19.10.2022 | 00:41
Öfgafullt veðurfar
Það er mjög sérstakt hvað vetrar seint og hefur gert um nokkurra ára skeið. Annaðhvort koma miklir stormar og hellidembur eða þurrkar um langt skeið. Það fellur undir skilgreiningar veðurfræðinga sem halda fram áhrifum frá menguninni á náttúruna, "meiri öfgar í veðurfari", eins og það er orðað.
Ég skil ekki nógu vel hversu mikil samstaða er í fólki með og gegn hamfarahlýnuninni í sambandi við hvort fólk er vinstrisinnað eða hægrisinnað. Mér finnst vísbendingarnar býsna margar sem benda á að þarna hafi vinstrimenn rétt fyrir sér. Mér er ekkert sárt að viðurkenna að þeir hafi rétt fyrir sér að einhverju leyti, þótt mér finnist sú vinstristefna sem ég aðhylltist 16 ára dauð og grafin, og orðin yfirtekin af Wokefylleríi og femínisma, sem aldrei átti að verða neitt nema fordæmdar vinstriöfgar.
Ennþá er veðurfarið að vísu sæmilega hefðbundið, en ég tel að það geti virkilega farið úr böndunum, þar sem svo ægilegir kraftar eru að verki. Nú síðast á Stöð 2 í kvöldfréttum kom fram að því miður er ózongatið yfir norðurheimskautinu í verra ásigkomulagi en nokkrusinni fyrr vegna niðurbrotsefna frá sjávargasi, og að loftslagsbreytingarnar ýti undir þau efnahvörf og mengun. Þetta sýna mælingar þrátt fyrir að hætt var að nota efni sem sannað var að eyddu ózonlaginu fyrir um það bil 20 árum síðan. Þetta ætti enn einu sinni að sýna fram á að varla eru nein mál brýnni okkar mannkyni en umhverfismálin.
Hvaða sjávargas er það sem svona eyðir ózonlaginu? Ætli það sé tengt breytingum í lífríkinu? Það væri áhugavert ef fréttamenn myndu taka upp þennan þráð og fræða almenning enn frekar um þetta mikilvæga mál sem öllum kemur við.
Veðurfar þarf að henta bæði mönnum og dýrum, og þó ekki sízt gróðrinum. Öfgar í veðurfari eru ekki til bóta. Það er hægt að gleðjast yfir hlýnun upp að vissu marki, en því geta einnig fylgt vandamál hér einsog annarsstaðar.
Spár sýna 10 til 15 daga þurrk í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 21
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 524
- Frá upphafi: 132096
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 418
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
a) Hvar eru mælingarnar? b) Hverjir eru mælistaðlarnir og hvar útgefnir? c) Hvernig getur eitthvað verið öfgafullt ef það hefur hvorki vitund né persónuleika?
Guðjón E. Hreinberg, 19.10.2022 kl. 06:41
Ætli þú megir ekki kalla þennan pistil spennulosun hjá mér eins og þú segir suma pistla hjá þér vera? Stuðningur minn við 10. boðorðið í Biblíunni nýlega finnst mörgum vera sérlega gamaldags, og ég hef þann sið að reyna að finna jafnvægi í hægri og vinstri boðskap mínum, ef ég halla mér of langt til hægri reyni ég að geðjast vinstraliðinu á eftir, enda eins og ég hef sagt gekk ég í gegnum þannig skeið í menntaskóla, taldi mig vinstrisinnaðan, undir áhrifum frá kennurum.
Nei, það er alveg á tæru að ég get ekki stutt þetta með gögnum, það verður að vísa í Trausta Jónsson eða slíka til þess, hvort hægt sé að sanna að veðurfarið í október sé endilega útaf mannavöldum. Ég ætla ekki að halda því til streitu, ég held því hér fram í pistlinum í hálfkæringu.
Hins vegar er ég nokkuð sannfærður um að í heild sé talað um síðustu 100 ár og framtíðina sé hægt taka undir með þeim sem tala um hamfarahlýnun. Ég veit að við erum ekki sammála um það.
Hvernig ætla ég að styðja það með gögnum? Mér leiðist alltaf að vitna í gögn og tölur. Þá koma bara hinir með tölur sem eru ósammála. En eins og þú veizt telja þessir sem tala um hamfarahlýnun sig vera í meirihluta. Ég veit að tölfræði er til með og á móti sannfærandi.
Annars var þessi pistill mikið unninn uppúr kvíðavaldandi kvöldfréttum Stöðvar 2 18.10, í gær. "Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti", var þar sagt. Ég vitnaði í frétt um Mósaíkleiðangurinn, þýzki vísindamaðurinn Markus Rex sagði frá uggvænlegum niðurstöðum um eyðingu ózonlagsins, skipið Pólstjarnan var þarna með 120 vísindamenn í rannsóknarleiðangri árið 2019 og fyrstu niðurstöðurnar voru birtar þarna í kvöldfréttum Stöðvar 2, hefðu mátt vera víðar. Þetta er einnig á Vísi, Heimir Már Pétursson skrifar.
Sagt var frá þessu í tengslum við ráðstefnuna Hringborð norðurslóða, þar sem Ólafur Ragnar fyrrverandi forseti er aðalmaðurinn. Þótt ég sé ekki hámenntaður er ekki hægt að segja að ég hafi ekkert fyrir mér þegar ég fjalla um eitthvað.
Mælingarnar eru hjá þessum vísindamönnum, en ég býst við að mælistaðlarnir séu alþjóðlegir.
C) Það er rétt hjá þér að veðurfarið er ekki persóna og getur því ekki verið öfgafullt sem slíkt, en þetta iðka fréttamenn að persónugera veðrið, og það gerir nú fólk líka í almennu tali. Vondur, góður, vont veður, gott veður, þessi lýsingarorð lýsa persónum, en veðrið er bara miskalt, osfv.
Annars er þessi pistill fremur léttvægur. Hann byggist á grunnhyggnu mati út frá veðrinu í október, ekki miklum rannsóknargögnum.
En margir pistlar frá þér geta verið innblástur og áhugaverðir þótt þeir séu ekki samkvæmt einhverjum viðurkenndum vísindum. Þannig er þetta líka hjá mér, ég leyfi mér að tjá mér og blása út þótt það sé misgáfulegt og gott sem kemur úr því.
Hluti af þessum pistli er samt samkvæmt viðurkenndum vísindum, hamfarahlýnuninni, og mér finnst ég ekki vera hræsnari að tjá það, enda er ég því sammála, og var að reyna að þóknast fólki sem ég oft deili við um hægrimálefni, trúmál, og sýna að ég get verið sammála meginfjöldanum í sumu, sérstaklega eftir að ég viðraði óvinsælan stuðning við 10. boðorðið.
Ingólfur Sigurðsson, 19.10.2022 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.