Boðorðin níu en ekki tíu?

Hversu mikið er hægt að plokka í burtu úr Biblíunni sem þykir óþægilegt nútímanum? Þegar við vorum látin læra Boðorðin 10 í fermingarfræðslunni á sínum tíma var okkur kennt að þau væru hluti af mikilvægustu hornsteinum kristninnar og óhjákvæmilegt að læra þau öll og virða.

Þegar nútímaprestar hrófla við þeim og fjarlægja eitt boðorð finnst manni vera búið að gefa endanlega leyfi til þess að trúa því sem maður vill, ekki því sem stendur í Biblíunni, aðeins því sem hentar manni og nútímanum.

Þegar ég kynnti mér sértrúarsöfnuði á yngri árum, oft í fylgd með mömmu eða vinum og kunningjum, þá var mér kennt að kirkjan og heimurinn væru ósamrýmanlegar andstæður, að Satan stjórnaði heiminum og að kirkjan ætti ekki að líkjast heiminum.

Ef menn vilja trúa á heiminn er hægt að ganga í stjórnmálaflokka eða fara í Háskólann, til dæmis. Óþarfi að kirkjan verði eins, eða rangt eins og sumir segja og syndsamlegt. Hvað er þá orðið eftir af kristinni trú? Nokkuð skrýtið að múslimar flokki okkur sem heiðingja upp til hópa, kristna menn eða þá sem aðhyllast önnur trúarbrögð í okkar heimshluta?

Níu er heilög tala í mörgum heiðnum trúarbrögðum. Ætli þær séu að líkja eftir Ásatrúnni, þar sem talað er um hina níu heima og þeir jafnvel taldir heilagir? Tíunda boðorðið er strokað út því það kemur greinilega úr heimi feðraveldis, þrælahalds og fjölkvænis, og þegar það er strokað út tekur maður fyrst eftir því, maður hafði varla tekið eftir því áður, talið það sjálfsagt sem sögulega staðreynd. Ekki er hægt að þýða það svo ranglega að merkingin verði ekki rétt, sú sem það lýsir. Þá bregða kvenprestarnir þarna á það ráð að stroka bara boðorðið út.

Það vekur upp spurningar þegar Matthildur, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ er að útskýra þetta í fréttinni frá Vísi. Útskýringin á að vera að sú að þetta sé til að börnin eigi auðveldara með að læra þetta, en virkir í athugsemdum benda á að börn voru látin læra löng kvæði utanað, og neyddust til þess. Nei, greinilega er það innihald boðorðsins sem fellur ekki  að vilja þeirra og valdi, eða tíðarandanum alvalda.

Einn virkur í athugasemdum bendir á að Metoohreyfingin gangi aðallega útá það að ljúga eða bera ljúgvitni gegn náunganum, og annar mótmælir því.

Einn segir að þetta séu ráðleggingar en ekki boð. Ég get ekki verið sammála því. Boðorð er samheiti yfir skipun á fornu máli, að bjóða einhverjum að gera eitthvað er að skipa einhverjum að gera eitthvað samkvæmt gamalli og rótgróinni málhefð. Í orðabókum stendur þessi skýring á eftir boðorð: Boð, skipun, fyrirmæli. Ef þetta væru ráðleggingar væri þetta þýtt sem ráðleggingarnar tíu, en svo er ekki. "Ég býð þér að gera þetta", er jafnvel sterkari skipun en að segja "Ég skipa þér að gera þetta", ef notuð er upprunalega merkingin.

Einn í athugasemdum bendir á að allar kvikmyndir, höggmyndir og ljósmyndir, netið og snjallsímar séu bannaðar samkvæmt boðorðinu um að gera sér ekki líkneskjur og trúa á þær.

Einn talar um að kirkjan noti líkneskjur í flestum kirkjum.

"Óboðlegt að breyta ritningunni svona", segir einn og "þetta er partur af kvennabaráttunni".

Jóna Hrönn er mikill kvenskörungur og góð kona, ég tók þátt í Miðbæjartrúboðinu 1998 - 2002 og þá stjórnaði hún oft því starfi með styrkri hendi.

En hún passar sig líka á því að samræma heiminn og kirkjuna í stað þess að halda í hefðina, eins og algengt er um kvenpresta, eins umdeilt og það nú er.

En ætli það sé ekki eðlilegt að fólk láti sig þetta varða? Byltingin með kvenprestunum er ekkert smáræði. Um hundruði ára var kirkjan ein íhaldsamasta stofnun sem hægt var að ímynda sér.

Skyndilega með kvennaguðfræðinni og kvenprestum er allt gjörbreytt.

Ætli börnunum detti nokkuð í hug að vilja eignast þræla og margar konur þótt þau læri tíunda boðorðið? Ég efast um það.

Þetta er eins og þegar styttur voru fjarlægðar fyrir nokkrum árum sem þóttu ekki í anda nútímans. Ef við gleymum sögunni lærum við ekki af henni og förum frekar að endurtaka hana.

Bókmenntaverk halda aðeins gildi sínu með séreinkennum sínum, sérstaklega trúarrit, sem þurfa á smáatriðum að halda og blæbrigðum sem fylgja mjög nákvæmri þýðingu, ekki í anda tíðarandans sem er núna heldur í anda upprunalegrar merkingar og menningar sem þau tilheyra.

Annars fór ég á alveg prýðilega fyrirlestra um Bob Dylan í þessari kirkju, og mér finnst nokkuð leitt að hún tengist svona umdeildu athæfi.

Nema ef þetta verður framtíðin, að breyta Biblíunni sífellt meira og meira í anda tízkunnar.

Ef karlprestar hefðu tekið uppá þessu hefði þeim aldrei liðizt það. Ég er eiginlega alveg viss um það. Hvert eru kvenréttindin komin ef konum leyfist miklu meira en körlum og strákum?


mbl.is Segir umfjöllun um boðorðin í Garðabæ villandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það virðist vera að kirkjan sé á sömu vegferð og þeir sem markaðssetja íslenska kindakjötið, þ.e. að slátra og skera með aðferðum fyrir þá sem hafa lýst því yfir að það sé óétandi óþverri.

Magnús Sigurðsson, 14.10.2022 kl. 06:21

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Sósíalismi gengur einmitt út á að girnast það sem aðrir eiga og rífa það af þeim með aðferðum ríkisins ef þeir afhenda það ekki möglunarlaust. Varðandi "boð" þá eru boðorðin tíu fleiri, þau eru tólf, og þau eru boð til þeirra sem undirgangast Guðdómlega sáttmálann hins Guðdómlega ríkis. (http://divinestate.org) Covid heimsveldið er einmitt í stríði gegn þessu. Eitt af því áhugaverða er einmitt hvernig bæði ellefta og tólfta boðorðið eru löngu horfin í heimskerfi illsku og lyga, og hvernig boðorðin tíu voru síðan gerð að tilmælum til allra manna en ekki bara þegna guðsríkisins.

Guðjón E. Hreinberg, 14.10.2022 kl. 09:13

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Því má bæta við, varðandi styttu gerræðið á síðustu árum, þegar allir urðu fokreiðir Talíbönum fyrir að sprengja nokkrar búddastyttur.

Guðjón E. Hreinberg, 14.10.2022 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 120
  • Sl. sólarhring: 170
  • Sl. viku: 689
  • Frá upphafi: 127125

Annað

  • Innlit í dag: 68
  • Innlit sl. viku: 518
  • Gestir í dag: 65
  • IP-tölur í dag: 65

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband