ríkja (Blús/Taktur og tregi) (Fyrsta taka, ekki notuð).
15. Jafnréttið á að ríkja (Blús/Taktur og tregi) (Önnur taka, ekki notuð).
16. En sérð þú ekki eymdina? (Blús/Taktur og tregi) (Fyrsta taka, ekki notuð).
17. En sérð þú ekki eymdina? (Blús/Taktur og tregi) (Önnur taka, ekki notuð).
18. Þú trúir á fréttirnar (Blús/Taktur og tregi) (Fyrsta taka, ekki notuð).
19. Þú trúir á fréttirnar (Blús/Taktur og tregi) (Önnur taka, ekki notuð).
20. Sannleikurinn er ekki í blöðunum (Blús/Taktur og tregi) (Önnur taka, ekki notuð).
21. Jafnréttið er takmarkið (Blús/Taktur og tregi) (Fyrsta taka, ekki notuð).
22. Jafnréttið er takmarkið (Blús/Taktur og tregi) (Önnur taka, ekki notuð).
23. Ég vil jafnrétti (Blús/Taktur og tregi) (Fyrsta taka, ekki notuð).
24. Ég vil jafnrétti (Blús/Taktur og tregi) (Önnur taka, ekki notuð).
25. Ég vil jafnrétti (Blús/Taktur og tregi) (Þriðja taka, ekki notuð).
26. Ástandið (Blús/Taktur og tregi) (Fyrsta taka, ekki notuð).
27. Ástandið (Blús/Taktur og tregi) (Önnur taka, ekki notuð).
28. Ástandið (Blús/Taktur og tregi) (Þriðja taka, ekki notuð).
29. Trúðu ekki á menninguna (Blús/Taktur og tregi) (Fyrsta taka, ekki notuð).
30. Trúðu ekki á menninguna (Blús/Taktur og tregi) (Önnur taka, ekki notuð).
31. Stelpur stinga (Fyrsta taka, ekki notuð). (Þriðja taka í raun, miðað við fyrri ár).
32. Sumar í Helvíti (Fyrsta taka, ekki notuð).
33. Það er okkar starf að bjarga jörðinni (Blús/Taktur og tregi) (Fyrsta taka, ekki notuð).
34. Það er okkar starf að bjarga jörðinni (Blús/Taktur og tregi) (Önnur taka, ekki notuð).
35. Það er okkar starf að bjarga jörðinni (Blús/Taktur og tregi) (Þriðja taka, ekki notuð).
36. Stelpur stinga (Önnur taka, ekki notuð). (Fjórða taka í raun, miðað við fyrri ár).
37. Ég bið þig (Donaggio/Pallavicini - Ómar Ragnarsson) (Fyrsta taka, ekki notuð).
38. Dagný (Sigfús Halldórsson - Tómas Guðmundsson) (Fyrsta taka, ekki notuð).
39. Hvert örstutt spor (Jón Nordal - Halldór Laxness) (Fyrsta taka, ekki notuð).
40. Hvert örstutt spor (Jón Nordal - Halldór Laxness) (Önnur taka, ekki notuð).
Hér síðast eru lög sem ég ólst upp við og voru spiluð í útvarpinu og sjónvarpinu. Silfurtunglið eftir Halldór Laxness var menningarviðburður mikill sem hafði áhrif á alla landsmenn, og Vilhjálmur Vilhjálmsson í uppáhaldi á mínu heimili, en þarna eru lög sem hann söng á sínum ferli, eitt áður en ég fæddist, "Ég bið þig", frá 1968, með prýðilegum texta eftir Ómar Ragnarsson, en ég var aldrei viss um að textinn væri réttur, en ég skrifaði hann upp eins og mér heyrðist hann vera, þá voru engin textablöð inni í hljómplötuumslögum.
Næstum allir tónlistarmenn nota ábreiðulög líka. Þannig er fræg platan "Self Portret" með Bob Dylan frá 1970, árið sem ég fæddist, eða þá hljómdiskurinn "Good as I've been to you", frá 1992, einnig með Bob Dylan, þar sem hann syngur mjög gömul lög, sum frá upphafi 20. aldarinnar jafnvel, þjóðlög og annað slíkt.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 30
- Sl. sólarhring: 146
- Sl. viku: 742
- Frá upphafi: 125333
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 587
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.