15.10.2022 | 00:44
Mótmæli í Evrópu
Nú þegar Svíþjóðardemókratar fá að stjórna á bakvið tjöldin með því að styðja stjórnvöld er stefna þeirra orðin útþynnt og gagnslaus að einhverju leyti miðað við það sem hún var. Það er alveg makalaust hvernig opinber eyðileggingarstarfsemi á Vesturlöndum ræður mestu, og of seint og of lítið gripið í taumana á öllum sviðum, og þar með talið á sviði umhverfisverndar, en ég er frábrugðinn mörgum öðrum sem gagnrýna ESB og jafnaðarfasismann að ég efast ekki um hamfarahlýnunina.
Eilíf svik, eilíf svik, eilíf svik, þannig er stjórnmálaelítan sem byggist á grunni jafnaðarstefnunnar. Það á við um alla flokka á Íslandi, bara mismikið. Eftir því sem flokkar eru stærri er freistingin meiri að líkja eftir elítustjórnmálunum alþjóðlegu, fjórflokkurinn hér á Íslandi sem lifir af þótt hann sé í brotum, sérstaklega á vinstrivængnum, hefur lengi verið í þeim pytti og spillzt því miður úr hófi fram. Flokkar eins og Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn voru allt öðruvísi í upphafi, þar sem blönduðust saman samvinnuhugsjón, sveitarómantík, þjóðernishyggja, frjálshyggja án svikakapítalisma klækjabragða með alþjóðlegu ívafi, virðing fyrir einstaklingum og margt fleira.
Í öllum flokkum er enn til eitthvað gott og slæmt í bland, en meginstefið er ósköp einfalt: Konur eiga að vera í forsvari og ráða sem mestu og sjá um hagsmuni erlendra stórfyrirtækja og erlendra samtaka og þessi stórgróðakapítalismi alþjóðavæddi er talinn eiga að ráða meiru en hagsmunir þjóðanna og fólksins sem telst almúgi landanna.
Gústaf Skúlason hefur í fjölmiðlum staðið sig vel og verið á undan RÚV að segja frá hræðilegu ástandinu í Svíþjóð, sprengjuárásum, nauðgunum, klíkubardögum og slíku. Nú loksins hafa þessar fréttir ratað inní RÚV, en í stuttri og máttleysislegri mynd, þar sem aðallega er talað við fólk sem gerir lítið úr þessum afleiðingum alþjóðavæðingarinnar, í samræmi við þöggunina sem ríkir á RÚV og í öðrum spillingarfjölmiðlum.
Þann 11. október síðastliðinn skrifaði Gústaf á vef Útvarps Sögu mjög áhugaverða frétt sem RÚV ætti að hafa sagt frá og fleiri: "Fjöldamótmæli gegn ESB og Nató í Frakklandi, Þýzkalandi og Tékklandi."
Þúsundir manna tóku þátt í mótmælunum í París, margir hrópuðu "Út úr Nató", og margir kröfðust afsagnar Emmanuels Macrons.
Stríðsæsingastefnu NATÓ var mótmælt hástöfum, efnahagskreppunni tilbúnu, heilsutakmörkunum og öðru.
Með fréttinni voru glæsilegar myndir mikils mannfjölda með allskonar fána og skilti. Maður við mann og reiði í fólki en engin smámótmæli.
Önnur frétt segir frá miklum fjöldaflótta úr kirkjunni í Svíþjóð. Búið er að selja á annað hundruð kirkjur í Svíþjóð á meðan önnur trúarbrögð blómstra þar sem aldrei fyrr. Sérfræðingar telja þetta aðeins toppinn á ísjakanum í þessari þróun, sem stefnir alveg gegn kristninni.
Aðeins Svíþjóðardemókratar halda í gömul gildi, en jafnvel þeir linast og mildast vegna þrýstings annarra.
Það er of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofaní hann. Svíþjóð var sem paradís á jörðu einusinni.
Andlegur dauði felst í því að vera andsetinn, að gera ekki það sem er manni fyrir beztu, að vera ekki með góða dómgreind, að hafa stjórnmálaskoðanir sem hjálpa manni ekki eða þjóð manns, heldur að hafa stjórnmálaskoðanir sem leiða fólk í ógöngur.
Nýr stjórnarsáttmáli kynntur í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 18
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 622
- Frá upphafi: 132075
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 515
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við erum fangar.
Guðjón E. Hreinberg, 15.10.2022 kl. 18:57
Svo sannarlega. Við erum fangar eigi huga og heimsmyndar og svo erum við fangar alræðisdrottna sem kalla sig lýðræðifrelsendur og jafnaðarmenn, alltsaman öfugmæli.
Sama gúlagið og í Sovétríkjunum forðum, nema þetta gúlag býr fólk til sjálft með því að innrétta hugann með blekkingum elítunnar.
Takk fyrir Guðjón.
Ingólfur Sigurðsson, 16.10.2022 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.