Leðju makar Lokaþvegill, ljóð, 23. apríl 2018.

Unga sálin aðeins spegill,

orðin þeim sjálfum því lýsa.

Leðju makar Lokaþvegill,

losti, hatur, fýsa.

Elska með hatrinu ungfrúrnar gömlu,

andans veraldir þannig, lærðu!

Menning fallin, þig enn þannig slærðu!

það er fánýtt nú að trúa á andahyggju, sjá!

Dregst sú eining enn úr hömlu,

ekki svarið fá.

 

Þar hrokinn vex í hrókagarði,

hrifningin fortíðar skart er.

Fellur döggin fyrr en varði,

forarpyttinn snart hér.

Þversagnir galtómar, það örgum veitist,

þú ert ráfandi, hvað munt lepja?

Annar stjórnar, vitrast valdið, nepja,

viltu trúa á grimmd og hroka, fólskuhegðun enn?

Vargur svo á vinnu þreytist,

verða að skilja menn.

 

Guðum eru gleymdir djöflar,

gera sér sjálfum þann skaða.

Blekking sínu ríki í röflar,

rangt er snúin vaða.

Fagnaðarerindið, fyndnin og öfund,

fæstir taka eftir þessu skýra.

Líta á smáleik, burt fer brauðið dýra,

bara egó, guðum traðka á, sjálfhverf, lítil flón.

Annan sjá því allífs höfund,

aðeins vinna tjón.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 140
  • Sl. sólarhring: 181
  • Sl. viku: 709
  • Frá upphafi: 127145

Annað

  • Innlit í dag: 81
  • Innlit sl. viku: 531
  • Gestir í dag: 76
  • IP-tölur í dag: 76

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband