Ætli Eiríkur Bergmann prófessor hafi spurt sig að því hvort ástæðan fyrir því að jaðarkenningarnar eru komnar í miðju umræðunnar sé sú að þær geti verið réttar og veruleikinn sjálfur?
Maður sér nú hvernig hægrimenn og vinstrimenn berjast hatrammri baráttu um tjáningafrelsi, völd, áhrif og fjármagn og annað slíkt, og Elon Musk og Donald Trump þar framarlega og áberandi.
Hefur Eiríkur Bergmann spurt sig að því hvort vinstrimenn og jafnaðarmenn í Evrópu og víðar hafi breyzt og orðið ýgari, grimmari og ófyrirleitnari en áður, ekki ósvipað kommúnistunum í Kína?
Kommúnistar eru víðar en í Kína. Hinn kínverski kommúnismi hefur verið aðlagaður að kapítalismanum, og sumir halda því fram að Kínverjar hafi ítök víða í heiminum, og það virðist svo sem alveg ljóst.
Dr. Helgi Pjeturss hélt því fram að við Íslendingar ættum að vera forystuþjóð, í því að reisa hér fyrstu stjörnusambandsstöð í heimi í Öskjuhlíð, og verða friðarleiðtogar, og leiðtogar í trúmálum og vísindum, með Nýalsstefnunni. Að öðrum kosti myndi helstefnan sigra, sem hún hefur svo sannarlega gert, þar sem kenningar hans náðu ekki til fjöldans.
Nú finnst mér það að vísu mjög áhugavert að Ásatrúarmenn hafa reist sitt hof í Öskjuhlíðinni. Er myndarbragur á því og vonandi að mannkynið eigi sér von.
Það er ekki lengur í boði að innræta börnum og unglingum einungis vinstrifræði og Woke-fræði í skólunum. Fréttamenn sem nota þýddar fréttir og staðla frá útlöndum fá greitt fyrir að rugga ekki bátum, en fjölmiðlar eins og Útvarp Saga og Fréttin þurfa að verða meginstraumsfjölmiðlar og við þurfum sem flesta þannig fjölmiðla.
Það eru býsna margir sem ýja að því að Þriðja heimsstyrjöldin sé hafin eða muni hefjast. Það hversu ónauðsynlegt og furðulegt Úkraínustríðið er ættu þó öllum að vera ljóst. Einnig að vilji til friðar, einlægur vilji, er fyrsta skrefið.
Á bakvið átökin í Úkraínu er áróðursstríðið, tilraunin til að sannfæra fólk um að heimssýn Demókrata eða Repúblikana sé rétt.
Ég bind nokkrar vonir við Kristrúnu Frostadóttur, nýjan formann Samfylkingarinnar. Hún talar frekar eins og Katrín í VG, sem kann að vinna með öðrum flokkum og útilokar þá ekki.
Í heimsmálunum er einmitt þörf fyrir þannig fólk, sem notar mildina, kærleikann, fyrirgefninguna, sáttfýsina, innsæið og slíkt.
Jaðarkenningar í miðju umræðunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Öfgar til vinstri kalla á öfga til hægri
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 5
- Sl. sólarhring: 84
- Sl. viku: 753
- Frá upphafi: 130038
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 585
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.